Boðskort hækkaði hlutabréf í Apple Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 07:15 Búist er við að nýir snjallsímar Apple verði kynntir til leiks þann 12. september næstkomandi. vísir/getty Hlutabréfaverð í Apple nái nýjum hæðum í gærkvöldi eftir að fyrirtækið sendi frá sér kort þar sem velvöldum einstaklingum var boðið til viðburðar í höfuðstöðvum Apple í Cupertino í Sílíkondalnum. Talið er að fyrirtækið muni nýta tækifærið og kynna nýjar útgáfur af iPhone-símum. Háværir orðrómar hafa verið uppi um að Apple hyggist kynna til leiks þrjá nýja snjallsíma á þessu ári. Búist er við að ein útgáfan verði með 6,5 tommu skjá sem yrði þá stærsti iPhone-síminn sem Apple hefur framleitt frá því að síminn var fyrst kynntur til leiks árið 2007. Þá er talið að skjár símans verði „sparneytnari“ en skjárinn á iPhone X og ætti rafhlaða símans því að endast betur. Þá er einnig von á uppfærslu á iPhone X símanum þar sem áhersla verður lögð á hraða sem og betri gæði myndavélarinnar. Athygli vekur að einnig er von á ódýrari útgáfu af iPhone X sem á að koma í stað iPhone 8.Sjá einnig: Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhoneFyrrnefnt boðskort var gyllt og telja spekúlantar það til marks um að hægt verði að fá nýja símann í sambærilegum lit.The Guardian reifar einnig orðróma þess efnis að snjallúr fyrirtækisins, Apple Watch, gæti átt von á uppfærslu. Hún muni ekki síst felast í tölvert stærri skjá en á síðustu útgáfu. Öllum þessum orðrómum verður þó formlega svarað á viðburðinum sem Apple hefur boðað til, sem haldinn verður þann 12. september næstkomandi. Apple Tækni Tengdar fréttir Apple orðið billjón dala virði Apple er rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands 2017, gróflega reiknað. 2. ágúst 2018 16:38 Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhone Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita. 28. ágúst 2018 10:36 Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Hlutabréfaverð í Apple nái nýjum hæðum í gærkvöldi eftir að fyrirtækið sendi frá sér kort þar sem velvöldum einstaklingum var boðið til viðburðar í höfuðstöðvum Apple í Cupertino í Sílíkondalnum. Talið er að fyrirtækið muni nýta tækifærið og kynna nýjar útgáfur af iPhone-símum. Háværir orðrómar hafa verið uppi um að Apple hyggist kynna til leiks þrjá nýja snjallsíma á þessu ári. Búist er við að ein útgáfan verði með 6,5 tommu skjá sem yrði þá stærsti iPhone-síminn sem Apple hefur framleitt frá því að síminn var fyrst kynntur til leiks árið 2007. Þá er talið að skjár símans verði „sparneytnari“ en skjárinn á iPhone X og ætti rafhlaða símans því að endast betur. Þá er einnig von á uppfærslu á iPhone X símanum þar sem áhersla verður lögð á hraða sem og betri gæði myndavélarinnar. Athygli vekur að einnig er von á ódýrari útgáfu af iPhone X sem á að koma í stað iPhone 8.Sjá einnig: Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhoneFyrrnefnt boðskort var gyllt og telja spekúlantar það til marks um að hægt verði að fá nýja símann í sambærilegum lit.The Guardian reifar einnig orðróma þess efnis að snjallúr fyrirtækisins, Apple Watch, gæti átt von á uppfærslu. Hún muni ekki síst felast í tölvert stærri skjá en á síðustu útgáfu. Öllum þessum orðrómum verður þó formlega svarað á viðburðinum sem Apple hefur boðað til, sem haldinn verður þann 12. september næstkomandi.
Apple Tækni Tengdar fréttir Apple orðið billjón dala virði Apple er rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands 2017, gróflega reiknað. 2. ágúst 2018 16:38 Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhone Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita. 28. ágúst 2018 10:36 Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Apple orðið billjón dala virði Apple er rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands 2017, gróflega reiknað. 2. ágúst 2018 16:38
Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhone Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita. 28. ágúst 2018 10:36
Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58