Lögreglan á Akureyri greip hústökufólk glóðvolgt í gærkvöldi, eftir ábendingar frá nágrönnum.
Parið hafði komið sér fyrir í tómri íbúð og meðal annars dregið sér dýnur og ýmislegt smálegt í búið og undi sér vel, þar til lögregla skarst í leikinn.
Við athugun kom í ljós að fólkið hafði ekki brotist inn, heldur hafði það einhvernveginn komist yfir lykla að íbúðinni. Það var látið laust að lokinni skýrslutöku.
