Þrjú mörk frá Messi í öruggum sigri Barcelona Anton Ingi Leifsson skrifar 18. september 2018 18:45 Lionel Messi skorar fyrsta markið úr aukaspyrnu. vísir/getty Það tók Barcelona tíma að brjóta niður þéttan hollenskan varnarmúr PSV í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Þegar þeir náðu að brjóta ísinn komu mörkin á færibandi en Barcelona vann að endingu 4-0 sigur. Fyrsta markið kom ekki úr óvæntri átt en það skoraði Lionel Messi á 32. mínútu leiksins. Hann skoraði þá beint úr aukaspyrnu, frábært mark. Varnarmúr PSV var þéttur og Börsungar náðu ekki mikið að opna PSV. Að auki fékk PSV nokkur virkilega góð upphlaup sem þeir hefðu mögulega getað gert betur í. Það var á 75. mínútu sem Ousmane Dembele kom Barcelona í 2-0. Hann skoraði þá frábært mark eftir laglegan einleik. Einungis mínútu síðar kom þriðja markið sem rak síðasta naglann í líkkistu PSV. Lionel Messi kláraði þá færið frábærlega eftir gull sendingu frá Ivan Rakitic. Fjörinu var ekki lokið því tíu mínútum fyrir leikslok fékk Samuel Umtiti sitt annað gula spjald og verður því í banni gegn Tottenham í næstu umferðinni. Messi var ekki hættur. Hann skoraði þriðja mark sitt og fjórða mark sitt tveimur mínútum fyrir leikslok eftir laglega sendingu inn fyrir vörn PSV. Lokatölur 4-0. Messi er fyrsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til þess að skora átta þrennur í Meistaradeildinni. Ótrúlegur knattspyrnumaður. Börsungar mæta Tottenham næst í London á meðan PSV fær heimaleik gegn Inter Milan en Inter vann dramatískan 2-1 sigur á Tottenham í kvöld. Meistaradeild Evrópu
Það tók Barcelona tíma að brjóta niður þéttan hollenskan varnarmúr PSV í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Þegar þeir náðu að brjóta ísinn komu mörkin á færibandi en Barcelona vann að endingu 4-0 sigur. Fyrsta markið kom ekki úr óvæntri átt en það skoraði Lionel Messi á 32. mínútu leiksins. Hann skoraði þá beint úr aukaspyrnu, frábært mark. Varnarmúr PSV var þéttur og Börsungar náðu ekki mikið að opna PSV. Að auki fékk PSV nokkur virkilega góð upphlaup sem þeir hefðu mögulega getað gert betur í. Það var á 75. mínútu sem Ousmane Dembele kom Barcelona í 2-0. Hann skoraði þá frábært mark eftir laglegan einleik. Einungis mínútu síðar kom þriðja markið sem rak síðasta naglann í líkkistu PSV. Lionel Messi kláraði þá færið frábærlega eftir gull sendingu frá Ivan Rakitic. Fjörinu var ekki lokið því tíu mínútum fyrir leikslok fékk Samuel Umtiti sitt annað gula spjald og verður því í banni gegn Tottenham í næstu umferðinni. Messi var ekki hættur. Hann skoraði þriðja mark sitt og fjórða mark sitt tveimur mínútum fyrir leikslok eftir laglega sendingu inn fyrir vörn PSV. Lokatölur 4-0. Messi er fyrsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til þess að skora átta þrennur í Meistaradeildinni. Ótrúlegur knattspyrnumaður. Börsungar mæta Tottenham næst í London á meðan PSV fær heimaleik gegn Inter Milan en Inter vann dramatískan 2-1 sigur á Tottenham í kvöld.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti