Með hreint sakavottorð þrátt fyrir þunga dóma Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. september 2018 07:00 Frá Litla-Hrauni. Vísir/Heiða „Ég var að hugsa um að fara beina leið niður í Fangelsismálastofnun og krefjast þess að vera látinn laus eins og skot,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson og hlær. Það kom Guðmundi, sem hlotið hefur þunga fangelsisdóma í gegnum tíðina, vægast sagt á óvart þegar hann sótti sakavottorð sitt á dögunum að komast að því, sér til mikillar ánægju, að hann var af einhverjum ástæðum með hreina sakaskrá. Guðmundur hefur búið á áfangaheimilinu Vernd frá því í apríl eftir að hafa verið í fangelsi meira og minna í tæp 20 ár en hann hefur fengið 3 þunga fangelsisdóma frá aldamótum vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni. Hann á eftir að vera 11 mánuði á Vernd og mun í kjölfarið ljúka sinni afplánun í rafrænu eftirliti. Guðmundi brá því í brún þegar hann sótti sakavottorð á dögunum en í vottorðinu er ekki eitt einasta brot skráð, heldur stendur þar: „Ekkert brot.“ Guðmundur vakti athygli á þessu á Facebook í gærkvöldi og var að vonum ánægður með sína skjalfestu, hreinu fortíð. Samkvæmt reglum ríkissaksóknara um sakaskrár á að skrá dóma fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Fangelsisdóma skal ekki tilgreina ef liðin eru meira en fimm ár frá dómsuppkvaðningu eða frá þeim tíma sem dómþoli var látinn laus. Því ætti Guðmundur ekki að fá hreint sakavottorð fyrr en eftir 6 ár hið minnsta. Sá dómur sem Guðmundur situr inni fyrir nú var kveðinn upp í Danmörku. Samkvæmt reglum ríkissaksóknara um sakaskrá ber að skrá upplýsingar um dóma sem fallið hafa erlendis yfir íslenskum ríkisborgurum eða dóma sem fullnustaðir hér á landi. Aðspurður telur Guðmundur að það hljóti einhver mistök að hafa verið gerð. „Það breytir því ekki, þetta eintak fer upp á vegg,“ segir Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
„Ég var að hugsa um að fara beina leið niður í Fangelsismálastofnun og krefjast þess að vera látinn laus eins og skot,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson og hlær. Það kom Guðmundi, sem hlotið hefur þunga fangelsisdóma í gegnum tíðina, vægast sagt á óvart þegar hann sótti sakavottorð sitt á dögunum að komast að því, sér til mikillar ánægju, að hann var af einhverjum ástæðum með hreina sakaskrá. Guðmundur hefur búið á áfangaheimilinu Vernd frá því í apríl eftir að hafa verið í fangelsi meira og minna í tæp 20 ár en hann hefur fengið 3 þunga fangelsisdóma frá aldamótum vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni. Hann á eftir að vera 11 mánuði á Vernd og mun í kjölfarið ljúka sinni afplánun í rafrænu eftirliti. Guðmundi brá því í brún þegar hann sótti sakavottorð á dögunum en í vottorðinu er ekki eitt einasta brot skráð, heldur stendur þar: „Ekkert brot.“ Guðmundur vakti athygli á þessu á Facebook í gærkvöldi og var að vonum ánægður með sína skjalfestu, hreinu fortíð. Samkvæmt reglum ríkissaksóknara um sakaskrár á að skrá dóma fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Fangelsisdóma skal ekki tilgreina ef liðin eru meira en fimm ár frá dómsuppkvaðningu eða frá þeim tíma sem dómþoli var látinn laus. Því ætti Guðmundur ekki að fá hreint sakavottorð fyrr en eftir 6 ár hið minnsta. Sá dómur sem Guðmundur situr inni fyrir nú var kveðinn upp í Danmörku. Samkvæmt reglum ríkissaksóknara um sakaskrá ber að skrá upplýsingar um dóma sem fallið hafa erlendis yfir íslenskum ríkisborgurum eða dóma sem fullnustaðir hér á landi. Aðspurður telur Guðmundur að það hljóti einhver mistök að hafa verið gerð. „Það breytir því ekki, þetta eintak fer upp á vegg,“ segir Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira