Akureyri handboltafélag greindi frá komu Valþórs Atla í kvöld. Hann hefur spilað 45 leiki fyrir Akureyri í efstu deild og var í lykilhlutverki í liðinu tímabilið 2013-14 í Olís deildinni.
Valþór er 27 ára gamall leikstjórnandi sem getur einnig leyst stöðu vinstri skyttu.
Hann hefur verið hjá ÍR síðustu tvö ár en var mikið meiddur á síðasta tímabili.
Akureyri er nýliði í Olís deildinni í vetur og byrjar á risa leik, grannaslag við KA á mánudaginn.
Heima er best! Vertu velkominn @ValthorAtli#AkureyriHandbolti#olisdeildinhttps://t.co/T8VQh1qSE7
— Akureyri Handboltafélag (@AkureyriH) September 5, 2018