Cristiano Ronaldo leiðir ítölsku deildina út úr skugganum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2018 13:00 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Örlög ítölsku deildarinnar breyttust 10. júlí 2018. Það er dagurinn sem Sería A eignaðist aftur eina af stærstu fótboltastjörnum heims þegar Cristiano Ronaldo ákvað að yfirgefa Evrópumeistara Real Madrid og semja við Juventus. Bestu knattspyrnumenn heims hópuðust til Ítalíu á níunda og tíunda áratugnum en undanfarin ár hefur deildin þurft að sætta sig að halda til í skuggastrætum heimsfótboltans. Þar hafa vissulega spilað öflugir ítalskir knattspyrnumenn en ítalska landsliðið hefur verið í vandræðum og missti sem dæmi á HM í sumar en það hafði ekki gerst í 60 ár. Þessi mikla knattspyrnuþjóð hefur verið alltof lengi í vandræðalegu aukahlutverki í fótboltaheiminum en nú horfir til betri vegar. Enska úrvalsdeildin var stofnuð 1992 og þegar leið að aldarmótunum þá fóru vægi hennar að aukast í hugum bestu fótboltamannanna og peningar höfðu auðvitað mikið að segja. Á meðan enska deildin tók til síns meira og meira minnkaði aðdráttarafl ítölsku deildarinnar.Hollendingarnir Frank Rijkaard, Marco Van Basten og Ruud Gullit léku allir með AC Milan á sama tíma. Þeir eru hér nýkrýndir Evrópumeistarar með hollenska landsliðinu.Vísir/GettyCalciopoli, þegar stórir klúbbar eins og Juventus, AC Milan, Fiorentina og Lazio flæktustu í risamál tengdum hagræðingu úrslita var síðan gríðarlegt áfall fyrir ítalska fótboltann. Juventus, Fiorentina og Lazio voru öll send niður um deild og Juventus missti meistaratitla sína bæði 2005 og 2006. Ítalir voru heimsmeistarar í fótbolta 2006 en hafa síðan aðeins unnið einn leik samanlagt á þremur heimsmeistaramótum (2010, 2014 og 2018). Erfiðir tímar fyrir þessa miklu fótboltaþjóð. Eftir Calciopoli skandalinn tóku heldur mögur ár á meðan ítalska deildin reyndi að byggja upp orðspor sinn á ný og komast á ný í hóp bestu deilda Evrópu. Það hefur tekið deildina rúman áratug að öðlast aftur þá virðingu að geta fengið til sín leikmann eins og Cristiano Ronaldo. Mörg skref hafa samt verið tekin upp á við á síðustu árum. Undanfarin tímabil hefur Juventus liðið verið að minna verulega á sig í Meistaradeildinni með því að komast tvisvar í úrslitaleikinn á síðustu fjórum árum og á síðasta tímabili heilluðu bæði Napoli og Roma fótboltaheiminn með flottri spilamennsku í baráttunni við bestu lið Evrópu. Juventus var heldur ekki eina stórliðið sem styrkti sig í sumar. Mílan-liðin, AC og Internazionale, hafa líka minnt á sig með því að vera stórtæk á leikmannamarkaðnum. AC Milan og Internazionale voru upp á sitt besta þegar ítalska deildin var síðast samastaður margra af bestu leikmanna heims og það er því góðar fréttir fyrir deildina að þau séu bæði að vakna úr hálfgerðu „fótboltadái“. Meistaradeildarfélögin Roma (seldi markvörðinn Alisson til Liverpool) og Napoli (seldi miðjumanninn Jorginho til Chelsea og stjórinn Maurizio Sarri fór þangað líka) þurftu reyndar að horfa á eftir mjög sterkum leikmönnum en hjá Napoli settist Carlo Ancelotti í stjórastólinn og bæði félög keyptu fullt af mönnum. Roma fékk sem dæmi fjórtán nýja leikmenn og mætir með gerbreytt lið.Ítalir urðu heimsmeistarar 2006 en hafa síðan aðeins unnið einn leik á þremur heimsmeistaramótum.Vísir/GettyÞað eru margir líka sem fagna því að fá félag eins og Parma aftur í hóp þeirra bestu. Liðið varð gjaldþrota árið 2015 og var dæmt niður í D-deild en hefur nú klifrað aftur upp í Seríu A. Kannski lítil táknmynd fyrir hvernig ítalski fótboltinn hefur komið sér aftur inn í hóp bestu deilda Evrópu. Íslendingar fá líka tækifæri til að fylgjast með betrumbættri Seríu A í vetur því Stöð 2 Sport hefur keypt sýningarréttinn af deildinni frá og með næstu helgi. Stöð 2 sýndi líka mikið frá deildinni á blómaárum hennar á níunda og tíunda áratugnum. Fyrsta útsending Stöð 2 Sport frá Seríu A 2018-19 verður leikur Juventus og Lazio klukkan 16.00 á laugardaginn og strax á eftir verður sýndur leikur Napoli og AC Milan. Fjörið byrjar því á tveimur stórleikjum og að sjálfsögðu sjáum við umræddan Cristiano Ronaldo í búningi Juventus í fyrsta sjónvarpsleik tímabilsins frá Ítalíu.Ungur fótboltamaður í treyju Cristiano Ronaldo.Vísir/Getty Ítalski boltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira
Örlög ítölsku deildarinnar breyttust 10. júlí 2018. Það er dagurinn sem Sería A eignaðist aftur eina af stærstu fótboltastjörnum heims þegar Cristiano Ronaldo ákvað að yfirgefa Evrópumeistara Real Madrid og semja við Juventus. Bestu knattspyrnumenn heims hópuðust til Ítalíu á níunda og tíunda áratugnum en undanfarin ár hefur deildin þurft að sætta sig að halda til í skuggastrætum heimsfótboltans. Þar hafa vissulega spilað öflugir ítalskir knattspyrnumenn en ítalska landsliðið hefur verið í vandræðum og missti sem dæmi á HM í sumar en það hafði ekki gerst í 60 ár. Þessi mikla knattspyrnuþjóð hefur verið alltof lengi í vandræðalegu aukahlutverki í fótboltaheiminum en nú horfir til betri vegar. Enska úrvalsdeildin var stofnuð 1992 og þegar leið að aldarmótunum þá fóru vægi hennar að aukast í hugum bestu fótboltamannanna og peningar höfðu auðvitað mikið að segja. Á meðan enska deildin tók til síns meira og meira minnkaði aðdráttarafl ítölsku deildarinnar.Hollendingarnir Frank Rijkaard, Marco Van Basten og Ruud Gullit léku allir með AC Milan á sama tíma. Þeir eru hér nýkrýndir Evrópumeistarar með hollenska landsliðinu.Vísir/GettyCalciopoli, þegar stórir klúbbar eins og Juventus, AC Milan, Fiorentina og Lazio flæktustu í risamál tengdum hagræðingu úrslita var síðan gríðarlegt áfall fyrir ítalska fótboltann. Juventus, Fiorentina og Lazio voru öll send niður um deild og Juventus missti meistaratitla sína bæði 2005 og 2006. Ítalir voru heimsmeistarar í fótbolta 2006 en hafa síðan aðeins unnið einn leik samanlagt á þremur heimsmeistaramótum (2010, 2014 og 2018). Erfiðir tímar fyrir þessa miklu fótboltaþjóð. Eftir Calciopoli skandalinn tóku heldur mögur ár á meðan ítalska deildin reyndi að byggja upp orðspor sinn á ný og komast á ný í hóp bestu deilda Evrópu. Það hefur tekið deildina rúman áratug að öðlast aftur þá virðingu að geta fengið til sín leikmann eins og Cristiano Ronaldo. Mörg skref hafa samt verið tekin upp á við á síðustu árum. Undanfarin tímabil hefur Juventus liðið verið að minna verulega á sig í Meistaradeildinni með því að komast tvisvar í úrslitaleikinn á síðustu fjórum árum og á síðasta tímabili heilluðu bæði Napoli og Roma fótboltaheiminn með flottri spilamennsku í baráttunni við bestu lið Evrópu. Juventus var heldur ekki eina stórliðið sem styrkti sig í sumar. Mílan-liðin, AC og Internazionale, hafa líka minnt á sig með því að vera stórtæk á leikmannamarkaðnum. AC Milan og Internazionale voru upp á sitt besta þegar ítalska deildin var síðast samastaður margra af bestu leikmanna heims og það er því góðar fréttir fyrir deildina að þau séu bæði að vakna úr hálfgerðu „fótboltadái“. Meistaradeildarfélögin Roma (seldi markvörðinn Alisson til Liverpool) og Napoli (seldi miðjumanninn Jorginho til Chelsea og stjórinn Maurizio Sarri fór þangað líka) þurftu reyndar að horfa á eftir mjög sterkum leikmönnum en hjá Napoli settist Carlo Ancelotti í stjórastólinn og bæði félög keyptu fullt af mönnum. Roma fékk sem dæmi fjórtán nýja leikmenn og mætir með gerbreytt lið.Ítalir urðu heimsmeistarar 2006 en hafa síðan aðeins unnið einn leik á þremur heimsmeistaramótum.Vísir/GettyÞað eru margir líka sem fagna því að fá félag eins og Parma aftur í hóp þeirra bestu. Liðið varð gjaldþrota árið 2015 og var dæmt niður í D-deild en hefur nú klifrað aftur upp í Seríu A. Kannski lítil táknmynd fyrir hvernig ítalski fótboltinn hefur komið sér aftur inn í hóp bestu deilda Evrópu. Íslendingar fá líka tækifæri til að fylgjast með betrumbættri Seríu A í vetur því Stöð 2 Sport hefur keypt sýningarréttinn af deildinni frá og með næstu helgi. Stöð 2 sýndi líka mikið frá deildinni á blómaárum hennar á níunda og tíunda áratugnum. Fyrsta útsending Stöð 2 Sport frá Seríu A 2018-19 verður leikur Juventus og Lazio klukkan 16.00 á laugardaginn og strax á eftir verður sýndur leikur Napoli og AC Milan. Fjörið byrjar því á tveimur stórleikjum og að sjálfsögðu sjáum við umræddan Cristiano Ronaldo í búningi Juventus í fyrsta sjónvarpsleik tímabilsins frá Ítalíu.Ungur fótboltamaður í treyju Cristiano Ronaldo.Vísir/Getty
Ítalski boltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira