Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. september 2018 10:46 Leikmenn Hugins spila á móti Völsungi í dag. vísir/aðsend Furðulegasti fótboltaleikur seinni tíma á Íslandi fer fram í dag á Fellavelli í Fellabæ þegar að Huginn tekur á móti Völsungi í endurteknum leik í 2. deild karla í fótbolta. Huginn vann fyrrir leikinn, 2-1. Ástæðan fyrir þessum endurtekna leik er stórfurðulegt mál þar sem að leikmanni Völsungs var vikið af velli en rauða spjaldið svo ekki skráð í skýrslu dómara. Völsungar hafa heldur betur látið heyra í sér á undanförnum dögum og staðið í ritdeilum við KSÍ. Huginn hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Húsvíkingarnir klúðruðu svo reyndar eigin málum inn á fótboltavellinum í síðustu umferð þegar að þeir töpuðu fyrir Hetti, 3-2, en með sigri þar og aftur í dag hefði liðið komist á toppinn og verið í bílstjórasætinu í baráttunni um sæti í Inkasso-deildinni fyrir lokaumferðina. Leikurinn skiptir Huginn engu máli en liðið er á botni 2. deildarinnar, fallið í 3. deildina, en þarf samt að mæta til leiks. Því hefur verið velt upp hversu mikinn metnað Huginn setur í leikinn og hvort það mæti hreinlega til leiks. „Við verðum að hlýða því sem að er dæmt. Við erum lítið félag og getum ekki verið að taka á okkur sektir fyrir einhvern rasshausa hátt,“ segir Sveinn Ágúst Þórsson, formaður knattspyrnudeildar Hugins, í samtali við Vísi. Aðspurður hvort allt tiltækt lið sé klárt og tilbúið í verkefnið segir Sveinn menn vera á leiðinni og að það sé stefnan að stilla upp eins sterku liði og mögulegt er. „Okkur hefur samt ekki enn verið svarað því hvort að leikmenn sem voru í banni í fyrri leiknum megi ekki vera með í dag eða hvort að leikmenn sem eru í banni núna megi ekki spila. Það er ein grundvallarspurning sem við eigum eftir að fá svar við,“ segir Sveinn Ágúst. „Það er ekki búið að ákveða liðið en við ræddum það alveg að setja bumbuboltann í þetta. Þjálfarinn tekur samt loka ákvörðun.“ „Þetta er það skrítnasta held ég sem að nokkur maður hefur lent í á Íslandi. Þetta minnir mann á þegar að FH fór til Rússlands til að taka nokkur vítaköst í handboltanum í fyrra,“ segir formaðurinn. Það verður frítt á leikinn á Fellavelli í dag sem að hefst klukkan 16.30. Sigurður Hjörtur Þrastarson, úrvalsdeildardómari, verður á flautunni þannig að vonandi tekst betur til en síðast. „Þetta er svo mikil steypa en eins og staðan er núna stefnum við á að mæta með okkar besta lið. Dómur KSÍ er bindnandi og okkur ber að fylgja dómnum. Maður er bara orðinn gegnumsósaður að liggja eftir þessu síðustu daga; lesa reglugerðir og hringja skrilljón símtöl. Þetta er algjört rugl,“ segir Sveinn Ágúst Þórsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03 Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Furðulegasti fótboltaleikur seinni tíma á Íslandi fer fram í dag á Fellavelli í Fellabæ þegar að Huginn tekur á móti Völsungi í endurteknum leik í 2. deild karla í fótbolta. Huginn vann fyrrir leikinn, 2-1. Ástæðan fyrir þessum endurtekna leik er stórfurðulegt mál þar sem að leikmanni Völsungs var vikið af velli en rauða spjaldið svo ekki skráð í skýrslu dómara. Völsungar hafa heldur betur látið heyra í sér á undanförnum dögum og staðið í ritdeilum við KSÍ. Huginn hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Húsvíkingarnir klúðruðu svo reyndar eigin málum inn á fótboltavellinum í síðustu umferð þegar að þeir töpuðu fyrir Hetti, 3-2, en með sigri þar og aftur í dag hefði liðið komist á toppinn og verið í bílstjórasætinu í baráttunni um sæti í Inkasso-deildinni fyrir lokaumferðina. Leikurinn skiptir Huginn engu máli en liðið er á botni 2. deildarinnar, fallið í 3. deildina, en þarf samt að mæta til leiks. Því hefur verið velt upp hversu mikinn metnað Huginn setur í leikinn og hvort það mæti hreinlega til leiks. „Við verðum að hlýða því sem að er dæmt. Við erum lítið félag og getum ekki verið að taka á okkur sektir fyrir einhvern rasshausa hátt,“ segir Sveinn Ágúst Þórsson, formaður knattspyrnudeildar Hugins, í samtali við Vísi. Aðspurður hvort allt tiltækt lið sé klárt og tilbúið í verkefnið segir Sveinn menn vera á leiðinni og að það sé stefnan að stilla upp eins sterku liði og mögulegt er. „Okkur hefur samt ekki enn verið svarað því hvort að leikmenn sem voru í banni í fyrri leiknum megi ekki vera með í dag eða hvort að leikmenn sem eru í banni núna megi ekki spila. Það er ein grundvallarspurning sem við eigum eftir að fá svar við,“ segir Sveinn Ágúst. „Það er ekki búið að ákveða liðið en við ræddum það alveg að setja bumbuboltann í þetta. Þjálfarinn tekur samt loka ákvörðun.“ „Þetta er það skrítnasta held ég sem að nokkur maður hefur lent í á Íslandi. Þetta minnir mann á þegar að FH fór til Rússlands til að taka nokkur vítaköst í handboltanum í fyrra,“ segir formaðurinn. Það verður frítt á leikinn á Fellavelli í dag sem að hefst klukkan 16.30. Sigurður Hjörtur Þrastarson, úrvalsdeildardómari, verður á flautunni þannig að vonandi tekst betur til en síðast. „Þetta er svo mikil steypa en eins og staðan er núna stefnum við á að mæta með okkar besta lið. Dómur KSÍ er bindnandi og okkur ber að fylgja dómnum. Maður er bara orðinn gegnumsósaður að liggja eftir þessu síðustu daga; lesa reglugerðir og hringja skrilljón símtöl. Þetta er algjört rugl,“ segir Sveinn Ágúst Þórsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03 Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55
Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30
Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30
Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03
Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30
Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04
Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13