Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2018 20:45 Svíþjóðardemókratar gætu ráðið úrslitum þegar kemur að því að samþykkja fjárlög á sænska þinginu eftir kosningarnar þar í landi, burtséð frá því hvort fylking borgaralegu flokkanna eða rauðgrænu flokkarnir verða stærstir. Þetta segir stjórnmálafræðingur við Lundarháskóla. Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna og heilbrigðis-, mennta-, loftslags- og innflytjendamál verið einna mest áberandi í kosningabaráttunni. Sænsk stjórnmál hafa lengi einkennst af blokkapólitík þar sem borgaralegu flokkarnir Moderaterna, Miðflokkurinn, Frjálslyndir og Kristilegir demókratar hafa starfað saman, en Jafnaðarmenn hafa á móti starfað með flokki Græningja og Vinstriflokknum. Svo eru það Svíþjóðardemókratar sem hinir flokkarnir hafa neitað að starfa með, fyrst og fremst vegna harðar stefnu flokksins í innflytjendamálum.Kristilegir demókratar á siglingu Aðspurð um sigurvegara kosningabaráttunnar nefnir Malena Rosén Sundström, lektor í stjórnmálafræði við Lundarháskóla, smáflokkana Kristilega demókrata og Græningja. Hafi þeir verið að bæta við sig fylgi síðustu vikurnar eftir að hafa lengi mælst með fylgi í könnunum sem myndi þýða að þeir dyttu af þingi. Hún segir að kosningabaráttan hafi hins vegar að mörgu leyti reynst Jafnaðarmönnum erfið. „Það liggur fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn er vanalega með um og yfir 30 prósent en eru nú en mælast nú með 25 prósent. Maður tekur eftir því hvað það er lágt,“ segir Rosén Sundström. Ljóst þykir að eftir kosningar muni annað hvort Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, áfram gegna embætti forsætisráðherra, eða þá Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna. Rauðgræna fylkingin hefur í könnunum verið að mælast með örlítið forskot á bandalag borgaralegu flokkanna, og þá hafa Svíþjóðardemókratar verið að mælst með í kringum 20 prósent.Minnihlutastjórn í kortunum Rosén Sundström segir allt vera í járnum og að ljóst sé að minnihlutastjórn verði áfram við völd eftir kosningar. „Eins og staðan er nú í sænskum stjórnmálum þá er það vandkvæðum háð að vera með minnihlutastjórn. Í gegnum tíðina höfum við oft verið með mininhlutastjórn og það hefur gengið mjög vel. Núna erum við hins vegar með þrjár blokkið í sænskum stjórnmálum með Svíþjóðardemókrata sem þriðju blokkina. Það sem getur gerst er að Svíþjóðardemókratar komi til með að gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að ná fjárlagafrumvarpi í gegnum þingið, sama hvor hinna blokkanna fær flest atkvæði í kosningunum.“ Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Svíþjóðardemókratar gætu ráðið úrslitum þegar kemur að því að samþykkja fjárlög á sænska þinginu eftir kosningarnar þar í landi, burtséð frá því hvort fylking borgaralegu flokkanna eða rauðgrænu flokkarnir verða stærstir. Þetta segir stjórnmálafræðingur við Lundarháskóla. Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna og heilbrigðis-, mennta-, loftslags- og innflytjendamál verið einna mest áberandi í kosningabaráttunni. Sænsk stjórnmál hafa lengi einkennst af blokkapólitík þar sem borgaralegu flokkarnir Moderaterna, Miðflokkurinn, Frjálslyndir og Kristilegir demókratar hafa starfað saman, en Jafnaðarmenn hafa á móti starfað með flokki Græningja og Vinstriflokknum. Svo eru það Svíþjóðardemókratar sem hinir flokkarnir hafa neitað að starfa með, fyrst og fremst vegna harðar stefnu flokksins í innflytjendamálum.Kristilegir demókratar á siglingu Aðspurð um sigurvegara kosningabaráttunnar nefnir Malena Rosén Sundström, lektor í stjórnmálafræði við Lundarháskóla, smáflokkana Kristilega demókrata og Græningja. Hafi þeir verið að bæta við sig fylgi síðustu vikurnar eftir að hafa lengi mælst með fylgi í könnunum sem myndi þýða að þeir dyttu af þingi. Hún segir að kosningabaráttan hafi hins vegar að mörgu leyti reynst Jafnaðarmönnum erfið. „Það liggur fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn er vanalega með um og yfir 30 prósent en eru nú en mælast nú með 25 prósent. Maður tekur eftir því hvað það er lágt,“ segir Rosén Sundström. Ljóst þykir að eftir kosningar muni annað hvort Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, áfram gegna embætti forsætisráðherra, eða þá Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna. Rauðgræna fylkingin hefur í könnunum verið að mælast með örlítið forskot á bandalag borgaralegu flokkanna, og þá hafa Svíþjóðardemókratar verið að mælst með í kringum 20 prósent.Minnihlutastjórn í kortunum Rosén Sundström segir allt vera í járnum og að ljóst sé að minnihlutastjórn verði áfram við völd eftir kosningar. „Eins og staðan er nú í sænskum stjórnmálum þá er það vandkvæðum háð að vera með minnihlutastjórn. Í gegnum tíðina höfum við oft verið með mininhlutastjórn og það hefur gengið mjög vel. Núna erum við hins vegar með þrjár blokkið í sænskum stjórnmálum með Svíþjóðardemókrata sem þriðju blokkina. Það sem getur gerst er að Svíþjóðardemókratar komi til með að gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að ná fjárlagafrumvarpi í gegnum þingið, sama hvor hinna blokkanna fær flest atkvæði í kosningunum.“
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30
Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00