Ekki frost í kortunum næstu vikuna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2018 18:45 Veðurstofan hvetur eigendur trampólína og garðhúsgagna til þess að huga að þessum hlutum í kvöld en kröpp lægð gengur yfir vestan, suðvestan og sunnanvert landið í kvöld og nótt. Verstu hviðurnar farið yfir þrjátíu og fimm metra á sekúndu á miðhálendinu. Veðurstofan sendi frá sé gula viðvörun vegna lægðarinnar sem nú þegar hefur gengið inn á sunnan og vestanvert landið. Hviður geta hæglega farið yfir 30 m/s við fjöll og nálægt 40 m/s á norðanverðu hálendinu. Margir hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með veðurfarið, sérstaklega á suðuvestur horninu í sumar en nú eru líkur á að það eigi ekkert eftir að skána því haustlægðirnar eru farnar að stilla sé upp. Er sumarið búið? „Það er nú full mikið að segja að sumarið sé búið, við erum samt að renna inn í september og haustið að koma. Lægðirnar sem eru að koma núna eru dýpri,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Viðvörunin nú miðaði að því að fólk mynd líta í nær umhverfi sitt og gera viðeigandi ráðstafanir með trampólín og garðhúsgögn sem geta tekist á loft. „Við skulum bara tryggja að þetta komi okkur ekki alltaf í opna skjöldu og eins og ég sagði ganga frá hlutunum og tryggja að við verðum ekki fyrir tjóni,“ segir Theodór. Theodór segir að lægðin nú verði hvað verst yfir Faxaflóa og á norðanverðu Snæfellsnesi. Hann bætir við að einnig þurfi að líta til miðhálendisins á þessum tíma árs. „Svo erum við með ferðamenn sem eru staddir á vegunum og einnig uppi á hálendinu og það getur verið hvasst uppi á hálendinu, 30 til 40 m/s. og þar er fólk jafnvel statt í tjöldum þannig að það þarf að ná til þessa fólksm," segir Theodór. Lægðin sem nú gengur yfir er sú fyrsta í röð nokkurra sem eru væntanlegar næstu vikuna hér sunnan og vestan lands en bjartviðri verður fyrir norðan og austan.Er mikil úrkoma sem að fylgir þessu? „Já það er dálítið magn í þessum skilum sem að eru að koma í kvöld. Það reyndar gengur hratt yfir og svo erum við með skúraleiðingar sem að geta skilað einhverju í mælanna á morgun og laugardaginn og svo bætist alltaf við þegar fleiri lægðir og fleiri skil koma upp að landi,“ segir Theodór.Er eitthvað frost í kortunum? „Nei það er ekki að sjá neina grimma norðan átt í þessu næstu daga,“ segir Tehodór. Tengdar fréttir Biðja fólk um að tryggja lausamuni vegna hressilegs hvassviðris Ekki ráðlagt að vera á ferð eftirvagna á borð við hjólhýsi. 30. ágúst 2018 14:54 Hraustlegt hvassviðri í kvöld Veðurstofan varar við töluverðu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi síðar í dag. 30. ágúst 2018 06:51 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Veðurstofan hvetur eigendur trampólína og garðhúsgagna til þess að huga að þessum hlutum í kvöld en kröpp lægð gengur yfir vestan, suðvestan og sunnanvert landið í kvöld og nótt. Verstu hviðurnar farið yfir þrjátíu og fimm metra á sekúndu á miðhálendinu. Veðurstofan sendi frá sé gula viðvörun vegna lægðarinnar sem nú þegar hefur gengið inn á sunnan og vestanvert landið. Hviður geta hæglega farið yfir 30 m/s við fjöll og nálægt 40 m/s á norðanverðu hálendinu. Margir hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með veðurfarið, sérstaklega á suðuvestur horninu í sumar en nú eru líkur á að það eigi ekkert eftir að skána því haustlægðirnar eru farnar að stilla sé upp. Er sumarið búið? „Það er nú full mikið að segja að sumarið sé búið, við erum samt að renna inn í september og haustið að koma. Lægðirnar sem eru að koma núna eru dýpri,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Viðvörunin nú miðaði að því að fólk mynd líta í nær umhverfi sitt og gera viðeigandi ráðstafanir með trampólín og garðhúsgögn sem geta tekist á loft. „Við skulum bara tryggja að þetta komi okkur ekki alltaf í opna skjöldu og eins og ég sagði ganga frá hlutunum og tryggja að við verðum ekki fyrir tjóni,“ segir Theodór. Theodór segir að lægðin nú verði hvað verst yfir Faxaflóa og á norðanverðu Snæfellsnesi. Hann bætir við að einnig þurfi að líta til miðhálendisins á þessum tíma árs. „Svo erum við með ferðamenn sem eru staddir á vegunum og einnig uppi á hálendinu og það getur verið hvasst uppi á hálendinu, 30 til 40 m/s. og þar er fólk jafnvel statt í tjöldum þannig að það þarf að ná til þessa fólksm," segir Theodór. Lægðin sem nú gengur yfir er sú fyrsta í röð nokkurra sem eru væntanlegar næstu vikuna hér sunnan og vestan lands en bjartviðri verður fyrir norðan og austan.Er mikil úrkoma sem að fylgir þessu? „Já það er dálítið magn í þessum skilum sem að eru að koma í kvöld. Það reyndar gengur hratt yfir og svo erum við með skúraleiðingar sem að geta skilað einhverju í mælanna á morgun og laugardaginn og svo bætist alltaf við þegar fleiri lægðir og fleiri skil koma upp að landi,“ segir Theodór.Er eitthvað frost í kortunum? „Nei það er ekki að sjá neina grimma norðan átt í þessu næstu daga,“ segir Tehodór.
Tengdar fréttir Biðja fólk um að tryggja lausamuni vegna hressilegs hvassviðris Ekki ráðlagt að vera á ferð eftirvagna á borð við hjólhýsi. 30. ágúst 2018 14:54 Hraustlegt hvassviðri í kvöld Veðurstofan varar við töluverðu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi síðar í dag. 30. ágúst 2018 06:51 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Biðja fólk um að tryggja lausamuni vegna hressilegs hvassviðris Ekki ráðlagt að vera á ferð eftirvagna á borð við hjólhýsi. 30. ágúst 2018 14:54
Hraustlegt hvassviðri í kvöld Veðurstofan varar við töluverðu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi síðar í dag. 30. ágúst 2018 06:51