Verksmiðjurnar tæmdar og vélbúnaðurinn seldur Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 22. ágúst 2018 05:51 Það er tómlegt um að litast í verksmiðju Kassagerðarinnar. Fréttablaðið/Stefán Prentsmiðjan Oddi hefur selt allan vélbúnaðinn í verksmiðjum Plastprents og Kassagerðarinnar úr landi. Kaupendur eru prentsmiðjur í Bandaríkjunum og Afríku. Oddi sagði upp 86 starfsmönnum í byrjun árs vegna umfangsmikilla breytinga á rekstrinum. Versnandi samkeppnisstaða þvingaði fyrirtækið til að leggja niður framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum en fyrirtækið mun þess í stað einbeita sér að innflutningi og sölu á þessum vörum. „Þetta er gríðarlegur vélbúnaður, stærsta vélin uppsett er 300 metrar að lengd,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda, í samtali við Markaðinn og bætir við að vélarnar hafi verið komnar til ára sinna. „Eins og með bíla er virði eldri vélbúnaðar aldrei nema brotabrot af því sem nýjasta módelið kostar.“ Verksmiðja Kassagerðar Reykjavíkur komst í eigu Odda við samruna fyrirtækjanna haustið 2008 en ekki hefur verið ákveðið hvernig henni verður ráðstafað. Verksmiðja Plastprents er hins vegar á leigusamningi. Oddi var rekinn með 420 milljóna króna tapi á síðasta ári en Kristján segir að fyrirtækið sé nú á síðustu stigum endurskipulagningarinnar. „Þetta voru erfið en nauðsynleg skref í átt að því að reisa Odda við. Nú einblínum við á styrkleika okkar og byggjum á reynslu og þekkingu starfsmanna í næstu skrefum.“ Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Tugir misstu vinnuna í bið eftir svörum Forstjóri Odda gagnrýnir Samkeppniseftirlitið fyrir að bregðast seint við erindum vegna íþyngjandi skilyrða. Biðu í eitt og hálft ár eftir svari. Rekstri Plastprents og Kassagerðarinnar hætt í byrjun árs og 86 manns sagt upp. 15. júní 2018 06:00 Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27 Mest lesið Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira
Prentsmiðjan Oddi hefur selt allan vélbúnaðinn í verksmiðjum Plastprents og Kassagerðarinnar úr landi. Kaupendur eru prentsmiðjur í Bandaríkjunum og Afríku. Oddi sagði upp 86 starfsmönnum í byrjun árs vegna umfangsmikilla breytinga á rekstrinum. Versnandi samkeppnisstaða þvingaði fyrirtækið til að leggja niður framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum en fyrirtækið mun þess í stað einbeita sér að innflutningi og sölu á þessum vörum. „Þetta er gríðarlegur vélbúnaður, stærsta vélin uppsett er 300 metrar að lengd,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda, í samtali við Markaðinn og bætir við að vélarnar hafi verið komnar til ára sinna. „Eins og með bíla er virði eldri vélbúnaðar aldrei nema brotabrot af því sem nýjasta módelið kostar.“ Verksmiðja Kassagerðar Reykjavíkur komst í eigu Odda við samruna fyrirtækjanna haustið 2008 en ekki hefur verið ákveðið hvernig henni verður ráðstafað. Verksmiðja Plastprents er hins vegar á leigusamningi. Oddi var rekinn með 420 milljóna króna tapi á síðasta ári en Kristján segir að fyrirtækið sé nú á síðustu stigum endurskipulagningarinnar. „Þetta voru erfið en nauðsynleg skref í átt að því að reisa Odda við. Nú einblínum við á styrkleika okkar og byggjum á reynslu og þekkingu starfsmanna í næstu skrefum.“
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Tugir misstu vinnuna í bið eftir svörum Forstjóri Odda gagnrýnir Samkeppniseftirlitið fyrir að bregðast seint við erindum vegna íþyngjandi skilyrða. Biðu í eitt og hálft ár eftir svari. Rekstri Plastprents og Kassagerðarinnar hætt í byrjun árs og 86 manns sagt upp. 15. júní 2018 06:00 Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27 Mest lesið Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira
Tugir misstu vinnuna í bið eftir svörum Forstjóri Odda gagnrýnir Samkeppniseftirlitið fyrir að bregðast seint við erindum vegna íþyngjandi skilyrða. Biðu í eitt og hálft ár eftir svari. Rekstri Plastprents og Kassagerðarinnar hætt í byrjun árs og 86 manns sagt upp. 15. júní 2018 06:00
Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27