Auðvelt að komast úr landi þrátt fyrir farbann en staðsetningarbúnaður of dýr Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 4. september 2018 12:25 Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Dæmi eru um að menn í farbanni hafi flúið land, jafnvel þó að þeir hafi verið sviptir vegabréfi. Dómarar geta farið fram á að viðkomandi gangi með staðsetningarbúnað eða leggi fram tryggingu en það er nánast aldrei gert. Í gær var greint frá máli rúmlega þrítugs manns frá Írak sem sætti rannsókn fyrir nauðgun hér á landi en lét sig hverfa áður en honum var birt ákæra. Maðurinn var í farbanni en saksóknari sagði í samtali við fréttastofu í gær að það væri ekki alltaf mikil fyrirstaða. Árið 2012 var maður frá Litháen úrskurðaður í farbann vegna fíkniefnamáls en flúði land. Þá sendi lögreglan á Selfossi frá sér yfirlýsingu um að farbann væri á engan hátt jafn öruggt úrræði og látið hafi verið að liggja. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, tekur undir þau orð. Þrátt fyrir að flugvallarstarfsmenn og aðrir eigi að vera meðvitaðir um mál sé þessi sé umferðin mikil og reynslan sýni að ekki sé erfitt að komast úr landi þó að farbann sé í gildi. Í minnst einu tilviki hafi menn flúið þrátt fyrir að hafa afhent lögreglu vegabréf sín. Ólafur Helgi segir að í raun séu það dómarar sem ákveði hvernig þessum málum skuli háttað. Gæsluvarðhald sé langöruggasta úrræðið en vegna mannúðarsjónarmiða sé ekki alltaf hægt að grípa til þess. Ólafur segir að sennilega sé það kostnaður sem ráði því að ekki séu fleiri látnir bera staðsetningarbúnað á ökkla á meðan þeir séu í farbanni. Hann viti aðeins um eitt slíkt tilvik, það er Sindri Þór Sindrason sem var látinn bera ökklaband þegar hann kom heim eftir flóttann til Hollands. Annað úrræði, sem færri vita að er í boði, er að láta menn greiða tryggingu þegar þeir eru úrskurðaðir í farbann. Það er svipað og bandaríska kerfið sem margir þekkja úr bíómyndum. Ef þú brýtur gegn farbanninu eru peningarnir gerðir upptækir. Heimild er fyrir slíku í íslenskum lögum en Ólafur Helgi segist ekki muna eftir því að hún hafi verið nýtt í málum sem hann hefur haft aðkomu að. Lögreglumál Tengdar fréttir Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi Rúmlega þrítugur Íraki, sem er eftirlýstur af Interpol vegna nauðgunar á Íslandi, slapp úr landi þrátt fyrir að hann hafi verið í farbanni. Mjög erfitt er að koma í veg fyrir að menn með einbeittan brotavilji komist framhjá farbanni með því að villa á sér heimildir að sögn saksóknara. 3. september 2018 13:47 Ferðamaður grunaður um nauðgun úrskurðaður í farbann Erlendur ferðamaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 22. október næstkomandi að kröfu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er grunaður um nauðgun og sat hann í gæsluvarðhaldi þangað til í gær en var sleppt úr haldi. 30. ágúst 2018 17:14 Sindri Þór áfram í farbanni Landsréttur hefur staðfest farbann yfir Sindra Þór Stefánssyni þar til dómur fellur í máli hans en þó ekki lengur en til 26. október. 30. ágúst 2018 14:56 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Dæmi eru um að menn í farbanni hafi flúið land, jafnvel þó að þeir hafi verið sviptir vegabréfi. Dómarar geta farið fram á að viðkomandi gangi með staðsetningarbúnað eða leggi fram tryggingu en það er nánast aldrei gert. Í gær var greint frá máli rúmlega þrítugs manns frá Írak sem sætti rannsókn fyrir nauðgun hér á landi en lét sig hverfa áður en honum var birt ákæra. Maðurinn var í farbanni en saksóknari sagði í samtali við fréttastofu í gær að það væri ekki alltaf mikil fyrirstaða. Árið 2012 var maður frá Litháen úrskurðaður í farbann vegna fíkniefnamáls en flúði land. Þá sendi lögreglan á Selfossi frá sér yfirlýsingu um að farbann væri á engan hátt jafn öruggt úrræði og látið hafi verið að liggja. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, tekur undir þau orð. Þrátt fyrir að flugvallarstarfsmenn og aðrir eigi að vera meðvitaðir um mál sé þessi sé umferðin mikil og reynslan sýni að ekki sé erfitt að komast úr landi þó að farbann sé í gildi. Í minnst einu tilviki hafi menn flúið þrátt fyrir að hafa afhent lögreglu vegabréf sín. Ólafur Helgi segir að í raun séu það dómarar sem ákveði hvernig þessum málum skuli háttað. Gæsluvarðhald sé langöruggasta úrræðið en vegna mannúðarsjónarmiða sé ekki alltaf hægt að grípa til þess. Ólafur segir að sennilega sé það kostnaður sem ráði því að ekki séu fleiri látnir bera staðsetningarbúnað á ökkla á meðan þeir séu í farbanni. Hann viti aðeins um eitt slíkt tilvik, það er Sindri Þór Sindrason sem var látinn bera ökklaband þegar hann kom heim eftir flóttann til Hollands. Annað úrræði, sem færri vita að er í boði, er að láta menn greiða tryggingu þegar þeir eru úrskurðaðir í farbann. Það er svipað og bandaríska kerfið sem margir þekkja úr bíómyndum. Ef þú brýtur gegn farbanninu eru peningarnir gerðir upptækir. Heimild er fyrir slíku í íslenskum lögum en Ólafur Helgi segist ekki muna eftir því að hún hafi verið nýtt í málum sem hann hefur haft aðkomu að.
Lögreglumál Tengdar fréttir Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi Rúmlega þrítugur Íraki, sem er eftirlýstur af Interpol vegna nauðgunar á Íslandi, slapp úr landi þrátt fyrir að hann hafi verið í farbanni. Mjög erfitt er að koma í veg fyrir að menn með einbeittan brotavilji komist framhjá farbanni með því að villa á sér heimildir að sögn saksóknara. 3. september 2018 13:47 Ferðamaður grunaður um nauðgun úrskurðaður í farbann Erlendur ferðamaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 22. október næstkomandi að kröfu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er grunaður um nauðgun og sat hann í gæsluvarðhaldi þangað til í gær en var sleppt úr haldi. 30. ágúst 2018 17:14 Sindri Þór áfram í farbanni Landsréttur hefur staðfest farbann yfir Sindra Þór Stefánssyni þar til dómur fellur í máli hans en þó ekki lengur en til 26. október. 30. ágúst 2018 14:56 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi Rúmlega þrítugur Íraki, sem er eftirlýstur af Interpol vegna nauðgunar á Íslandi, slapp úr landi þrátt fyrir að hann hafi verið í farbanni. Mjög erfitt er að koma í veg fyrir að menn með einbeittan brotavilji komist framhjá farbanni með því að villa á sér heimildir að sögn saksóknara. 3. september 2018 13:47
Ferðamaður grunaður um nauðgun úrskurðaður í farbann Erlendur ferðamaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 22. október næstkomandi að kröfu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er grunaður um nauðgun og sat hann í gæsluvarðhaldi þangað til í gær en var sleppt úr haldi. 30. ágúst 2018 17:14
Sindri Þór áfram í farbanni Landsréttur hefur staðfest farbann yfir Sindra Þór Stefánssyni þar til dómur fellur í máli hans en þó ekki lengur en til 26. október. 30. ágúst 2018 14:56