Bæði gömul og ný stór sakamál leidd til lykta með dómi á komandi misserum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. ágúst 2018 05:00 Í Hæstarétti verða tvö þekkt og afar umdeild manndrápsmál til umfjöllunar í vetur. Annars vegar Guðmundar- og Geirfinnsmál og hins vegar hið svokallaða "shaken baby“ mál Sigurðar Guðmundssonar. vísir/stefán Allmörg sakamál sem vakið hafa mikla athygli bíða úrlausnar dómstólanna í vetur. Aðalmeðferð verður í næstu viku í Héraðsdómi Suðurlands í máli Vals Lýðssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana á bænum Gýgjarhóli 2 í Árnessýslu. Nokkur manndrápsmál bíða einnig meðferðar í Landsrétti. Mál Thomasar Møller Olsen verður tekið fyrir síðar í haust og meðal þess sem ætla má að tekist verði á um eru akstursleiðir þær sem Thomas ók morguninn örlagaríka en í matsgerð sem dómkvaddur haffræðingur skilaði nýlega segir að líkami Birnu Brjánsdóttur hafi verið settur í sjó mun lengra frá þeim stað sem lögregla hafði áður talið. Tvö önnur manndrápsmál bíða úrlausnar Landsréttar. Annars vegar mál Dags Hoe Sigurjónssonar sem fékk 17 ára dóm í vor fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli í desember í fyrra. Hins vegar mál Khaled Cairo sem fékk 16 ár fyrir morðið á Sanitu Brauna á Hagamel í september. Fyrir héraðsdómi hafði verjandi hans krafist sýknu í málinu á þeim grundvelli að Cairo væri ósakhæfur. Í Hæstarétti verða tvö þekkt og afar umdeild manndrápsmál til umfjöllunar í vetur. Annars vegar Guðmundar- og Geirfinnsmál sem verða endurupptekin eftir áratuga baráttu dómþola og aðstandenda þeirra. Hins vegar hið svokallaða „shaken baby“ mál Sigurðar Guðmundssonar en búast má við að það verði sett á dagskrá Hæstaréttar á haustmisseri. Af öðrum málum sem vakið hafa mikla athygli má nefna mál Sindra Þórs Stefánssonar sem skaut upp á stjörnuhimininn eftir strok af Sogni sem dró vandræðalegan dilk á eftir sér fyrir lögregluyfirvöld. Ekki liggur enn fyrir hvenær mál Sindra verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness en ákæra hefur verið gefin út á hendur honum fyrir þjófnað á 600 tölvum sem enn hafa þó hvergi fundist. Einnig má nefna mál Sveins Gests Tryggvasonar sem bíður meðferðar í Landsrétti. Sveinn Gestur fékk sex ára dóm fyrir alvarlega líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Aspar í Mosfellsdal í fyrra. Málið vakti mikla athygli í fyrra vegna æsingsóráðsheilkennis sem talið er hafa átt þátt í dauða Arnars. Sveinn Gestur sat í gæsluvarðhaldi í heilt ár vegna málsins. Afplánun hans öðrum refsidómi dómi lýkur 12. september næstkomandi og verður hann þá frjáls ferða sinna, nema hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald að nýju þar til dómur fellur í Landsrétti. Landsréttar bíða einnig nokkur stór kynferðisbrotamál sem dæmt var í í héraði fyrr á árinu. Má þar nefna mál Þorsteins Halldórssonar sem fékk sjö ára fangelsi í héraði fyrir alvarleg og ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum pilti. Þá hefur sýknudómi í máli stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem ákærður var fyrir gróf kynferðisbrot einnig verið áfrýjað til Landsréttar. Uppfært og leiðrétt 24. ágúst en í fyrri útgáfu sagði að Sveinn Gestur Tryggvason gengi laus. Það er ekki rétt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Allmörg sakamál sem vakið hafa mikla athygli bíða úrlausnar dómstólanna í vetur. Aðalmeðferð verður í næstu viku í Héraðsdómi Suðurlands í máli Vals Lýðssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana á bænum Gýgjarhóli 2 í Árnessýslu. Nokkur manndrápsmál bíða einnig meðferðar í Landsrétti. Mál Thomasar Møller Olsen verður tekið fyrir síðar í haust og meðal þess sem ætla má að tekist verði á um eru akstursleiðir þær sem Thomas ók morguninn örlagaríka en í matsgerð sem dómkvaddur haffræðingur skilaði nýlega segir að líkami Birnu Brjánsdóttur hafi verið settur í sjó mun lengra frá þeim stað sem lögregla hafði áður talið. Tvö önnur manndrápsmál bíða úrlausnar Landsréttar. Annars vegar mál Dags Hoe Sigurjónssonar sem fékk 17 ára dóm í vor fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli í desember í fyrra. Hins vegar mál Khaled Cairo sem fékk 16 ár fyrir morðið á Sanitu Brauna á Hagamel í september. Fyrir héraðsdómi hafði verjandi hans krafist sýknu í málinu á þeim grundvelli að Cairo væri ósakhæfur. Í Hæstarétti verða tvö þekkt og afar umdeild manndrápsmál til umfjöllunar í vetur. Annars vegar Guðmundar- og Geirfinnsmál sem verða endurupptekin eftir áratuga baráttu dómþola og aðstandenda þeirra. Hins vegar hið svokallaða „shaken baby“ mál Sigurðar Guðmundssonar en búast má við að það verði sett á dagskrá Hæstaréttar á haustmisseri. Af öðrum málum sem vakið hafa mikla athygli má nefna mál Sindra Þórs Stefánssonar sem skaut upp á stjörnuhimininn eftir strok af Sogni sem dró vandræðalegan dilk á eftir sér fyrir lögregluyfirvöld. Ekki liggur enn fyrir hvenær mál Sindra verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness en ákæra hefur verið gefin út á hendur honum fyrir þjófnað á 600 tölvum sem enn hafa þó hvergi fundist. Einnig má nefna mál Sveins Gests Tryggvasonar sem bíður meðferðar í Landsrétti. Sveinn Gestur fékk sex ára dóm fyrir alvarlega líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Aspar í Mosfellsdal í fyrra. Málið vakti mikla athygli í fyrra vegna æsingsóráðsheilkennis sem talið er hafa átt þátt í dauða Arnars. Sveinn Gestur sat í gæsluvarðhaldi í heilt ár vegna málsins. Afplánun hans öðrum refsidómi dómi lýkur 12. september næstkomandi og verður hann þá frjáls ferða sinna, nema hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald að nýju þar til dómur fellur í Landsrétti. Landsréttar bíða einnig nokkur stór kynferðisbrotamál sem dæmt var í í héraði fyrr á árinu. Má þar nefna mál Þorsteins Halldórssonar sem fékk sjö ára fangelsi í héraði fyrir alvarleg og ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum pilti. Þá hefur sýknudómi í máli stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem ákærður var fyrir gróf kynferðisbrot einnig verið áfrýjað til Landsréttar. Uppfært og leiðrétt 24. ágúst en í fyrri útgáfu sagði að Sveinn Gestur Tryggvason gengi laus. Það er ekki rétt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira