Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2018 22:47 Stefan Löfven, formaður jafnaðarmannaflokksins, ávarpar stuðningsmenn sína. Vísir/EPA Stefan Löfven, formaður jafnaðarmannaflokksins, ávarpaði stuðningsmenn sína í kvöld þar sem hann sagði úrslit þingkosninganna í Svíþjóð vera dauða blokkapólitíkurinnar. Löfven er forsætisráðherra Svía en flokkur hans er með 28,4 prósenta fylgi eftir kosningarnar og tapaði um 2,8 prósenta fylgi. Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Modertana, kallaði eftir afsögn Löfven fyrr í kvöld en forsætisráðherra varð ekki við því í ávarpi sínu. Löfven sagði þess í stað að nú þyrfti að leita leiða til að mynda ríkisstjórn sem næði yfir miðjuna. Í Svíþjóð hafa verið myndaðar hægri og vinstri blokkir þar sem jafnaðarmenn er stærstir á vinstri vængnum og Modertana stærstir á hægri. Enginn skýr meirihluti er í sjónmáli og því þurfi að leita yfir miðjuna að mati Löfven. Báðir flokkar hafa lýst sig andvíga því að vinna með Svíþjóðardemókrötunum sem bættu við sig miklu fylgi í kosningunum í ár, en þó ekki eins miklu og spáð var. Modertana flokkurinn er með 29.5 prósenta fylgi og Svíþjóðardemókratar 17,7 prósenta fylgi. Formaður Svíþjóðardemókrata, Jimmie Akesson, var sigri hrósandi þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína fyrr í kvöld. Hann sagði Svíþjóðardemókrata vera reiðubúna til viðræðna við alla flokka eftir kosninganna og taldi flokkinn sinn eiga eftir að hafa mikið um að segja hvaða stefnu Svíþjóð tekur á næstu vikum, mánuðum og árum. Svíþjóðardemókratar hafa lagst hart gegn innflytjendastefnu Svía og aðild þjóðarinnar í Evrópusambandinu. Löfven var harðorður í garð Svíþjóðardemókrata í ávarpi sínu. Hann sagði þá ekki færa neitt fram sem muni hjálpa sænska samfélaginu. „Þeir munu aðeins auka sundrung og hatur,“ sagði Löfven og bætti við að það væri á ábyrgð allra flokka að mynda stjórn án Svíþjóðardemókrata. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Stefan Löfven, formaður jafnaðarmannaflokksins, ávarpaði stuðningsmenn sína í kvöld þar sem hann sagði úrslit þingkosninganna í Svíþjóð vera dauða blokkapólitíkurinnar. Löfven er forsætisráðherra Svía en flokkur hans er með 28,4 prósenta fylgi eftir kosningarnar og tapaði um 2,8 prósenta fylgi. Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Modertana, kallaði eftir afsögn Löfven fyrr í kvöld en forsætisráðherra varð ekki við því í ávarpi sínu. Löfven sagði þess í stað að nú þyrfti að leita leiða til að mynda ríkisstjórn sem næði yfir miðjuna. Í Svíþjóð hafa verið myndaðar hægri og vinstri blokkir þar sem jafnaðarmenn er stærstir á vinstri vængnum og Modertana stærstir á hægri. Enginn skýr meirihluti er í sjónmáli og því þurfi að leita yfir miðjuna að mati Löfven. Báðir flokkar hafa lýst sig andvíga því að vinna með Svíþjóðardemókrötunum sem bættu við sig miklu fylgi í kosningunum í ár, en þó ekki eins miklu og spáð var. Modertana flokkurinn er með 29.5 prósenta fylgi og Svíþjóðardemókratar 17,7 prósenta fylgi. Formaður Svíþjóðardemókrata, Jimmie Akesson, var sigri hrósandi þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína fyrr í kvöld. Hann sagði Svíþjóðardemókrata vera reiðubúna til viðræðna við alla flokka eftir kosninganna og taldi flokkinn sinn eiga eftir að hafa mikið um að segja hvaða stefnu Svíþjóð tekur á næstu vikum, mánuðum og árum. Svíþjóðardemókratar hafa lagst hart gegn innflytjendastefnu Svía og aðild þjóðarinnar í Evrópusambandinu. Löfven var harðorður í garð Svíþjóðardemókrata í ávarpi sínu. Hann sagði þá ekki færa neitt fram sem muni hjálpa sænska samfélaginu. „Þeir munu aðeins auka sundrung og hatur,“ sagði Löfven og bætti við að það væri á ábyrgð allra flokka að mynda stjórn án Svíþjóðardemókrata.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00
Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49