Uppbygging fyrir almenning Katrín Jakobsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Frá því að staða efnahagsmála tók að batna eftir efnahagshrunið hefur krafan um að ávinningurinn skili sér í auknum mæli til alls almennings með uppbyggingu samfélagslegra innviða verið hávær. Þó að þeim ríkisstjórnum sem komu í kjölfar endurreisnarstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur hafi tekist ágætlega upp við að fylgja eftir endurreisn efnahagslífsins stóðu eftir óuppfylltar væntingar um uppbyggingu samfélagslegra innviða. Núverandi ríkisstjórn hefur einsett sér að gera betur og telur slíka uppbyggingu sitt forgangsverkefni. Gott efnahagsástand undanfarin ár og tekjur sem ríkið hefur fengið á grundvelli svokallaðra stöðugleikasamninga hafa gert ríkissjóði kleift að greiða niður skuldir og styrkt stöðu hans verulega. Þannig hafa skuldir ríkissjóðs lækkað um 88 milljarða á undanförnum tólf mánuðum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að þessi sterka staða verði nýtt til að ráðast í samfélagslega uppbyggingu sem miðar að því að jafna og bæta lífsgæði landsmanna. Í þeirri vinnu hefur ríkisstjórnin þau leiðarljós að tryggja farsælt efnahagslíf, samfélagslegan ávinning og framsækni í umhverfismálum.Framar fyrirheitum Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar var að leggja fram fjárlagafrumvarp sem tryggði aukin fjárframlög upp á 55 milljarða króna til samfélagslegra verkefna án þess að það kæmi niður á afkomu ríkissjóðs. Fjárlögunum var síðan fylgt eftir með fjármálaáætlun til fimm ára sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor og felur í sér að framlög til mikilvægra málaflokka verða aukin jafnt og þétt til ársins 2023. Samtals hefur ríkisstjórnin því tryggt að á sex árum munu árleg framlög til mikilvægra mála verða aukin um 140 milljarða króna, þar af verða árleg framlög til heilbrigðismála um 60 milljörðum hærri en þau voru árið 2017. Til þess að setja þessa innspýtingu til samfélagslegra verkefna í samhengi þá lofuðu þeir stjórnmálaflokkar sem lengst gengu fyrir síðustu tvennar kosningar 40-50 milljarða aukningu á fjórum til fimm árum. Við getum líka horft á þessa 140 milljarða aukningu í samhengi við sameiginlegar breytingartillögur stjórnarandstöðunnar við fjárlög ársins 2016 sem þóttu á þeim tíma róttækar en fólu í sér 16 milljarða aukningu. Það þarf því ekki að deila um að áform ríkisstjórnarinnar um samfélagslega uppbyggingu ganga framar öllum fyrirheitum sem gefin voru fyrir síðustu tvennar kosningar.Bætt opinber þjónusta og kolefnishlutlaust Ísland Allir landsmenn eiga að geta treyst á örugga heilbrigðisþjónustu þegar eitthvað bjátar á. Styrking heilbrigðiskerfisins hefur verið forgangsmál í hugum landsmanna þegar viðhorf þeirra hefur verið kannað til mikilvægustu málaflokkanna fyrir kosningar síðustu ára. Markmið ríkisstjórnarinnar er að tryggja að fólk geti einfaldlega treyst því að fá viðeigandi heilbrigðisþjónustu þegar á reynir. Þess vegna hefur ríkisstjórnin ákveðið að auka framlög til heilbrigðismála um 19% að raunvirði á næstu fimm árum, til viðbótar við þá 11% aukningu sem ákveðin var í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Mikilvægasta verkefnið er að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga á tímabili fjármálaáætlunar, þannig að hlutdeild sjúklinga hérlendis verði sambærileg því sem gerist á Norðurlöndunum. Þetta er samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni ein mikilvægasta jöfnunaraðgerð sem hægt er að ráðast í. Þá hefur núverandi heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að forgangsraða í þágu geðheilbrigðismála og heilsugæslunnar um land allt. Öryggi á þjóðvegum og greiðar samgöngur eru stórmál fyrir alla landsmenn. Það hefur legið fyrir lengi að þörf hefur verið á innspýtingu í samgöngumálin. Eitt af fyrstu verkefnum núverandi ríkisstjórnar var að setja strax fjóra milljarða til viðbótar inn í samgöngumál. Settir verða 16,5 milljarðar inn í samgönguframkvæmdir til viðbótar við fyrri áætlanir þannig að fjárfestingar í þessum geira munu nema um 124 milljörðum á næstu árum. Samgönguáætlun verður lögð fram í haust og þar munu birtast fyrirætlanir um úrbætur í samgöngumálum sem munu nýtast um land allt, bæði í almenningssamgöngum og vegaframkvæmdum. Aukin framlög til menntunar, bæði framhaldsskóla en ekki síst háskólastigsins, endurspegla þann skýra vilja ríkisstjórnarinnar að horfa til framtíðar og tryggja atvinnusköpun sem hvílir á hugviti og þekkingarsköpun. Öll sú uppbygging mun skila sér í samfélagslegum ávinningi fyrir almenning í landinu og tryggja aukinn jöfnuð. Sömuleiðis er mikilvægt að minna á að yfir stendur vinna í samráði við forsvarsmenn heildarsamtaka öryrkja um hvernig unnt er að breyta almannatryggingakerfinu og bæta kjör öryrkja en gert er ráð fyrir alls 6 milljörðum til viðbótar í þann málaflokk í komandi fjárlagafrumvarpi. Styrk stjórn efnahagsmála og uppbygging samfélagslegra innviða eru mikilvæg verkefni en ekki skipta umhverfismálin minna máli. Ný og framsækin aðgerðaáætlun í loftslagsmálum verður kynnt nú í haust þar sem fyrstu skrefin í átt að kolefnishlutlausu Íslandi verða kynnt. Þar verða allir aðilar kallaðir að borðinu þannig að Ísland geti skipað sér í hóp framsæknustu ríkja heims í loftslagsmálum.Gerum góða stöðu betri fyrir alla Þegar lykiltölur eru skoðaðar fyrir Ísland má ljóst vera að ólíkt mörgum nágrannalöndum hafa Íslendingar unnið mjög vel úr hruninu og flestar kennitölur stefna í rétta átt. Skuldastaða ríkissjóðs fer batnandi, kaupmáttur hefur aukist verulega vegna þess að aukin verðbólga hefur ekki fylgt launahækkunum, ekki síst vegna hagfelldra ytri aðstæðna. Ríkisstjórnin hefur þegar gripið til þeirrar jöfnunaraðgerðar að lækka kostnað sjúklinga og var því forgangsraðað að lækka tannlæknakostnað aldraðra og öryrkja með nýrri gjaldskrá sem tekur gildi á næstu dögum. Kostnaður sjúklinga verður lækkaður í skrefum þannig að hann verði í takt við önnur Norðurlönd eða 16,5% í lok tímabils fjármálaáætlunar. Opinber fjárfesting er á uppleið sem er afar mikilvægt þegar hægst hefur á hagvexti til að tryggja áframhaldandi velsæld. Ríkisstjórnin er staðráðin í að halda áfram á þessari braut. Eitt mikilvægasta verkefnið á þeirri leið er gott samstarf stjórnvalda og vinnumarkaðar. Núverandi ríkisstjórn hefur þegar haldið tíu fundi með aðilum vinnumarkaðarins, forsvarsmönnum Sambands sveitarfélaga og ríkissáttasemjara þar sem ýmis mál hafa verið rædd. Sum þeirra hafa þegar skilað sér í aðgerðum. Þannig voru atvinnuleysisbætur og greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa hækkaðar í vor og kjararáð hefur verið lagt niður eftir ítarlega greinargerð sem unnin var í samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Frekari aðgerðir eru í undirbúningi og þar verður hlustað náið eftir óskum aðila vinnumarkaðarins Fram undan er endurskoðun laga um Seðlabankann sem mun styrkja umgjörð peningastefnunnar. Sömuleiðis stendur yfir vinna til að styrkja umgjörð fjármálakerfisins og síðast en ekki síst er hafin vinna við hvernig við Íslendingar ætlum að takast á við tæknibreytingar sem oft eru kenndar við fjórðu iðnbyltinguna og hvernig við getum tryggt að hugvit og þekkingariðnaður verði ein af grundvallarstoðunum fyrir íslenskt efnahagslíf til framtíðar. Það er þetta mikilvæga jafnvægi samfélags, umhverfis og efnahags sem núverandi ríkisstjórn stendur fyrir. Það er leiðarljós sem mun verða íslensku samfélagi mikilvægt til framtíðar og tryggja bætt lífskjör alls almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Frá því að staða efnahagsmála tók að batna eftir efnahagshrunið hefur krafan um að ávinningurinn skili sér í auknum mæli til alls almennings með uppbyggingu samfélagslegra innviða verið hávær. Þó að þeim ríkisstjórnum sem komu í kjölfar endurreisnarstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur hafi tekist ágætlega upp við að fylgja eftir endurreisn efnahagslífsins stóðu eftir óuppfylltar væntingar um uppbyggingu samfélagslegra innviða. Núverandi ríkisstjórn hefur einsett sér að gera betur og telur slíka uppbyggingu sitt forgangsverkefni. Gott efnahagsástand undanfarin ár og tekjur sem ríkið hefur fengið á grundvelli svokallaðra stöðugleikasamninga hafa gert ríkissjóði kleift að greiða niður skuldir og styrkt stöðu hans verulega. Þannig hafa skuldir ríkissjóðs lækkað um 88 milljarða á undanförnum tólf mánuðum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að þessi sterka staða verði nýtt til að ráðast í samfélagslega uppbyggingu sem miðar að því að jafna og bæta lífsgæði landsmanna. Í þeirri vinnu hefur ríkisstjórnin þau leiðarljós að tryggja farsælt efnahagslíf, samfélagslegan ávinning og framsækni í umhverfismálum.Framar fyrirheitum Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar var að leggja fram fjárlagafrumvarp sem tryggði aukin fjárframlög upp á 55 milljarða króna til samfélagslegra verkefna án þess að það kæmi niður á afkomu ríkissjóðs. Fjárlögunum var síðan fylgt eftir með fjármálaáætlun til fimm ára sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor og felur í sér að framlög til mikilvægra málaflokka verða aukin jafnt og þétt til ársins 2023. Samtals hefur ríkisstjórnin því tryggt að á sex árum munu árleg framlög til mikilvægra mála verða aukin um 140 milljarða króna, þar af verða árleg framlög til heilbrigðismála um 60 milljörðum hærri en þau voru árið 2017. Til þess að setja þessa innspýtingu til samfélagslegra verkefna í samhengi þá lofuðu þeir stjórnmálaflokkar sem lengst gengu fyrir síðustu tvennar kosningar 40-50 milljarða aukningu á fjórum til fimm árum. Við getum líka horft á þessa 140 milljarða aukningu í samhengi við sameiginlegar breytingartillögur stjórnarandstöðunnar við fjárlög ársins 2016 sem þóttu á þeim tíma róttækar en fólu í sér 16 milljarða aukningu. Það þarf því ekki að deila um að áform ríkisstjórnarinnar um samfélagslega uppbyggingu ganga framar öllum fyrirheitum sem gefin voru fyrir síðustu tvennar kosningar.Bætt opinber þjónusta og kolefnishlutlaust Ísland Allir landsmenn eiga að geta treyst á örugga heilbrigðisþjónustu þegar eitthvað bjátar á. Styrking heilbrigðiskerfisins hefur verið forgangsmál í hugum landsmanna þegar viðhorf þeirra hefur verið kannað til mikilvægustu málaflokkanna fyrir kosningar síðustu ára. Markmið ríkisstjórnarinnar er að tryggja að fólk geti einfaldlega treyst því að fá viðeigandi heilbrigðisþjónustu þegar á reynir. Þess vegna hefur ríkisstjórnin ákveðið að auka framlög til heilbrigðismála um 19% að raunvirði á næstu fimm árum, til viðbótar við þá 11% aukningu sem ákveðin var í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Mikilvægasta verkefnið er að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga á tímabili fjármálaáætlunar, þannig að hlutdeild sjúklinga hérlendis verði sambærileg því sem gerist á Norðurlöndunum. Þetta er samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni ein mikilvægasta jöfnunaraðgerð sem hægt er að ráðast í. Þá hefur núverandi heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að forgangsraða í þágu geðheilbrigðismála og heilsugæslunnar um land allt. Öryggi á þjóðvegum og greiðar samgöngur eru stórmál fyrir alla landsmenn. Það hefur legið fyrir lengi að þörf hefur verið á innspýtingu í samgöngumálin. Eitt af fyrstu verkefnum núverandi ríkisstjórnar var að setja strax fjóra milljarða til viðbótar inn í samgöngumál. Settir verða 16,5 milljarðar inn í samgönguframkvæmdir til viðbótar við fyrri áætlanir þannig að fjárfestingar í þessum geira munu nema um 124 milljörðum á næstu árum. Samgönguáætlun verður lögð fram í haust og þar munu birtast fyrirætlanir um úrbætur í samgöngumálum sem munu nýtast um land allt, bæði í almenningssamgöngum og vegaframkvæmdum. Aukin framlög til menntunar, bæði framhaldsskóla en ekki síst háskólastigsins, endurspegla þann skýra vilja ríkisstjórnarinnar að horfa til framtíðar og tryggja atvinnusköpun sem hvílir á hugviti og þekkingarsköpun. Öll sú uppbygging mun skila sér í samfélagslegum ávinningi fyrir almenning í landinu og tryggja aukinn jöfnuð. Sömuleiðis er mikilvægt að minna á að yfir stendur vinna í samráði við forsvarsmenn heildarsamtaka öryrkja um hvernig unnt er að breyta almannatryggingakerfinu og bæta kjör öryrkja en gert er ráð fyrir alls 6 milljörðum til viðbótar í þann málaflokk í komandi fjárlagafrumvarpi. Styrk stjórn efnahagsmála og uppbygging samfélagslegra innviða eru mikilvæg verkefni en ekki skipta umhverfismálin minna máli. Ný og framsækin aðgerðaáætlun í loftslagsmálum verður kynnt nú í haust þar sem fyrstu skrefin í átt að kolefnishlutlausu Íslandi verða kynnt. Þar verða allir aðilar kallaðir að borðinu þannig að Ísland geti skipað sér í hóp framsæknustu ríkja heims í loftslagsmálum.Gerum góða stöðu betri fyrir alla Þegar lykiltölur eru skoðaðar fyrir Ísland má ljóst vera að ólíkt mörgum nágrannalöndum hafa Íslendingar unnið mjög vel úr hruninu og flestar kennitölur stefna í rétta átt. Skuldastaða ríkissjóðs fer batnandi, kaupmáttur hefur aukist verulega vegna þess að aukin verðbólga hefur ekki fylgt launahækkunum, ekki síst vegna hagfelldra ytri aðstæðna. Ríkisstjórnin hefur þegar gripið til þeirrar jöfnunaraðgerðar að lækka kostnað sjúklinga og var því forgangsraðað að lækka tannlæknakostnað aldraðra og öryrkja með nýrri gjaldskrá sem tekur gildi á næstu dögum. Kostnaður sjúklinga verður lækkaður í skrefum þannig að hann verði í takt við önnur Norðurlönd eða 16,5% í lok tímabils fjármálaáætlunar. Opinber fjárfesting er á uppleið sem er afar mikilvægt þegar hægst hefur á hagvexti til að tryggja áframhaldandi velsæld. Ríkisstjórnin er staðráðin í að halda áfram á þessari braut. Eitt mikilvægasta verkefnið á þeirri leið er gott samstarf stjórnvalda og vinnumarkaðar. Núverandi ríkisstjórn hefur þegar haldið tíu fundi með aðilum vinnumarkaðarins, forsvarsmönnum Sambands sveitarfélaga og ríkissáttasemjara þar sem ýmis mál hafa verið rædd. Sum þeirra hafa þegar skilað sér í aðgerðum. Þannig voru atvinnuleysisbætur og greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa hækkaðar í vor og kjararáð hefur verið lagt niður eftir ítarlega greinargerð sem unnin var í samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Frekari aðgerðir eru í undirbúningi og þar verður hlustað náið eftir óskum aðila vinnumarkaðarins Fram undan er endurskoðun laga um Seðlabankann sem mun styrkja umgjörð peningastefnunnar. Sömuleiðis stendur yfir vinna til að styrkja umgjörð fjármálakerfisins og síðast en ekki síst er hafin vinna við hvernig við Íslendingar ætlum að takast á við tæknibreytingar sem oft eru kenndar við fjórðu iðnbyltinguna og hvernig við getum tryggt að hugvit og þekkingariðnaður verði ein af grundvallarstoðunum fyrir íslenskt efnahagslíf til framtíðar. Það er þetta mikilvæga jafnvægi samfélags, umhverfis og efnahags sem núverandi ríkisstjórn stendur fyrir. Það er leiðarljós sem mun verða íslensku samfélagi mikilvægt til framtíðar og tryggja bætt lífskjör alls almennings.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun