Danska landsliðið í hættu á að fá bann frá UEFA Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 2. september 2018 12:30 Danska landsliðið gæti verið í vandræðum Getty Svo gæti farið að danska karlalandsliðið í fótbolta verði sett í bann af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA vegna deilna á milli knattspyrnusambands Danmerkur og leikmanna landsliðsins. Viðræður hafa verið í gangi í nokkra mánuði á milli danska knattspyrnusambandsins og leikmannasamtakana hvað varðar nýja samninga fyrir þá sem eru kallaðir til þess að spila fyrir danska landsliðið. Nú hafa leikmannasamtökin gefið það út að knattspyrnusambandið hafi dregið sig úr viðræðunum á föstudag. Danir munu tilkynna leikmannahóp sinn í dag fyrir vináttulandsleik gegn Slóvakíu og fyrsta leikinn í Þjóðardeildinni gegn Wales, og ekkert samkomulag á milli deiluaðilanna virðist vera í augsýn. Svo gæti farið að Danir þurfi aðeins að notast við leikmenn sem spila í Danmörku fyrir komandi leiki, og í versta falli þurfa þeir að gefa leikinn gegn Wales, og myndi það líklega þýða bann frá UEFA. Það er vegna þess að danska knattspyrnusambandið átti í svipuðum deildum við leikmenn danska kvennalandsliðsins sem endaði með að danska landsliðið þurfti að gefa einn leik í undankeppni HM. Fyrir það var danska knattpyrnusambandið sektað og áminnt um að ef slíkt myndi koma fyrir aftur, væri liðinu vikið úr keppni. Simon Kjær, fyrirliði Dana er einn af meðlimum leikmannasamtakanna og hefur hann ásakað knattspyrnusambandið um að kenna leikmönnum um stöðuna sem deiluaðilarnir eru komnir í. „Það er danska knattspyrnusambandið sem býr til vandamálin og taka áhættuna um að fresta landsleikjum, sem myndi hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir alla í danskri knattspyrnu,“ sagði Kjær. „Okkur finnst að knattspyrnusambandið vilji gera okkur reiða. Þeir vilja halda því fram að það erum við leikmennirnir sem viljum ekki spila landsleiki. En í rauninni er það akkúrat öfugt.“ „Ég verð að viðurkenna að það er okkar tilfinning að knattspyrnusambandið hefur ekki sýnt áhuga um að finna lausnir á þessu. Núna óttumst við afleiðingarnar fyrir danska knattspyrnu.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Svo gæti farið að danska karlalandsliðið í fótbolta verði sett í bann af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA vegna deilna á milli knattspyrnusambands Danmerkur og leikmanna landsliðsins. Viðræður hafa verið í gangi í nokkra mánuði á milli danska knattspyrnusambandsins og leikmannasamtakana hvað varðar nýja samninga fyrir þá sem eru kallaðir til þess að spila fyrir danska landsliðið. Nú hafa leikmannasamtökin gefið það út að knattspyrnusambandið hafi dregið sig úr viðræðunum á föstudag. Danir munu tilkynna leikmannahóp sinn í dag fyrir vináttulandsleik gegn Slóvakíu og fyrsta leikinn í Þjóðardeildinni gegn Wales, og ekkert samkomulag á milli deiluaðilanna virðist vera í augsýn. Svo gæti farið að Danir þurfi aðeins að notast við leikmenn sem spila í Danmörku fyrir komandi leiki, og í versta falli þurfa þeir að gefa leikinn gegn Wales, og myndi það líklega þýða bann frá UEFA. Það er vegna þess að danska knattspyrnusambandið átti í svipuðum deildum við leikmenn danska kvennalandsliðsins sem endaði með að danska landsliðið þurfti að gefa einn leik í undankeppni HM. Fyrir það var danska knattpyrnusambandið sektað og áminnt um að ef slíkt myndi koma fyrir aftur, væri liðinu vikið úr keppni. Simon Kjær, fyrirliði Dana er einn af meðlimum leikmannasamtakanna og hefur hann ásakað knattspyrnusambandið um að kenna leikmönnum um stöðuna sem deiluaðilarnir eru komnir í. „Það er danska knattspyrnusambandið sem býr til vandamálin og taka áhættuna um að fresta landsleikjum, sem myndi hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir alla í danskri knattspyrnu,“ sagði Kjær. „Okkur finnst að knattspyrnusambandið vilji gera okkur reiða. Þeir vilja halda því fram að það erum við leikmennirnir sem viljum ekki spila landsleiki. En í rauninni er það akkúrat öfugt.“ „Ég verð að viðurkenna að það er okkar tilfinning að knattspyrnusambandið hefur ekki sýnt áhuga um að finna lausnir á þessu. Núna óttumst við afleiðingarnar fyrir danska knattspyrnu.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti