Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 10:17 Staða Turnbull forsætisráðherra er talin hafa veikst eftir að hann lúffaði fyrir andófsmönnum í eigin flokki í orkumálum. Vísir/EPA Orkufrumvarp Malcolms Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, sem hefði meðal annars falið í sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, verður ekki lagt fyrir ástralska þingið. Ástæðan er andstaða í Íhaldsflokki Turnbull sem hefur nauman meirihluta á þingi. Áætlun Turnbull í orkumálum hefði falið í sér að losun Ástrala yrði 26% minni árið 2030 en hún var árið 2005. New York Times segir að þau markmið hafi ekki verið sérlega metnaðarfull. Til samanburðar hefur Evrópusambandið einsett sér að draga úr losun um 40% frá því sem hún var árið 1990. Ekki reyndist hins vegar einhugur innan flokks Turnbull um loftslagsmarkmiðin. Sumir þingmenn eru taldir hafa verið tilbúnir til þess að sprengja stjórnina vegna þeirra. Turnbull ákvað því að falla frá þeim. „Í stjórnmálum verður maður að einbeita sér að því sem maður getur náð fram,“ hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir forsætisráðherranum. Þrátt fyrir það segir BBC að Ástralía muni ná markmiðum sínum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni sem landið skuldbatt sig til með Parísarsamkomulaginu.Sökuð um að vera sama um loftslagsaðgerðir Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar eru hins vegar ekki ánægðir og telja að áströlsk stjórnvöld geri ekki nóg til að berjast gegn loftslagsbreytingum sem hafa meðal annars valdið þurrkum og fölnun Kóralrifsins mikla. „Það eina sem þetta gerir er að staðfesta aftur að þau hafa engan áhuga á að gera neitt í loftslagsbreytingum eða Kóralrifinu mikla í rauninni,“ segir Jon Brodie, sérfræðingur í kóralrifjum hjá James Cook-háskóla. BBC segir að pólitísk framtíð Turnbull gæti verið í hættu. Skoðanakannanir benda til þess að ríkisstjórn hans félli í kosningum og rætt er um uppreisn gegn honum í Íhaldsflokknum. Uppgjöf hans í orkumálum er talin hafa veikt stöðu hans. Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Skógareldar í Ástralíu færast nærri íbúðasvæðum 2500 hektarar af landi hafa nú þegar orðið eldsvoðanum að bráð frá því hann braust út snemma á laugardag og hefur eldurinn færst nærri íbúðasvæðum í suðurjaðri Sydney. 15. apríl 2018 09:43 Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Orkufrumvarp Malcolms Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, sem hefði meðal annars falið í sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, verður ekki lagt fyrir ástralska þingið. Ástæðan er andstaða í Íhaldsflokki Turnbull sem hefur nauman meirihluta á þingi. Áætlun Turnbull í orkumálum hefði falið í sér að losun Ástrala yrði 26% minni árið 2030 en hún var árið 2005. New York Times segir að þau markmið hafi ekki verið sérlega metnaðarfull. Til samanburðar hefur Evrópusambandið einsett sér að draga úr losun um 40% frá því sem hún var árið 1990. Ekki reyndist hins vegar einhugur innan flokks Turnbull um loftslagsmarkmiðin. Sumir þingmenn eru taldir hafa verið tilbúnir til þess að sprengja stjórnina vegna þeirra. Turnbull ákvað því að falla frá þeim. „Í stjórnmálum verður maður að einbeita sér að því sem maður getur náð fram,“ hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir forsætisráðherranum. Þrátt fyrir það segir BBC að Ástralía muni ná markmiðum sínum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni sem landið skuldbatt sig til með Parísarsamkomulaginu.Sökuð um að vera sama um loftslagsaðgerðir Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar eru hins vegar ekki ánægðir og telja að áströlsk stjórnvöld geri ekki nóg til að berjast gegn loftslagsbreytingum sem hafa meðal annars valdið þurrkum og fölnun Kóralrifsins mikla. „Það eina sem þetta gerir er að staðfesta aftur að þau hafa engan áhuga á að gera neitt í loftslagsbreytingum eða Kóralrifinu mikla í rauninni,“ segir Jon Brodie, sérfræðingur í kóralrifjum hjá James Cook-háskóla. BBC segir að pólitísk framtíð Turnbull gæti verið í hættu. Skoðanakannanir benda til þess að ríkisstjórn hans félli í kosningum og rætt er um uppreisn gegn honum í Íhaldsflokknum. Uppgjöf hans í orkumálum er talin hafa veikt stöðu hans.
Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Skógareldar í Ástralíu færast nærri íbúðasvæðum 2500 hektarar af landi hafa nú þegar orðið eldsvoðanum að bráð frá því hann braust út snemma á laugardag og hefur eldurinn færst nærri íbúðasvæðum í suðurjaðri Sydney. 15. apríl 2018 09:43 Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Skógareldar í Ástralíu færast nærri íbúðasvæðum 2500 hektarar af landi hafa nú þegar orðið eldsvoðanum að bráð frá því hann braust út snemma á laugardag og hefur eldurinn færst nærri íbúðasvæðum í suðurjaðri Sydney. 15. apríl 2018 09:43
Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00