Kallar eftir aukinni gæslu í Þórsmörk Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. september 2018 18:45 Skálaverðir þurfa nær daglega að aðstoða ferðamenn sem festa bíla sína í jökulám á leiðinni í Þórsmörk. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir ferðamenn ekki átta sig á að bílar þeirra séu vanbúnir til þess að aka í ám þrátt fyrir að skilti segi annað. Hann kallar eftir auknu eftirliti á svæðinu. Varúðarmerkingar á leiðinni inn í Þórsmörk hafa verið til umfjöllunar eftir hörmulegt banaslys í Steinholtsá á föstudag þegar kona lést eftir að hún og maður hennar festu bílinn í ánni en hjónin yfirgáfu bílinn með þessum hörmulegu afleiðingum.Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði í samtal við fréttastofu um helgina að erfitt væri að ráða við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum. En hann segir leiðina inn í Þórsmörk merkta með skiltum um að vegirnir séu ekki fyrir hvaða bíl sem er og að þeir þurfi að vera fjórhjóladrifnir og af ákveðinni stærðargráðu. Eitthvað virðist þetta skolast til hjá einhverjum þeim ferðamönnum sem ætla sér í Þórsmörk því skálaverðir verða oft vitni af hrakförum ferðamannanna.Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags ÍslandsVísir/Baldur Hrafnkell Jónsson„Því miður er það allt of algengt og skálaverðir Ferðafélags Íslands inni í Langadal eru nánast daglega að aðstoða ferðamenn sem eru að festast á illa búnum bílum í Krossá eða Hvanndalsá, en einnig koma útköll neðar eins og úr Steinholtsá eða neðra vaðinu í Krossá,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Gríðarlegur straumur ferðamanna sækir Þórsmörk og í júlímánuði eru þar á annað þúsund manns á hverjum degi. „Þarna eru mikið bílar á ferðinni sem eru ekki búnir til þess að keyra yfir þessar ár og við þurfum að koma þeim skilaboðum til þeirra ökumanna,“ segir Páll. Páll segir að forvarnarstarfið verði að byrja mikið fyrr en einnig að bæta þurfi merkingar á leiðinni. „Í fyrsta lagi, ekki fara yfir þessar ár á þessum bílum og í öðru lagi að þá þarf almennar leiðbeiningar fyrir þá sem eru á rétt búnum bílum, því þeir lenda líka stundum í vandræðum. Það er hvernig eigi að keyra yfir ánna og síðan þegar þú ert kominn í þessar aðstæður hvað áttu að gera. Eins og til dæmis yfirleitt að ekki yfirgefa bílinn ef þú ert orðinn fastur,“ segir Páll. Páll kallar eftir aukinni gæslu í Þórsmörk. „Við höfum spurt okkur að því og við höfum kannski gjarnan viljað hafa hálendisgæsluna meira inni á Þórsmerkursvæðinu, að því að þarna er fólk stöðugt í vandræðum í ánum og það væri gott að hafa hálendisgæsluna meira inni í Þórsmörk,“ segir Páll. Tengdar fréttir Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58 Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30 „Við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum“ Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. 1. september 2018 19:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Skálaverðir þurfa nær daglega að aðstoða ferðamenn sem festa bíla sína í jökulám á leiðinni í Þórsmörk. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir ferðamenn ekki átta sig á að bílar þeirra séu vanbúnir til þess að aka í ám þrátt fyrir að skilti segi annað. Hann kallar eftir auknu eftirliti á svæðinu. Varúðarmerkingar á leiðinni inn í Þórsmörk hafa verið til umfjöllunar eftir hörmulegt banaslys í Steinholtsá á föstudag þegar kona lést eftir að hún og maður hennar festu bílinn í ánni en hjónin yfirgáfu bílinn með þessum hörmulegu afleiðingum.Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði í samtal við fréttastofu um helgina að erfitt væri að ráða við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum. En hann segir leiðina inn í Þórsmörk merkta með skiltum um að vegirnir séu ekki fyrir hvaða bíl sem er og að þeir þurfi að vera fjórhjóladrifnir og af ákveðinni stærðargráðu. Eitthvað virðist þetta skolast til hjá einhverjum þeim ferðamönnum sem ætla sér í Þórsmörk því skálaverðir verða oft vitni af hrakförum ferðamannanna.Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags ÍslandsVísir/Baldur Hrafnkell Jónsson„Því miður er það allt of algengt og skálaverðir Ferðafélags Íslands inni í Langadal eru nánast daglega að aðstoða ferðamenn sem eru að festast á illa búnum bílum í Krossá eða Hvanndalsá, en einnig koma útköll neðar eins og úr Steinholtsá eða neðra vaðinu í Krossá,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Gríðarlegur straumur ferðamanna sækir Þórsmörk og í júlímánuði eru þar á annað þúsund manns á hverjum degi. „Þarna eru mikið bílar á ferðinni sem eru ekki búnir til þess að keyra yfir þessar ár og við þurfum að koma þeim skilaboðum til þeirra ökumanna,“ segir Páll. Páll segir að forvarnarstarfið verði að byrja mikið fyrr en einnig að bæta þurfi merkingar á leiðinni. „Í fyrsta lagi, ekki fara yfir þessar ár á þessum bílum og í öðru lagi að þá þarf almennar leiðbeiningar fyrir þá sem eru á rétt búnum bílum, því þeir lenda líka stundum í vandræðum. Það er hvernig eigi að keyra yfir ánna og síðan þegar þú ert kominn í þessar aðstæður hvað áttu að gera. Eins og til dæmis yfirleitt að ekki yfirgefa bílinn ef þú ert orðinn fastur,“ segir Páll. Páll kallar eftir aukinni gæslu í Þórsmörk. „Við höfum spurt okkur að því og við höfum kannski gjarnan viljað hafa hálendisgæsluna meira inni á Þórsmerkursvæðinu, að því að þarna er fólk stöðugt í vandræðum í ánum og það væri gott að hafa hálendisgæsluna meira inni í Þórsmörk,“ segir Páll.
Tengdar fréttir Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58 Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30 „Við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum“ Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. 1. september 2018 19:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58
Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30
„Við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum“ Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. 1. september 2018 19:45