Bændur hyggja á fleiri útboð um raforkukaup Sveinn Arnarsson skrifar 31. ágúst 2018 06:00 Bændur í Eyjafirði náðu lægra raforkuverði í útboði. Fréttablaðið/Auðunn Sameiginlegt útboð raforkukaupa um 70 bænda í Eyjafirði hefur skilað því að rafmagnsreikningur þeirra mun lækka um 15 til 20 prósent. Framkvæmdastjóri Orkusölunnar, sem bauð lægst í raforkuna, segir bændur hafa fengið hagstætt tilboð vegna fjölda þeirra sem ætla að kaupa orkuna. Forsaga útboðsins er að Búnaðarsamband Eyjafjarðar safnaði saman um 70 bændum í Eyjafirði sem voru tilbúnir til að láta bjóða í raforkukaup. Seljendur rafmagns buðu margir hverjir í og var Orkusalan með lægsta tilboðið. Verið er að ganga frá samningum og vildi Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambandsins, ekki ræða málið að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lækkar þetta hins vegar rafmagnsreikning bænda um 15 prósent að meðaltali. Langflestir þessara bænda voru fyrir hjá Orkusölunni.Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.„Það er hörkusamkeppni á raforkumarkaði og við erum ánægðir með að vera með lægsta tilboðið,“ segir Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar. „Þar sem 70 bændur sameinuðust um þetta tilboð þá getum við boðið gott verð.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, fagnar því að bændur hafi fengið lækkun á raforkuverði en bændur hafa um árabil sagt raforkuverð til sín vera nokkuð hátt. „Það er fagnaðarefni að bændur hafi tekið sig saman og látið bjóða í raforkukaup. Enn fremur er ánægjulegt að sjá að hægt sé að lækka raforkukostnaðinn með þessum hætti. Sé það raunin að verðið lækki vegna þess að fleiri einstaklingar komi sér saman um útboð er einboðið að Bændasamtökin skoði það alvarlega að safna saman félagsmönnum samtakanna og láti bjóða í raforkukaup félaga sinna,“ segir Sindri. Orkusalan er einkahlutafélag í eigu hins opinbera sem dótturfélag Rarik. Orkusalan skilaði um milljarði króna í hagnað á síðasta ári og greiddi arð til eigenda sinna sem nemur fjórðungi hagnaðar, eða um 250 milljónum króna. Fyrirtækið á fimm vatnsaflsvirkjanir og sú sjötta, Hólmsárvirkjun, er í burðarliðnum. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Orkumál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sameiginlegt útboð raforkukaupa um 70 bænda í Eyjafirði hefur skilað því að rafmagnsreikningur þeirra mun lækka um 15 til 20 prósent. Framkvæmdastjóri Orkusölunnar, sem bauð lægst í raforkuna, segir bændur hafa fengið hagstætt tilboð vegna fjölda þeirra sem ætla að kaupa orkuna. Forsaga útboðsins er að Búnaðarsamband Eyjafjarðar safnaði saman um 70 bændum í Eyjafirði sem voru tilbúnir til að láta bjóða í raforkukaup. Seljendur rafmagns buðu margir hverjir í og var Orkusalan með lægsta tilboðið. Verið er að ganga frá samningum og vildi Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambandsins, ekki ræða málið að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lækkar þetta hins vegar rafmagnsreikning bænda um 15 prósent að meðaltali. Langflestir þessara bænda voru fyrir hjá Orkusölunni.Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.„Það er hörkusamkeppni á raforkumarkaði og við erum ánægðir með að vera með lægsta tilboðið,“ segir Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar. „Þar sem 70 bændur sameinuðust um þetta tilboð þá getum við boðið gott verð.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, fagnar því að bændur hafi fengið lækkun á raforkuverði en bændur hafa um árabil sagt raforkuverð til sín vera nokkuð hátt. „Það er fagnaðarefni að bændur hafi tekið sig saman og látið bjóða í raforkukaup. Enn fremur er ánægjulegt að sjá að hægt sé að lækka raforkukostnaðinn með þessum hætti. Sé það raunin að verðið lækki vegna þess að fleiri einstaklingar komi sér saman um útboð er einboðið að Bændasamtökin skoði það alvarlega að safna saman félagsmönnum samtakanna og láti bjóða í raforkukaup félaga sinna,“ segir Sindri. Orkusalan er einkahlutafélag í eigu hins opinbera sem dótturfélag Rarik. Orkusalan skilaði um milljarði króna í hagnað á síðasta ári og greiddi arð til eigenda sinna sem nemur fjórðungi hagnaðar, eða um 250 milljónum króna. Fyrirtækið á fimm vatnsaflsvirkjanir og sú sjötta, Hólmsárvirkjun, er í burðarliðnum.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Orkumál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira