Karlmaður sem kom til landsins 26. ágúst síðastliðinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Tollgæsla í Flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvaði manninn.
Maðurinn reyndist vera með níu hundruð grömm af kókaíni falið í skónum sínum. Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft málið til rannsóknar.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Tvö fíkniefnamál til viðbótar hafa komið upp í flugstöðinni á undanförnum dögum.
Í báðum tilvikum var um að ræða erlenda karlmenn sem reyndu að smygla kannabisefnum til landsins en voru tollgæslan stöðvaði þá. Annar var var 45 grömm af kannabis sem hann faldi í skónum sínum og hinn var með tæp tólf grömm af kannabis á sér.
Með 900 grömm af kókaíni á Keflavíkurflugvelli
Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
