Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 18:39 Landsréttur staðfesti á þriðjudag framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manni sem grunaður er um að hafa framið gróf kynferðisbrot á tveimur börnum. Hinum kærða verður gert að sæta gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 18. september. RÚV greindi fyrst frá þessu. Kona mannsins hefur þegar sætt gæsluvarðhaldi í tvær vikur vegna málsins. Í skýrslutöku lögreglu játaði hún að þau hafðu bæði brotið gegn öðru barninu. Eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í níu daga gekkst karlmaðurinn við að hafa brotið á sama barni.Börnin á grunnskólaaldri Gæsluvarðhaldsúrskurður Landsréttar yfir manninum var kveðinn upp á þriðjudag en birtur í dag. Í úrskurðinum kemur fram að hann hafi verið í varðhaldi og einangrun síðan 11. júlí að kröfu Lögreglunnar á Suðurnesjum.Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV eru börnin tvö á grunnskólaaldri og tengd fólkinu fjölskylduböndum. Þá eiga brotin að hafa verið framin á árinu 2017. Rannsakar hvort hinn kærði eigi sér samverkamenn Lögreglan á Suðurnesjum hefur lagt hald á umtalsvert magn muna í eigu hins kærða og þar á meðal nokkra minniskubba, myndavélar, síma, nokkra UBS-kubba ásamt myndbandsspólum. Lögreglan rannsakar einnig hvort kærði hafi átt sér samverkamenn og þá þarf hún að leita af sér allan grun um hvort kærði hafi ekki brotið á fleiri aðilum. Myndi særa réttarvitund almennings gangi hann laus Hin meintu brot mannsins þykja jög alvarleg og með tilliti til hagsmuna almennings og brotaþola í málinu þykir lögreglu nauðsynlegt að hann sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er enn til meðferðar. Það er mat lögreglu að ef sakborningurinn gengur laus áður en máli lýkur með dómi muni það valda hneykslun í samfélaginu og særa réttarvitund almennings. Dómsúrskurður Landsréttar hér: Dómur/úrskurður Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Landsréttur staðfesti á þriðjudag framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manni sem grunaður er um að hafa framið gróf kynferðisbrot á tveimur börnum. Hinum kærða verður gert að sæta gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 18. september. RÚV greindi fyrst frá þessu. Kona mannsins hefur þegar sætt gæsluvarðhaldi í tvær vikur vegna málsins. Í skýrslutöku lögreglu játaði hún að þau hafðu bæði brotið gegn öðru barninu. Eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í níu daga gekkst karlmaðurinn við að hafa brotið á sama barni.Börnin á grunnskólaaldri Gæsluvarðhaldsúrskurður Landsréttar yfir manninum var kveðinn upp á þriðjudag en birtur í dag. Í úrskurðinum kemur fram að hann hafi verið í varðhaldi og einangrun síðan 11. júlí að kröfu Lögreglunnar á Suðurnesjum.Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV eru börnin tvö á grunnskólaaldri og tengd fólkinu fjölskylduböndum. Þá eiga brotin að hafa verið framin á árinu 2017. Rannsakar hvort hinn kærði eigi sér samverkamenn Lögreglan á Suðurnesjum hefur lagt hald á umtalsvert magn muna í eigu hins kærða og þar á meðal nokkra minniskubba, myndavélar, síma, nokkra UBS-kubba ásamt myndbandsspólum. Lögreglan rannsakar einnig hvort kærði hafi átt sér samverkamenn og þá þarf hún að leita af sér allan grun um hvort kærði hafi ekki brotið á fleiri aðilum. Myndi særa réttarvitund almennings gangi hann laus Hin meintu brot mannsins þykja jög alvarleg og með tilliti til hagsmuna almennings og brotaþola í málinu þykir lögreglu nauðsynlegt að hann sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er enn til meðferðar. Það er mat lögreglu að ef sakborningurinn gengur laus áður en máli lýkur með dómi muni það valda hneykslun í samfélaginu og særa réttarvitund almennings. Dómsúrskurður Landsréttar hér: Dómur/úrskurður
Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent