Draga breytingar á Skype til baka eftir megna óánægju Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. september 2018 14:25 Hér ber að líta nýtt viðmót Skype. Skype Tæknirisinn Microsoft hefur tilkynnt að fjöldi breytinga sem gerðar voru á samskiptaforritinu Skype verði afturkallaðar. Skype fékk algjöra yfirhalningu í júní í fyrra og augljóst þótti að með breytingunum vildi Microsoft að forritið yrði meira í líkingu við Snapchat. Notendaviðmótinu var umturnað og eiginleikum forritsins fjölgað. Breytingarnar fóru öfugt ofan í notendur Skype sem kvörtuðu sáran yfir því að grunnnotkun forritsins, eins og símhringingar og skilaboðasendingar, varð flóknari en áður. „Það var óþarfi að breyta einhverju sem var ekki bilað,“ eins og haft er eftir einum pirruðum notanda á vef breska ríkisútvarpsins. Reiði notendanna varð meðal annars til þess að einkunn forritsins í smáforritsveitum á borð við App Store og Google Play lækkaði mikið - fór úr 4 stjörnum að meðaltali niður í tæplega 2. Microsoft hefur nú ákveðið að bregðast við gagnrýninni og að sögn Peter Skillman, yfirhönnuðar Skype, verður forritið einfaldað og margar „Snapchat-legar“ breytingar dregnar til baka. Áherslan verði framvegis á símhringingar og skilaboð, sem hafa frá upphafi verið aðalsmerki Skype. Forritið leit dagsins ljós árið 2003 en Microsoft festi kaup á því árið 2011. Það hefur átt í vök að verjast eftir að fleiri samskiptaforrit, á borð við Facebook Messenger og WhatsApp, fóru að bjóða upp á sambærilega þjónustu og Skype. Samskiptaforrit eru gjörn á að herma eftir eiginleikum hvers annars. Sem dæmi má nefna að Instragram, Messenger og Skype hafa öll tekið upp „stories“-eiginleika, sem Snapchat kynnti fyrst til sögunnar.Hér að neðan má sjá myndband sem BBC tók saman um óánægju Skype-notenda. Tækni Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft hefur tilkynnt að fjöldi breytinga sem gerðar voru á samskiptaforritinu Skype verði afturkallaðar. Skype fékk algjöra yfirhalningu í júní í fyrra og augljóst þótti að með breytingunum vildi Microsoft að forritið yrði meira í líkingu við Snapchat. Notendaviðmótinu var umturnað og eiginleikum forritsins fjölgað. Breytingarnar fóru öfugt ofan í notendur Skype sem kvörtuðu sáran yfir því að grunnnotkun forritsins, eins og símhringingar og skilaboðasendingar, varð flóknari en áður. „Það var óþarfi að breyta einhverju sem var ekki bilað,“ eins og haft er eftir einum pirruðum notanda á vef breska ríkisútvarpsins. Reiði notendanna varð meðal annars til þess að einkunn forritsins í smáforritsveitum á borð við App Store og Google Play lækkaði mikið - fór úr 4 stjörnum að meðaltali niður í tæplega 2. Microsoft hefur nú ákveðið að bregðast við gagnrýninni og að sögn Peter Skillman, yfirhönnuðar Skype, verður forritið einfaldað og margar „Snapchat-legar“ breytingar dregnar til baka. Áherslan verði framvegis á símhringingar og skilaboð, sem hafa frá upphafi verið aðalsmerki Skype. Forritið leit dagsins ljós árið 2003 en Microsoft festi kaup á því árið 2011. Það hefur átt í vök að verjast eftir að fleiri samskiptaforrit, á borð við Facebook Messenger og WhatsApp, fóru að bjóða upp á sambærilega þjónustu og Skype. Samskiptaforrit eru gjörn á að herma eftir eiginleikum hvers annars. Sem dæmi má nefna að Instragram, Messenger og Skype hafa öll tekið upp „stories“-eiginleika, sem Snapchat kynnti fyrst til sögunnar.Hér að neðan má sjá myndband sem BBC tók saman um óánægju Skype-notenda.
Tækni Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira