Ólafía og Birgir hefja leik í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. ágúst 2018 11:00 Ólafía Þórunn verður að spila vel um helgina. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefja leik á atvinnumannamótum erlendis í dag þar sem Ólafía leikur í Kanada en Birgir Leifur í Tékklandi. Ólafía Þórunn tekur þátt í CP-meistaramótinu í Kanada sem er hluti af LPGA-mótaröðinni og þarf heldur betur að bretta upp ermar. Hún missti af niðurskurði um síðustu helgi og er í verulegri hættu á að ná ekki að endurnýja þátttökuréttinn á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. Er hún í 139. sæti á stigalistanum þegar skammt er eftir af tímabilinu og þarf að komast meðal hundrað efstu til að halda keppnisréttinum. Tók hún einnig þátt í þessu móti í fyrra þar sem henni tókst ekki að ná niðurskurði. Er hún með Sydnee Michaels og Madeleine Sheils í ráshóp og hefur leik rétt eftir hádegi að staðartíma á tíunda teig. Birgir Leifur keppir á sama tíma í Tékklandi á tékkneska meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Verður þetta níunda mót Birgis á þessari sterkustu mótaröð Evrópu og eru frábærir kylfingar á borð við Lee Westwood, Danny Willett, Padraig Harrington og Thomas Pieters skráðir til leiks. Mótið fer fram í Prag og á Birgir teigtíma rétt fyrir klukkan níu að staðartíma. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefja leik á atvinnumannamótum erlendis í dag þar sem Ólafía leikur í Kanada en Birgir Leifur í Tékklandi. Ólafía Þórunn tekur þátt í CP-meistaramótinu í Kanada sem er hluti af LPGA-mótaröðinni og þarf heldur betur að bretta upp ermar. Hún missti af niðurskurði um síðustu helgi og er í verulegri hættu á að ná ekki að endurnýja þátttökuréttinn á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. Er hún í 139. sæti á stigalistanum þegar skammt er eftir af tímabilinu og þarf að komast meðal hundrað efstu til að halda keppnisréttinum. Tók hún einnig þátt í þessu móti í fyrra þar sem henni tókst ekki að ná niðurskurði. Er hún með Sydnee Michaels og Madeleine Sheils í ráshóp og hefur leik rétt eftir hádegi að staðartíma á tíunda teig. Birgir Leifur keppir á sama tíma í Tékklandi á tékkneska meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Verður þetta níunda mót Birgis á þessari sterkustu mótaröð Evrópu og eru frábærir kylfingar á borð við Lee Westwood, Danny Willett, Padraig Harrington og Thomas Pieters skráðir til leiks. Mótið fer fram í Prag og á Birgir teigtíma rétt fyrir klukkan níu að staðartíma.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira