Úkraína sigraði Slóvakíu, 1-0 í riðli 1 í B-deild Þjóðadeildarinnar í afar bragðdaufum leik.
Leikið var í Úkraínu fyrir luktum dyrum vegna banns sem stuðningsmenn Úkraínu er í vegna óláta.
Leikurinn var afar bragðdaufur og gerðist fátt, ef eitthvað markvert í fyrri hálfleik.
Í raun gerðist ekkert í leiknum fyrr rúmlega tíu mínútur voru eftir til leiksloka.
Þá féll Viktor Tsyhankov í vítateig Slóvakíu og vítaspyrna dæmd.
Á vítapunktinn steig Andriy Yarmolenko og skoraði hann úr spyrnunni.
Mark Yarmolenko reyndist vera eina mark leiksins og Úkraína náði því stigin þrjú.
Úkraína er komið í virkilega góða stöðu í riðlinum eftir að hafa unnið bæði Tékkland og Slóvakíu.
