Fyrsta ofurstjarnan Stefán Pálsson skrifar 1. september 2018 09:00 Í Evrópu vissi enginn neitt um styrkleika suður-amerísku liðanna. Ólympíuleikar voru haldnir í París sumarið 1924 og skráðu 22 lönd sig til leiks í knattspyrnukeppninni – þar af 19 frá Evrópu. Bob Thomas/Popperfoto/Getty Images) Í lok ársins 2000 tilkynnti alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA niðurstöður viðamikillar netkosningar, þar sem velja skyldi besta knattspyrnumann tuttugustu aldar. Óhætt er að segja að kosningin hafi snúist í höndunum á stjórnendum sambandsins. Fljótlega kom í ljós að argentínska goðsögnin Diego Maradona myndi vinna með yfirburðum og hlaut hann að lokum meira en helming atkvæða. Þessi úrslit voru FIFA lítt að skapi. Maradona er ólíkindatól sem rekinn hafði verið heim af heimsmeistaramóti fyrir að falla á lyfjaprófi, átti í stöðugum vandræðum með eiturlyfjafíkn sína og undi sér betur í hópi kommúnistaleiðtoga á Kúbu eða í Venesúela en innan um silkihúfur á fundum FIFA. Brasilíumaðurinn Pelé þótti hins vegar betur húsum hæfur, hafði heilbrigðari lífsstíl og áralanga reynslu af kynningarstörfum fyrir fótboltaíþróttina.fSkömmu áður en kosningu lauk, lýstu stjórnendur FIFA því yfir að ekki yrði um einn heldur tvo titla að ræða. Annars vegar fyrir sigurvegara netkosningarinnar, en hins vegar myndi sérstök dómnefnd sérfræðinga velja sinn leikmann – og varð Pelé þar hlutskarpastur. Rökin fyrir þessari ráðstöfun voru sögð þau að þátttakendur í netkosningunni væru flestir ungir að árum og hefðu því ekki haft færi á að sjá Pelé á velli! Þótt þessi nýtilkomna sögulega afstæðishyggja Alþjóðaknattspyrnusambandsins snerist líklega mest um andúð á Maradona, var hún að mörgu leyti góðra gjalda verð. Almenningur hefur tilhneigingu til að velja þá sem næst standa í tíma. Listarnir yfir tíu efstu leikmennina í almennu netkosningunni og í vali sérfræðinganefndarinnar voru þó keimlíkir. Helsti munurinn var sá að Argentínumaðurinn Alfredo Di Stéfano (sem síðar lék einnig landsleiki fyrir Kólumbíu og Spán) var í öðru sæti hjá sérfræðingunum en mun neðar hjá almúganum. Di Stéfano var langelsti fótboltamaðurinn á listanum, en hann var upp á sitt besta um og upp úr 1950. Með réttu hefðu verðlaunin því átt að heita: besti knattspyrnumaður seinni helmings tuttugustu aldar.Gleymdir frumherjar En hvaða kempur frá fyrri helmingi aldarinnar hefðu getað komið til greina á lista sem þennan? Upp í hugann kemur Matthias Sinderlaar, sem var lykilmaður í austurríska landsliðinu á fjórða áratugnum, sem bylti hugmyndum fólks um hvernig leika skyldi fótbolta. Ungverjinn Imre Schlosser kæmi líka til álita, en hann lék sinn fyrsta landsleik árið 1906 aðeins sextán ára gamall og er enn í dag markahæsti leikmaður ungversku deildarinnar. Og svo er það José Andrade … Með réttu ætti Úrúgvæinn José Leonardo Andrade að vera nefndur í sömu andrá og þeir Maradona og Pelé sem merkustu fótboltamenn Suður-Ameríku. Samanburður á færni leikmanna milli ólíkra tímabila er vissulega erfiður ef ekki ómögulegur, en allir þrír höfðu djúpstæð áhrif á íþróttina. Þar að auki