Danska knattspyrnusambandið hefur komist að tímabundnu samkomulagi við leikmannasambandið þar í landi og munu A-landsliðsmennirnir snúa aftur í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Wales í Þjóðadeildinni.
Danir tefldu fram liði í vináttulandsleik í gærkvöldi sem innihélt futsal-leikmenn og leikmenn í neðstu deildum Danmerkur þar sem A-landsliðsmennirnir og allir leikmenn í efstu tveimur deildunum neituðu að spila. Ástæðan var ósætti í samningi vegna ímyndarréttar þeirra og launa vegna vinnu á vegum sambandsins í auglýsingum og fleiru þess háttar.
Samkomulagið sem er nú komið á gildir til 30. september og munu samningaviðræður um lengri samning halda áfram á mánudag.
„Það er gott fyrir danskan fótbolta og landsliðið að við getum spilað þennan mikilvæga leik í Þjóðadeildinni með okkar bestu menn,“ sagði formaður DBU í tilkynninguu sambandsins.
Leikur Danmerkur og Wales fer fram á sunnudaginn.
Danir búnir að semja og stilla upp sínu besta liði gegn Wales
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn


Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn



„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti


