Leita vitna að morðinu á Kim Andri Eysteinsson skrifar 1. september 2018 18:00 Tvær konur hafa verið handteknar, lögreglan leitar tveggja annara sem talið er að hafi verið vitni að morðinu, Vísir/EPA Malasíska lögreglan leitar nú tveggja kvenna sem hún telur að geti varpað ljósi á morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu. Talið er að hin 24 ára gamla Raisa Rinda Salma og Dessy Meyrisinta sem er 33 ára gömul hafi orðið vitni að morðinu og vill lögregla að þær beri vitni. BBC greinir frá. Töldu sig vera hluti af sjónvarpsþætti. Kim lést í febrúar mánuði 2017 á alþjóðaflugvellinum í Kúala Lúmpur, höfuðborg Malasíu. Við rannsókn málsins fundust leifar af taugaeitrinu VX á andliti Kim. Tvær konur, þær Siti Aisyah frá Indónesíu og Doan Thi Houng frá Víetnam voru handteknar, grunaðar um að hafa makað eitrinu á andlit mannsins. Þær stöllur hafa báðar lýst yfir sakleysi sínu og segja að þær hafi verið blekktar af norðurkóreskum útsendurum. Verjendur kvennanna segja að þær hafi verið beðnar um að maka efninu, sem er bæði litar og lyktarlaust, á andlit mannsins sem hrekk í sjónvarpsþætti. Konurnar segja að þær hafi gert svipaða hrekki víða um borgina dagana áður en Kim var myrtur. Verði konurnar dæmdar sekar um morðið verða þær hengdar.Talaði gegn fjölskyldu sinni. Norðurkóresk yfirvöld firra sig allri ábyrgð en rauð viðvörun hefur verið gefin út af Interpol vegna fjögurra manna sem talið er að séu norðurkóreskir, en þeir flúðu Kúala Lúmpúr sama dag og Kim var myrtur. Kim var í litlu sambandi við fjölskyldu sína og bjó lengi vel erlendis, í Kína, Singapúr og á eyjunni Makaó. Hann hafði einnig talað gegn yfirráðum fjölskyldu sinnar og sagði hálfbróður sinn skorta leiðtogahæfileika í bók sem kom út árið 2012. Malasía Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Malasíska lögreglan leitar nú tveggja kvenna sem hún telur að geti varpað ljósi á morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu. Talið er að hin 24 ára gamla Raisa Rinda Salma og Dessy Meyrisinta sem er 33 ára gömul hafi orðið vitni að morðinu og vill lögregla að þær beri vitni. BBC greinir frá. Töldu sig vera hluti af sjónvarpsþætti. Kim lést í febrúar mánuði 2017 á alþjóðaflugvellinum í Kúala Lúmpur, höfuðborg Malasíu. Við rannsókn málsins fundust leifar af taugaeitrinu VX á andliti Kim. Tvær konur, þær Siti Aisyah frá Indónesíu og Doan Thi Houng frá Víetnam voru handteknar, grunaðar um að hafa makað eitrinu á andlit mannsins. Þær stöllur hafa báðar lýst yfir sakleysi sínu og segja að þær hafi verið blekktar af norðurkóreskum útsendurum. Verjendur kvennanna segja að þær hafi verið beðnar um að maka efninu, sem er bæði litar og lyktarlaust, á andlit mannsins sem hrekk í sjónvarpsþætti. Konurnar segja að þær hafi gert svipaða hrekki víða um borgina dagana áður en Kim var myrtur. Verði konurnar dæmdar sekar um morðið verða þær hengdar.Talaði gegn fjölskyldu sinni. Norðurkóresk yfirvöld firra sig allri ábyrgð en rauð viðvörun hefur verið gefin út af Interpol vegna fjögurra manna sem talið er að séu norðurkóreskir, en þeir flúðu Kúala Lúmpúr sama dag og Kim var myrtur. Kim var í litlu sambandi við fjölskyldu sína og bjó lengi vel erlendis, í Kína, Singapúr og á eyjunni Makaó. Hann hafði einnig talað gegn yfirráðum fjölskyldu sinnar og sagði hálfbróður sinn skorta leiðtogahæfileika í bók sem kom út árið 2012.
Malasía Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira