Viðskipti innlent

Samdi um 286 milljóna króna kröfur

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Í janúar á þessu ári var kveðinn upp dómur í máli þrotabús Guðmundar gegn eiginkonu hans.
Í janúar á þessu ári var kveðinn upp dómur í máli þrotabús Guðmundar gegn eiginkonu hans. Fréttablaðið/Valli
Gjaldþrotaskiptum á búi Guðmundar Þórs Gunnarssonar, fyrrverandi viðskiptastjóra á útlánasviði Kaupþings banka hf. á Íslandi, lauk með því að nauðasamningar náðust. Auglýsing þess efnis var birt í Lögbirtingablaðinu í gær.

Í auglýsingunni segir að lýstar kröfur í búið hafi numið rúmlega 286 milljónum króna. Kröfurnar voru afturkallaðar eftir nauðasamninga.

Í janúar á þessu ári var kveðinn upp dómur í máli þrotabús Guðmundar gegn eiginkonu hans. Með dóminum var kona hans dæmd til að greiða þrotabúinu 42,5 milljónir króna vegna viðskipta þeirra með fasteign. 

Talið var að þau hefðu miðað að því að koma eignum undan skiptum. 

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×