Umferðarslys síðustu tíu ár kostað 500 milljarða Sveinn Arnarsson skrifar 23. ágúst 2018 06:00 Reiknaður kostnaður samfélagsins af umferðarslysum síðustu tíu ára er um 500 milljarðar. Brot af upphæðinni fer í uppbyggingu vegakerfisins til þess að bæta öryggi vegfarenda sem skilar sér margfalt að mati sérfræðinga. Ellefu eru látnir í umferðinni það sem af er þessu ári. Fréttablaðið/Stefán Kostnaður samfélagsins af umferðarslysum síðustu tíu árin er rúmir fimm hundruð milljarðar króna eða að meðaltali um fimmtíu milljarðar króna árlega. Á sama tíma hefur Vegagerðin fengið um 144 milljarða króna til nýframkvæmda. Þetta kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi árið 2017. Tölurnar er unnar eftir ákveðinni aðferð sem notuð hefur verið bæði hér á landi og erlendis um áratuga skeið, svonefnd greiðsluviljaaðferð. Kostnaði vegna umferðarslysa er þannig skipt í beinan, óbeinan og óáþreifanlegan kostnað. Kostnaður vegna slysa er borinn af mörgum aðilum, bæði einstaklingum sem verða fyrir slysi, aðstandendum, vinnuveitendum auk hagkerfisins í heild og samfélagsins. „Slíkt kostnaðarmat er til þess fallið að styðja við stefnu stjórnvalda um fækkun banaslysa og alvarlegra slysa ásamt því að með þeirri aðferð er tekið tillit til velferðar einstaklinga, sem er hinn rétti mælikvarði,“ segir í rannsókn Haralds Sigþórssonar og Vilhjálms Hilmarssonar um kostnaðaf umferðarslysum sem kom út árið 2014 og var unnin með rannsóknarfé Vegagerðarinnar. Gunnar Geir Gunnarsson, sérfræðingur hjá Samgöngustofu, segir það miklu máli skipta að bæta öryggi á íslenskum vegum og þannig fækka bílslysum. „Samkvæmt þessum útreikningum þá er það staðreynd að allar fjárveitingar til að bæta öryggi í umferðinni, hvort sem það er með bættum vegasamgöngum eða aukinni löggæslu, skila sér margfalt til baka til samfélagsins.“ Ríkislögreglustjóri hefur látið hafa eftir sér tvisvar sinnum á síðustu árum að staða löggæslumála séóviðunandi. Lögreglan íslenska sé ekki í stakk búin til að standa undir öryggi og þjónustu við landsmenn í samræmi við lögbundið hlutverk hennar og að lögreglumenn séu til þess allt of fáir. „Frekari styrkingar er þörf því við blasir að tiltækur mannafli nægir ekki. Fyrir liggur ógrynni skýrslna, samantekta, greininga, og Excel-skjala frá liðnum árum sem allar fjalla um nauðsyn þess að efla lögregluna. Það var afar brýnt úrlausnarefni löngu áður en milljónir ferðamanna tóku að sækja Íslendinga heim og útlendingar að óska eftir hæli,“ segir í ársskýrslu lögreglunnar fyrir árið 2016 sem var gefin út um mitt árið 2017. Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, segir stóru myndina sem birtist í gögnunum sýna að gera þurfi betur í málaflokknum. „Stóra myndin er rétt. Þeir fjármunir, sem varið er til umferðaröryggis, skila sér margfalt og fjárframlag til nýframkvæmda hér á landi er of lítið. Einnig er vert að minna á það að heildarskattheimta af umferð rennur ekki nema að hálfu til baka aftur til umferðaröryggismála,“ segir Bergþór. „Efling lögreglunnar og löggæslu vítt og breitt um landið er einnig umferðaröryggismál og við þyrftum að horfa á þann hluta löggæslustarfsins í meiri mæli.“ Árið 2017 var ekki gott í íslenskri umferð. Þá létust sextán í umferðinni, 189 einstaklingar slösuðust alvarlega og tæplega 1.200 aðrir slösuðust minna. Á síðustu tíu árum hafa 127 einstaklingar látist í umferðinni á Íslandi. Árið 2017 var þriðja árið í röð þar sem flestir létust í umferðinni hér af Norður- löndum, miðað við höfðatölu. Ellefu hafa látist í umferðinni það sem af er ári. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Kostnaður samfélagsins af umferðarslysum síðustu tíu árin er rúmir fimm hundruð milljarðar króna eða að meðaltali um fimmtíu milljarðar króna árlega. Á sama tíma hefur Vegagerðin fengið um 144 milljarða króna til nýframkvæmda. Þetta kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi árið 2017. Tölurnar er unnar eftir ákveðinni aðferð sem notuð hefur verið bæði hér á landi og erlendis um áratuga skeið, svonefnd greiðsluviljaaðferð. Kostnaði vegna umferðarslysa er þannig skipt í beinan, óbeinan og óáþreifanlegan kostnað. Kostnaður vegna slysa er borinn af mörgum aðilum, bæði einstaklingum sem verða fyrir slysi, aðstandendum, vinnuveitendum auk hagkerfisins í heild og samfélagsins. „Slíkt kostnaðarmat er til þess fallið að styðja við stefnu stjórnvalda um fækkun banaslysa og alvarlegra slysa ásamt því að með þeirri aðferð er tekið tillit til velferðar einstaklinga, sem er hinn rétti mælikvarði,“ segir í rannsókn Haralds Sigþórssonar og Vilhjálms Hilmarssonar um kostnaðaf umferðarslysum sem kom út árið 2014 og var unnin með rannsóknarfé Vegagerðarinnar. Gunnar Geir Gunnarsson, sérfræðingur hjá Samgöngustofu, segir það miklu máli skipta að bæta öryggi á íslenskum vegum og þannig fækka bílslysum. „Samkvæmt þessum útreikningum þá er það staðreynd að allar fjárveitingar til að bæta öryggi í umferðinni, hvort sem það er með bættum vegasamgöngum eða aukinni löggæslu, skila sér margfalt til baka til samfélagsins.“ Ríkislögreglustjóri hefur látið hafa eftir sér tvisvar sinnum á síðustu árum að staða löggæslumála séóviðunandi. Lögreglan íslenska sé ekki í stakk búin til að standa undir öryggi og þjónustu við landsmenn í samræmi við lögbundið hlutverk hennar og að lögreglumenn séu til þess allt of fáir. „Frekari styrkingar er þörf því við blasir að tiltækur mannafli nægir ekki. Fyrir liggur ógrynni skýrslna, samantekta, greininga, og Excel-skjala frá liðnum árum sem allar fjalla um nauðsyn þess að efla lögregluna. Það var afar brýnt úrlausnarefni löngu áður en milljónir ferðamanna tóku að sækja Íslendinga heim og útlendingar að óska eftir hæli,“ segir í ársskýrslu lögreglunnar fyrir árið 2016 sem var gefin út um mitt árið 2017. Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, segir stóru myndina sem birtist í gögnunum sýna að gera þurfi betur í málaflokknum. „Stóra myndin er rétt. Þeir fjármunir, sem varið er til umferðaröryggis, skila sér margfalt og fjárframlag til nýframkvæmda hér á landi er of lítið. Einnig er vert að minna á það að heildarskattheimta af umferð rennur ekki nema að hálfu til baka aftur til umferðaröryggismála,“ segir Bergþór. „Efling lögreglunnar og löggæslu vítt og breitt um landið er einnig umferðaröryggismál og við þyrftum að horfa á þann hluta löggæslustarfsins í meiri mæli.“ Árið 2017 var ekki gott í íslenskri umferð. Þá létust sextán í umferðinni, 189 einstaklingar slösuðust alvarlega og tæplega 1.200 aðrir slösuðust minna. Á síðustu tíu árum hafa 127 einstaklingar látist í umferðinni á Íslandi. Árið 2017 var þriðja árið í röð þar sem flestir létust í umferðinni hér af Norður- löndum, miðað við höfðatölu. Ellefu hafa látist í umferðinni það sem af er ári.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira