Mistök kostuðu okkur leikinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. september 2018 08:00 Martin Hermannsson fór fyrir liði Íslands í stigaskorun líkt og oft áður en hann var gríðarlega óheppinn að sniðskot hans fór ekki niður sem hefði líklegast dugað Íslandi til sigurs á lokasekúndum leiksins. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hóf undankeppni EuroBasket 2021 á svekkjandi þriggja stiga tapi 80-77 fyrir Portúgal ytra í gær. Var þetta fyrsti leikur Íslands í riðlakeppninni en ásamt Portúgal og Íslandi er Belgía í C-riðli. Fer eitt lið áfram á lokastig undankeppninnar og er Portúgal efst og eina liðið sem hefur leikið tvo leiki. Næsti leikur Íslands er gegn Belgíu í nóvember á heimavelli þar sem Ísland þarf á sigri að halda. Leikurinn var afar jafn í fyrri hálfleik, liðin skiptust á forskotinu og náði Ísland mest fimm stiga forskoti þó að Portúgal væri aldrei langt undan. Náði Portúgal forskotinu skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og ellefu stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta eftir slæman leikkafla hjá íslenska liðinu en Íslendingarnir neituðu að gefast upp.Gerðum of mörg mistök Elvar Friðriksson og Kári Jónsson áttu stóran þátt í því að Ísland komst aftur inn í leikinn og náði forskotinu en á lokametrunum sigu Portúgalar fram úr. Settu þeir fjögur síðustu stig leiksins og unnu nauman þriggja stiga sigur. Ísland fékk gott færi til að komast yfir þegar ellefu sekúndur voru eftir en niður vildi boltinn ekki og með því fóru möguleikar Íslands. Þjálfari landsliðsins, Craig Pedersen, var skiljanlega hundsvekktur er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans til Portúgals. „Tilfinningin er ekki góð og ég er afar vonsvikinn, við gerðum marga jákvæða hluti í leiknum en gerðum of mörg mistök til að vinna þennan leik. Við vorum að tapa boltanum á stöðum sem gáfu þeim auðveldar körfur, það er óboðlegt að gefa svona liði körfur þar sem þú getur ekki varist þeim,“ sagði Craig og hélt áfram: „Í varnarleiknum vorum við heldur ekki nægilega duglegir að ýta þeim út til að aðstoða Tryggva. Þeir fá stóra körfu upp úr sóknafrákasti þar sem menn gleyma sér sem má ekki gerast. Sú karfa gerði út af við okkur, þar voru menn einfaldlega ekki nógu beittir til að klára leikinn. Þetta var leikur þar sem smáatriðin skipta máli og ein sókn gerði útslagið. Við þurftum eina körfu til viðbótar og fengum færi til þess en það vantaði herslumuninn.“ Ísland átti góðar rispur í sóknarleiknum. „Í sókninni vorum við að fá fína möguleika, skapa okkur skot sem við viljum fá en náðum ekki að nýta þau nægilega vel.“ Það er ljóst að Ísland þarf helst að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru til að komast áfram. „Þeir eru með gott lið með leikmenn úr frábærum liðum en við sýndum það í dag að við getum unnið Portúgal. Þetta er jafn og spennandi riðill og það geta allir unnið alla,“ sagði Craig og hélt áfram: „Þeir fengu færi til að vinna Belgíu, rétt eins og við fengum tækifæri til að vinna hér í Portúgal. Nú verðum við að einbeita okkur að Belgíuleiknum og verja heimavöll okkar, við verðum að vinna þann leik,“ sagði Craig svekktur að lokum. Hann hefur nægan tíma til að fara yfir hvað fór úrskeiðis enda næsti leikur Íslands, gegn Belgíu á heimavelli, ekki fyrr en í nóvember. Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Tengdar fréttir Grátlegt tap í spennutrylli í Portúgal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði 80-77 gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins í fyrsta leik liðsins í forkeppni EM 2021. 16. september 2018 19:32 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hóf undankeppni EuroBasket 2021 á svekkjandi þriggja stiga tapi 80-77 fyrir Portúgal ytra í gær. Var þetta fyrsti leikur Íslands í riðlakeppninni en ásamt Portúgal og Íslandi er Belgía í C-riðli. Fer eitt lið áfram á lokastig undankeppninnar og er Portúgal efst og eina liðið sem hefur leikið tvo leiki. Næsti leikur Íslands er gegn Belgíu í nóvember á heimavelli þar sem Ísland þarf á sigri að halda. Leikurinn var afar jafn í fyrri hálfleik, liðin skiptust á forskotinu og náði Ísland mest fimm stiga forskoti þó að Portúgal væri aldrei langt undan. Náði Portúgal forskotinu skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og ellefu stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta eftir slæman leikkafla hjá íslenska liðinu en Íslendingarnir neituðu að gefast upp.Gerðum of mörg mistök Elvar Friðriksson og Kári Jónsson áttu stóran þátt í því að Ísland komst aftur inn í leikinn og náði forskotinu en á lokametrunum sigu Portúgalar fram úr. Settu þeir fjögur síðustu stig leiksins og unnu nauman þriggja stiga sigur. Ísland fékk gott færi til að komast yfir þegar ellefu sekúndur voru eftir en niður vildi boltinn ekki og með því fóru möguleikar Íslands. Þjálfari landsliðsins, Craig Pedersen, var skiljanlega hundsvekktur er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans til Portúgals. „Tilfinningin er ekki góð og ég er afar vonsvikinn, við gerðum marga jákvæða hluti í leiknum en gerðum of mörg mistök til að vinna þennan leik. Við vorum að tapa boltanum á stöðum sem gáfu þeim auðveldar körfur, það er óboðlegt að gefa svona liði körfur þar sem þú getur ekki varist þeim,“ sagði Craig og hélt áfram: „Í varnarleiknum vorum við heldur ekki nægilega duglegir að ýta þeim út til að aðstoða Tryggva. Þeir fá stóra körfu upp úr sóknafrákasti þar sem menn gleyma sér sem má ekki gerast. Sú karfa gerði út af við okkur, þar voru menn einfaldlega ekki nógu beittir til að klára leikinn. Þetta var leikur þar sem smáatriðin skipta máli og ein sókn gerði útslagið. Við þurftum eina körfu til viðbótar og fengum færi til þess en það vantaði herslumuninn.“ Ísland átti góðar rispur í sóknarleiknum. „Í sókninni vorum við að fá fína möguleika, skapa okkur skot sem við viljum fá en náðum ekki að nýta þau nægilega vel.“ Það er ljóst að Ísland þarf helst að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru til að komast áfram. „Þeir eru með gott lið með leikmenn úr frábærum liðum en við sýndum það í dag að við getum unnið Portúgal. Þetta er jafn og spennandi riðill og það geta allir unnið alla,“ sagði Craig og hélt áfram: „Þeir fengu færi til að vinna Belgíu, rétt eins og við fengum tækifæri til að vinna hér í Portúgal. Nú verðum við að einbeita okkur að Belgíuleiknum og verja heimavöll okkar, við verðum að vinna þann leik,“ sagði Craig svekktur að lokum. Hann hefur nægan tíma til að fara yfir hvað fór úrskeiðis enda næsti leikur Íslands, gegn Belgíu á heimavelli, ekki fyrr en í nóvember.
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Tengdar fréttir Grátlegt tap í spennutrylli í Portúgal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði 80-77 gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins í fyrsta leik liðsins í forkeppni EM 2021. 16. september 2018 19:32 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Sjá meira
Grátlegt tap í spennutrylli í Portúgal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði 80-77 gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins í fyrsta leik liðsins í forkeppni EM 2021. 16. september 2018 19:32