Tottenham kastaði frá sér sigrinum á Ítalíu Anton Ingi Leifsson skrifar 18. september 2018 18:45 Leikmenn Inter fagna í kvöld. vísir/getty Tottenham kastaði frá sér sigrinum gegn Inter í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Tottenham tapaði 2-1 eftir að hafa komist í 1-0. Staðan var markalaus í nokkuð tíðindalitlum fyrri hálfleik og það var á 54. mínútu sem fyrsta markið leit dagsins ljós. Það voru gestirnir frá Englandi sem komust yfir. Daninn Christian Eriksen skaut þá að marki Inter, boltinn fór í gegnum þvögu og í netið framhjá varnarlausum Handanovic í marki Inter sem hefði þó mögulega átt að gera betur. Jöfnunarmark Inter var af dýrari gerðinni en það kom á 86. mínútu. Eftir fyrirgjöf Kwadwo Asamoah barst boltinn á vítateiginn þar sem Mauro Icardi kom á fleygiferð og hamraði boltann í netið. Glæsilegt mark og dramatíkin átti eftir að verða enn meiri því í uppbótartíma skallaði Matias Vecino boltann í netið eftir hornspyrnu. Lokatölur 2-1 sigur Inter en grátlegt fyrir Tottenham að kasta þessu svona frá sér. Inter og Barcelona eru því með þrjú stig en Tottenham og PSV eru án stiga. Meistaradeild Evrópu
Tottenham kastaði frá sér sigrinum gegn Inter í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Tottenham tapaði 2-1 eftir að hafa komist í 1-0. Staðan var markalaus í nokkuð tíðindalitlum fyrri hálfleik og það var á 54. mínútu sem fyrsta markið leit dagsins ljós. Það voru gestirnir frá Englandi sem komust yfir. Daninn Christian Eriksen skaut þá að marki Inter, boltinn fór í gegnum þvögu og í netið framhjá varnarlausum Handanovic í marki Inter sem hefði þó mögulega átt að gera betur. Jöfnunarmark Inter var af dýrari gerðinni en það kom á 86. mínútu. Eftir fyrirgjöf Kwadwo Asamoah barst boltinn á vítateiginn þar sem Mauro Icardi kom á fleygiferð og hamraði boltann í netið. Glæsilegt mark og dramatíkin átti eftir að verða enn meiri því í uppbótartíma skallaði Matias Vecino boltann í netið eftir hornspyrnu. Lokatölur 2-1 sigur Inter en grátlegt fyrir Tottenham að kasta þessu svona frá sér. Inter og Barcelona eru því með þrjú stig en Tottenham og PSV eru án stiga.