Tagliafico setti tvö í öruggum sigri Ajax Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. september 2018 18:45 Tagliafico fagnar öðru marka sinna vísir/getty Ajax hóf leik í E-riðli Meistaradeildar Evrópu með öruggum 3-0 sigri á AEK frá Aþenu í dag. Það var markalaust í hálfleik en strax í upphafi seinni hálfleiks skoraði Nicolas Tagliafico með skoti úr miðjum vítateig gestanna frá Grikklandi. Donny van de Beek tvöfaldaði forystu heimamanna eftir fyrirgjöf Dusan Tadic á 77. mínútu áður en Tagliafico tryggði 3-0 sigur á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Sigur heimamanna var verðskuldaður, þeir voru mikið meira með boltann og áttu 16 skottilraunir. Gestirnir í AEK náðu ekki einu einasta skoti á markrammann. Með þeim í E-riðli eru Benfica og Bayern München sem mætast í kvöld. Meistaradeild Evrópu
Ajax hóf leik í E-riðli Meistaradeildar Evrópu með öruggum 3-0 sigri á AEK frá Aþenu í dag. Það var markalaust í hálfleik en strax í upphafi seinni hálfleiks skoraði Nicolas Tagliafico með skoti úr miðjum vítateig gestanna frá Grikklandi. Donny van de Beek tvöfaldaði forystu heimamanna eftir fyrirgjöf Dusan Tadic á 77. mínútu áður en Tagliafico tryggði 3-0 sigur á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Sigur heimamanna var verðskuldaður, þeir voru mikið meira með boltann og áttu 16 skottilraunir. Gestirnir í AEK náðu ekki einu einasta skoti á markrammann. Með þeim í E-riðli eru Benfica og Bayern München sem mætast í kvöld.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti