Staða Braga enn ekki auglýst Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. september 2018 07:15 Bragi Guðbrandsson var í eldlínunni í vor, hér á leið til fundar við velferðarnefnd Alþingis. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær staða forstjóra Barnaverndarstofu verður auglýst. Staðan hefur verið laus frá því í júní, þegar Bragi Guðbrandsson sagði starfi sínu lausu í kjölfar þess að hann var kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna í júní. Bragi hafði þá verið í tímabundnu leyfi frá því í febrúar og því legið í loftinu frá þeim tíma að staða hans myndi losna. Heiða Björg Pálmadóttir hefur starfað sem staðgengill forstjóra frá því í febrúar. Hennar tímabundna skipun rennur út í október. „Ákvörðun um auglýsingu verður tekin á næstu vikum,“ segir Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra, aðspurður um stöðuna. Bragi Guðbrandsson verður á fullum forstjóralaunum hjá Barnaverndarstofu til 28. febrúar á næsta ári, samkvæmt samningi sem velferðarráðuneytið gerði við Braga, þá forstjóra Barnaverndarstofu, undirrituðum þegar framboð Braga var í undirbúningi. Í samkomulaginu er fjallað um starfskjör Braga bæði á framboðstímanum og eftir kjör hans í nefndina. Auk nefndarsetunnar í New York sinnir Bragi sérverkefnum fyrir velferðarráðuneytið; veitir ráðgjöf og sinnir afmörkuðum verkefnum samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra, eins og greinir í 2. gr. samningsins. Þegar launagreiðslum Barnaverndarstofu lýkur í lok febrúar á næsta ári tekur velferðarráðuneytið við og greiðir Braga full forstjóralaun til 31. ágúst 2019 en frá þeim tíma og þar til Bragi lætur af störfum fyrir barnaréttarnefndina, verður hann í hálfu starfi hjá ráðuneytinu, annars vegar vegna nefndarsetunnar og hins vegar í ráðgjöf fyrir ráðuneytið. Hjá Sameinuðu þjóðunum er ekki litið á nefndarsetuna sem starf og er hún ólaunuð. Hins vegar er greiddur ferðakostnaður auk dagpeninga en nefndin kemur saman tvisvar til þrisvar á ári í fjórar vikur í senn. Fjallað er um barnaréttarnefndina í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Nefndin hefur það hlutverk að fara yfir skýrslur um réttarstöðu og aðbúnað barna í aðildarríkjum barnasáttmálans og taka kvörtunum um brot á samningnum. Lögð er áhersla á að nefndarmenn séu óháðir í störfum sínum hjá þeim nefndum Sameinuðu þjóðanna sem hafa eftirlit með mannréttindasamningum. Í skráðum viðmiðum um hlutleysi og óhlutdrægni nefndarmanna slíkra nefnda er vikið að sambandi nefndarmanna við heimaríki sín. Með hliðsjón af mögulegum áhrifum þess að nefndarmenn eru tilnefndir í nefndina af pólitískum fulltrúum framkvæmdarvaldsins er sérstaklega brýnt fyrir nefndarmönnum að gæta að stöðu sinni í nefndinni í öllum samskiptum við ríkið á málefnasviði samningsins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mun verða við beiðni Braga um endurupptöku Velferðarráðuneytið mun verða við beiðni Braga Guðbrandssonar um endurupptöku á athugun ráðuneytisins á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda í garð Braga. 8. júní 2018 19:14 Bragi kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. 29. júní 2018 16:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær staða forstjóra Barnaverndarstofu verður auglýst. Staðan hefur verið laus frá því í júní, þegar Bragi Guðbrandsson sagði starfi sínu lausu í kjölfar þess að hann var kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna í júní. Bragi hafði þá verið í tímabundnu leyfi frá því í febrúar og því legið í loftinu frá þeim tíma að staða hans myndi losna. Heiða Björg Pálmadóttir hefur starfað sem staðgengill forstjóra frá því í febrúar. Hennar tímabundna skipun rennur út í október. „Ákvörðun um auglýsingu verður tekin á næstu vikum,“ segir Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra, aðspurður um stöðuna. Bragi Guðbrandsson verður á fullum forstjóralaunum hjá Barnaverndarstofu til 28. febrúar á næsta ári, samkvæmt samningi sem velferðarráðuneytið gerði við Braga, þá forstjóra Barnaverndarstofu, undirrituðum þegar framboð Braga var í undirbúningi. Í samkomulaginu er fjallað um starfskjör Braga bæði á framboðstímanum og eftir kjör hans í nefndina. Auk nefndarsetunnar í New York sinnir Bragi sérverkefnum fyrir velferðarráðuneytið; veitir ráðgjöf og sinnir afmörkuðum verkefnum samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra, eins og greinir í 2. gr. samningsins. Þegar launagreiðslum Barnaverndarstofu lýkur í lok febrúar á næsta ári tekur velferðarráðuneytið við og greiðir Braga full forstjóralaun til 31. ágúst 2019 en frá þeim tíma og þar til Bragi lætur af störfum fyrir barnaréttarnefndina, verður hann í hálfu starfi hjá ráðuneytinu, annars vegar vegna nefndarsetunnar og hins vegar í ráðgjöf fyrir ráðuneytið. Hjá Sameinuðu þjóðunum er ekki litið á nefndarsetuna sem starf og er hún ólaunuð. Hins vegar er greiddur ferðakostnaður auk dagpeninga en nefndin kemur saman tvisvar til þrisvar á ári í fjórar vikur í senn. Fjallað er um barnaréttarnefndina í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Nefndin hefur það hlutverk að fara yfir skýrslur um réttarstöðu og aðbúnað barna í aðildarríkjum barnasáttmálans og taka kvörtunum um brot á samningnum. Lögð er áhersla á að nefndarmenn séu óháðir í störfum sínum hjá þeim nefndum Sameinuðu þjóðanna sem hafa eftirlit með mannréttindasamningum. Í skráðum viðmiðum um hlutleysi og óhlutdrægni nefndarmanna slíkra nefnda er vikið að sambandi nefndarmanna við heimaríki sín. Með hliðsjón af mögulegum áhrifum þess að nefndarmenn eru tilnefndir í nefndina af pólitískum fulltrúum framkvæmdarvaldsins er sérstaklega brýnt fyrir nefndarmönnum að gæta að stöðu sinni í nefndinni í öllum samskiptum við ríkið á málefnasviði samningsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mun verða við beiðni Braga um endurupptöku Velferðarráðuneytið mun verða við beiðni Braga Guðbrandssonar um endurupptöku á athugun ráðuneytisins á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda í garð Braga. 8. júní 2018 19:14 Bragi kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. 29. júní 2018 16:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Sjá meira
Mun verða við beiðni Braga um endurupptöku Velferðarráðuneytið mun verða við beiðni Braga Guðbrandssonar um endurupptöku á athugun ráðuneytisins á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda í garð Braga. 8. júní 2018 19:14
Bragi kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. 29. júní 2018 16:19
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent