Stirð samskipti við Evrópusambandið
Þingið var haldið vegna komandi þingkosninga í Póllandi sem fram fara 21. október.Flokkurinn sem hefur átt meirihluta í báðum deildum pólska þingsins á kjörtímabilinu hefur verið gagnrýninn á Evrópusambandið og hafa stefnur hans skarast á við stefnur ESB.
Hæst ber að nefna deilur ríkisstjórnarinnar í kjölfar endurskipulagningu hennar á pólska dómskerfinu.
Evrópudómstóllinn rannsakar nú aðgerðir PiS sem eru sagðar ógna sjálfstæði dómstóla. Ríkisstjórnin undir stjórn Mateusz Morawiecki neitar sök og hefur gefið til kynna að hún muni hunsa fyrirmæli Evrópudómstólsins.
Evrópusambandið mikilvægt lífsgæðum Pólverja
En þrátt fyrir stirð samskipti milli ESB og Póllands og orðróma um að Pólland muni, líkt og Bretar kusu að gera árið 2016, ganga úr ESB talaði Kaczynski vel um sambandi og sagði það mikilvægt Póllandi.„Pólverjar vilja vera í ESB því það er fljótlegasta leiðin til að auka lífsgæði í landinu. Markmið flokksins er að eftir um 15-20 muni Pólverjar segja að í Póllandi sé lífið eins og lífið í löndunum vestan megin við landamærin, að öllu leyti.“
PiS, sem er hægt að þýða sem Lög og Réttlæti, hefur verið stærsti flokkurinn og er talið að aukin félagsleg útgjöld og aðgerðir til að koma í veg fyrir fátækt, spillingu og óþarfa útgjöld ríkisins eigi mikinn þátt í vinsældum flokksins.