var lífshlaup Úrúgvæjans ævintýralegast þeirra þriggja. Andrade fæddist í borginni Salto árið 1901. Móðir hans var argentínsk en faðirinn sagður strokuþræll frá Brasilíu, sem var talinn vel að sér í afrískum göldrum. Galdrakunnáttan gæti hafa komið við sögu við getnað sonarins, því faðirinn var 98 ára gamall þegar José litli kom í heiminn. Lífsbarátta fjölskyldunnar var hörð og milli þess sem drengurinn lék sér í fótbolta, sinnti hann hvers kyns störfum: burstaði skó og seldi dagblöð, en aflaði sér einnig tekna með dansi og hljóðfæraslætti. Hann lék á fjölda hljóðfæra og þótti góður söngmaður. Að auki var hann hár og tígulega vaxinn. Spruttu því sögur um að hann hefði framfleytt sér sem fylgdarsveinn ríkra, eldri kvenna. Vert er að taka öllum sögum um fjölkynngi og blíðusölu með fyrirvara, þar sem þær kunna frekar að vera til marks um staðalmyndir og kynþáttafordóma sem ríkjandi voru í úrúgvæsku samfélagi þeirra tíma, þar sem fólk af evrópskum uppruna var í miklum meirihluta. Margt í lífshlaupi Josés Andrade átti þó eftir að styrkja í sessi glaumgosaímyndina. Tvítugur varð hann atvinnumaður í knattspyrnu og þremur árum síðar gekk hann í raðir stórliðsins Nacional í höfuðborginni Montevídeó. Það sama ár, 1924, vakti hann athygli heimsbyggðarinnar með landsliði þjóðar sinnar. Íbúar Suður-Ameríku höfðu lært fótbolta af Bretum og tekið opnum örmum. Í álfunni þróaðist íþróttin með nokkuð öðrum hætti en í Evrópu. Evrópski leikstíllinn var kröftugri og beinskeyttari, en vestan hafs var áherslan lögð á lipran samleik, auk þess sem leikmenn gátu rakið knöttinn fimlega fram og aftur um völlinn. Engir þóttu þó flinkari en íbúar Úrúgvæ. Þrátt fyrir smæð landsins vann Úrúgvæ Suður-Ameríkukeppnina í fimm af fyrstu átta skiptunum sem hún var haldin frá 1916-1924.fMeistaratign og ljúfa lífið Í Evrópu vissi enginn neitt um styrkleika suður-amerísku liðanna. Ólympíuleikar voru haldnir í París sumarið 1924 og skráðu 22 lönd sig til leiks í knattspyrnukeppninni – þar af 19 frá Evrópu. Bresku landsliðin fjögur ákváðu að sitja heima vegna deilna um atvinnumennsku, en FIFA samdi um það við Alþjóðaólympíunefndina að sigurlið keppninnar yrði krýnt heimsmeistari. Úrúgvæ var eini fulltrúi Suður-Ameríku og vakti koma liðsins, sem sigldi á þriðja farrými til Evrópu, enga athygli. Keppt var með útsláttarfyrirkomulagi og mættu ferðalúnir leikmennirnir liði Júgóslava í fyrsta leik. Júgóslavar voru sigurvissir og báðust fyrirfram afsökunar á að slá mótherja sína úr keppni eftir svo langt ferðalag. Gorgeirinn var skiljanlegur. Júgóslavar höfðu látið njósnara sína fylgjast með æfingu hjá Úrúgvæ, en þar á bæ höfðu menn borið kennsl á njósnarana og þóst vera arfaslakir. Sárafáir áhorfendur sáu Suður-Ameríkumennina taka lið Júgóslavíu í nefið, 7:0, en strax í kjölfarið fór fréttin að kvisast út: að hér væri einstakt knattspyrnulið á ferðinni. Slegist var um miðana á leiki Úrúgvæs það sem eftir var á mótinu. Í fjórðungsúrslitum troðfylltu Parísarbúar völlinn til að sjá sitt eigið lið sundurspilað, 5:1, en fögnuðu andstæðingunum engu að síður sem hetjum. Í úrslitaleiknum sjálfum var nánast hver einasti áhorfandi á bandi Úrúgvæ sem tók Sviss í 3:0 kennslustund. Hrifnæmur blaðamaður sagði úrúgvæsku leikmennina bera af öðrum á mótinu sem veðhlaupahestar í hópi dráttarklára. Aðrir líktu leikstíl þeirra við dans eða ballett. Enginn vakti þó meiri aðdáun en José Andrade. Annar eins leikstjórnandi hafði aldrei sést á velli. Hann virtist líða áfram með knöttinn fyrirhafnarlaust og senda hárnákvæmar sendingar að vild á samherja sína í gegnum vörn andstæðinganna. Þess á milli brá hann á leik, þannig var hann sagður hafa hlaupið yfir hálfan völlinn með knöttinn á enninu, án þess að mótherjarnir kæmu vörnum við. Litaraftið jók enn á dulúð Andrade í huga áhorfenda í París. Þeldökkir íþróttamenn voru nánast óþekktir á evrópskum leikvöngum og vöktu því mikla forvitni. Franska skáldkonan Colette, sem oft hafði tekist að ganga fram af samlöndum sínum með hispursleysi, var send af ritstjóra nokkrum til að skrifa um úrúgvæsku knattspyrnumennina. Efnið vakti engan áhuga hennar, fyrr en komið var á hótel liðsins, þar sem meira fór fyrir dansi og hljóðfæraslætti en boltasparki. Skáldkonan dró upp æsilega mynd af gleðskapnum og kryddaði sögu sína rækilega. Þannig lýsti hún því hvernig Úrúgvæjarnir hefðu heilsteikt lifandi nautgrip í veislunni og féll sú lýsing vel að hugmyndum Frakka um að fótboltasnillingarnir væru einhvers konar náttúrubörn og hálfgerðir villimenn. Sjálf kolféll Colette fyrir Andrade, sem söng og dansaði. Varð það upphafið að stuttu en eldheitu ástarævintýri þeirra. Önnur frægðarkona sem heillaðist af Andrade þessar vikur í París var dansarinn heimsfrægi Josephine Baker. Þau dönsuðu saman og urðu miklir vinir – sumir telja elskendur. Fleiri konur voru í spilinu hjá hinum dansglaða Andrade í París. Milli leikja skellti hann sér í svallið og er engin leið að greina á milli hvað er satt og hvað logið af hinum ótalmörgu frásögnum af gjálífi hans í heimsborginni. Ljóst er þó að stórstjörnulífið féll leikmanninum vel í geð og hratt honum út á vafasamar brautir. Fjórum árum síðar var Andrade enn í aðalhlutverki þegar Úrúgvæ varði Ólympíu-/heimsmeistaratitil sinn, að þessu sinni í Amsterdam. Ófáar íþróttasögubækur segja frá því atviki þegar hann skallaði markstöng í undanúrslitaleiknum gegn Ítölum og varð fyrir vikið blindur á öðru auga. Aðrir telja þó líklegt að sjónsköddunin hafi verið afleiðing sárasóttar sem farin var að þjaka leikmanninn. Veikindin gerðu það að verkum að Andrade var ekki í sama burðarhlutverkinu á fyrsta HM í fótbolta í Úrúgvæ árið 1930, þar sem heimamenn unnu sinn þriðja heimsmeistaratitil. Í kjölfarið lá leið hans niður á við og árið 1957 lést hann í sárri örbirgð aðeins 55 ára gamall, þrotinn að kröftum vegna áfengissýki og kynsjúkdóma. Hversu góður José Andrade var í raun í samanburði við aðra leikmenn sem uppi voru á allt öðrum tímum er erfitt að svara og skiptir í raun engu. Hann var hins vegar fyrsta alþjóðlega ofurstjarna fótboltans og átti sem slíkur talsverðan þátt í að stuðla að stöðu greinarinnar sem vinsælasta íþrótt í heimi. Það setur hann í hóp þeirra allra stærstu. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Saga til næsta bæjar Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Í lok ársins 2000 tilkynnti alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA niðurstöður viðamikillar netkosningar, þar sem velja skyldi besta knattspyrnumann tuttugustu aldar. Óhætt er að segja að kosningin hafi snúist í höndunum á stjórnendum sambandsins. Fljótlega kom í ljós að argentínska goðsögnin Diego Maradona myndi vinna með yfirburðum og hlaut hann að lokum meira en helming atkvæða. Þessi úrslit voru FIFA lítt að skapi. Maradona er ólíkindatól sem rekinn hafði verið heim af heimsmeistaramóti fyrir að falla á lyfjaprófi, átti í stöðugum vandræðum með eiturlyfjafíkn sína og undi sér betur í hópi kommúnistaleiðtoga á Kúbu eða í Venesúela en innan um silkihúfur á fundum FIFA. Brasilíumaðurinn Pelé þótti hins vegar betur húsum hæfur, hafði heilbrigðari lífsstíl og áralanga reynslu af kynningarstörfum fyrir fótboltaíþróttina.fSkömmu áður en kosningu lauk, lýstu stjórnendur FIFA því yfir að ekki yrði um einn heldur tvo titla að ræða. Annars vegar fyrir sigurvegara netkosningarinnar, en hins vegar myndi sérstök dómnefnd sérfræðinga velja sinn leikmann – og varð Pelé þar hlutskarpastur. Rökin fyrir þessari ráðstöfun voru sögð þau að þátttakendur í netkosningunni væru flestir ungir að árum og hefðu því ekki haft færi á að sjá Pelé á velli! Þótt þessi nýtilkomna sögulega afstæðishyggja Alþjóðaknattspyrnusambandsins snerist líklega mest um andúð á Maradona, var hún að mörgu leyti góðra gjalda verð. Almenningur hefur tilhneigingu til að velja þá sem næst standa í tíma. Listarnir yfir tíu efstu leikmennina í almennu netkosningunni og í vali sérfræðinganefndarinnar voru þó keimlíkir. Helsti munurinn var sá að Argentínumaðurinn Alfredo Di Stéfano (sem síðar lék einnig landsleiki fyrir Kólumbíu og Spán) var í öðru sæti hjá sérfræðingunum en mun neðar hjá almúganum. Di Stéfano var langelsti fótboltamaðurinn á listanum, en hann var upp á sitt besta um og upp úr 1950. Með réttu hefðu verðlaunin því átt að heita: besti knattspyrnumaður seinni helmings tuttugustu aldar.Gleymdir frumherjar En hvaða kempur frá fyrri helmingi aldarinnar hefðu getað komið til greina á lista sem þennan? Upp í hugann kemur Matthias Sinderlaar, sem var lykilmaður í austurríska landsliðinu á fjórða áratugnum, sem bylti hugmyndum fólks um hvernig leika skyldi fótbolta. Ungverjinn Imre Schlosser kæmi líka til álita, en hann lék sinn fyrsta landsleik árið 1906 aðeins sextán ára gamall og er enn í dag markahæsti leikmaður ungversku deildarinnar. Og svo er það José Andrade … Með réttu ætti Úrúgvæinn José Leonardo Andrade að vera nefndur í sömu andrá og þeir Maradona og Pelé sem merkustu fótboltamenn Suður-Ameríku. Samanburður á færni leikmanna milli ólíkra tímabila er vissulega erfiður ef ekki ómögulegur, en allir þrír höfðu djúpstæð áhrif á íþróttina. Þar að auki var lífshlaup Úrúgvæjans ævintýralegast þeirra þriggja. Andrade fæddist í borginni Salto árið 1901. Móðir hans var argentínsk en faðirinn sagður strokuþræll frá Brasilíu, sem var talinn vel að sér í afrískum göldrum. Galdrakunnáttan gæti hafa komið við sögu við getnað sonarins, því faðirinn var 98 ára gamall þegar José litli kom í heiminn. Lífsbarátta fjölskyldunnar var hörð og milli þess sem drengurinn lék sér í fótbolta, sinnti hann hvers kyns störfum: burstaði skó og seldi dagblöð, en aflaði sér einnig tekna með dansi og hljóðfæraslætti. Hann lék á fjölda hljóðfæra og þótti góður söngmaður. Að auki var hann hár og tígulega vaxinn. Spruttu því sögur um að hann hefði framfleytt sér sem fylgdarsveinn ríkra, eldri kvenna. Vert er að taka öllum sögum um fjölkynngi og blíðusölu með fyrirvara, þar sem þær kunna frekar að vera til marks um staðalmyndir og kynþáttafordóma sem ríkjandi voru í úrúgvæsku samfélagi þeirra tíma, þar sem fólk af evrópskum uppruna var í miklum meirihluta. Margt í lífshlaupi Josés Andrade átti þó eftir að styrkja í sessi glaumgosaímyndina. Tvítugur varð hann atvinnumaður í knattspyrnu og þremur árum síðar gekk hann í raðir stórliðsins Nacional í höfuðborginni Montevídeó. Það sama ár, 1924, vakti hann athygli heimsbyggðarinnar með landsliði þjóðar sinnar. Íbúar Suður-Ameríku höfðu lært fótbolta af Bretum og tekið opnum örmum. Í álfunni þróaðist íþróttin með nokkuð öðrum hætti en í Evrópu. Evrópski leikstíllinn var kröftugri og beinskeyttari, en vestan hafs var áherslan lögð á lipran samleik, auk þess sem leikmenn gátu rakið knöttinn fimlega fram og aftur um völlinn. Engir þóttu þó flinkari en íbúar Úrúgvæ. Þrátt fyrir smæð landsins vann Úrúgvæ Suður-Ameríkukeppnina í fimm af fyrstu átta skiptunum sem hún var haldin frá 1916-1924.fMeistaratign og ljúfa lífið Í Evrópu vissi enginn neitt um styrkleika suður-amerísku liðanna. Ólympíuleikar voru haldnir í París sumarið 1924 og skráðu 22 lönd sig til leiks í knattspyrnukeppninni – þar af 19 frá Evrópu. Bresku landsliðin fjögur ákváðu að sitja heima vegna deilna um atvinnumennsku, en FIFA samdi um það við Alþjóðaólympíunefndina að sigurlið keppninnar yrði krýnt heimsmeistari. Úrúgvæ var eini fulltrúi Suður-Ameríku og vakti koma liðsins, sem sigldi á þriðja farrými til Evrópu, enga athygli. Keppt var með útsláttarfyrirkomulagi og mættu ferðalúnir leikmennirnir liði Júgóslava í fyrsta leik. Júgóslavar voru sigurvissir og báðust fyrirfram afsökunar á að slá mótherja sína úr keppni eftir svo langt ferðalag. Gorgeirinn var skiljanlegur. Júgóslavar höfðu látið njósnara sína fylgjast með æfingu hjá Úrúgvæ, en þar á bæ höfðu menn borið kennsl á njósnarana og þóst vera arfaslakir. Sárafáir áhorfendur sáu Suður-Ameríkumennina taka lið Júgóslavíu í nefið, 7:0, en strax í kjölfarið fór fréttin að kvisast út: að hér væri einstakt knattspyrnulið á ferðinni. Slegist var um miðana á leiki Úrúgvæs það sem eftir var á mótinu. Í fjórðungsúrslitum troðfylltu Parísarbúar völlinn til að sjá sitt eigið lið sundurspilað, 5:1, en fögnuðu andstæðingunum engu að síður sem hetjum. Í úrslitaleiknum sjálfum var nánast hver einasti áhorfandi á bandi Úrúgvæ sem tók Sviss í 3:0 kennslustund. Hrifnæmur blaðamaður sagði úrúgvæsku leikmennina bera af öðrum á mótinu sem veðhlaupahestar í hópi dráttarklára. Aðrir líktu leikstíl þeirra við dans eða ballett. Enginn vakti þó meiri aðdáun en José Andrade. Annar eins leikstjórnandi hafði aldrei sést á velli. Hann virtist líða áfram með knöttinn fyrirhafnarlaust og senda hárnákvæmar sendingar að vild á samherja sína í gegnum vörn andstæðinganna. Þess á milli brá hann á leik, þannig var hann sagður hafa hlaupið yfir hálfan völlinn með knöttinn á enninu, án þess að mótherjarnir kæmu vörnum við. Litaraftið jók enn á dulúð Andrade í huga áhorfenda í París. Þeldökkir íþróttamenn voru nánast óþekktir á evrópskum leikvöngum og vöktu því mikla forvitni. Franska skáldkonan Colette, sem oft hafði tekist að ganga fram af samlöndum sínum með hispursleysi, var send af ritstjóra nokkrum til að skrifa um úrúgvæsku knattspyrnumennina. Efnið vakti engan áhuga hennar, fyrr en komið var á hótel liðsins, þar sem meira fór fyrir dansi og hljóðfæraslætti en boltasparki. Skáldkonan dró upp æsilega mynd af gleðskapnum og kryddaði sögu sína rækilega. Þannig lýsti hún því hvernig Úrúgvæjarnir hefðu heilsteikt lifandi nautgrip í veislunni og féll sú lýsing vel að hugmyndum Frakka um að fótboltasnillingarnir væru einhvers konar náttúrubörn og hálfgerðir villimenn. Sjálf kolféll Colette fyrir Andrade, sem söng og dansaði. Varð það upphafið að stuttu en eldheitu ástarævintýri þeirra. Önnur frægðarkona sem heillaðist af Andrade þessar vikur í París var dansarinn heimsfrægi Josephine Baker. Þau dönsuðu saman og urðu miklir vinir – sumir telja elskendur. Fleiri konur voru í spilinu hjá hinum dansglaða Andrade í París. Milli leikja skellti hann sér í svallið og er engin leið að greina á milli hvað er satt og hvað logið af hinum ótalmörgu frásögnum af gjálífi hans í heimsborginni. Ljóst er þó að stórstjörnulífið féll leikmanninum vel í geð og hratt honum út á vafasamar brautir. Fjórum árum síðar var Andrade enn í aðalhlutverki þegar Úrúgvæ varði Ólympíu-/heimsmeistaratitil sinn, að þessu sinni í Amsterdam. Ófáar íþróttasögubækur segja frá því atviki þegar hann skallaði markstöng í undanúrslitaleiknum gegn Ítölum og varð fyrir vikið blindur á öðru auga. Aðrir telja þó líklegt að sjónsköddunin hafi verið afleiðing sárasóttar sem farin var að þjaka leikmanninn. Veikindin gerðu það að verkum að Andrade var ekki í sama burðarhlutverkinu á fyrsta HM í fótbolta í Úrúgvæ árið 1930, þar sem heimamenn unnu sinn þriðja heimsmeistaratitil. Í kjölfarið lá leið hans niður á við og árið 1957 lést hann í sárri örbirgð aðeins 55 ára gamall, þrotinn að kröftum vegna áfengissýki og kynsjúkdóma. Hversu góður José Andrade var í raun í samanburði við aðra leikmenn sem uppi voru á allt öðrum tímum er erfitt að svara og skiptir í raun engu. Hann var hins vegar fyrsta alþjóðlega ofurstjarna fótboltans og átti sem slíkur talsverðan þátt í að stuðla að stöðu greinarinnar sem vinsælasta íþrótt í heimi. Það setur hann í hóp þeirra allra stærstu.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Saga til næsta bæjar Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira