Haraldur: Gleymdi að skoða vítaspyrnurnar þeirra Smári Jökull Jónsson skrifar 15. september 2018 22:52 Stjörnumenn í stúkunni í kvöld. vísir/daníel Haraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var eins og við mátti búast ánægður eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Haraldur varði eina spyrnu Blika í vítaspyrnukeppninni. „Ég hef einu sinni farið í vítaspyrnukeppni áður í svona leik, ég held bara aldrei í svona stórum leik. Maður var bara að taka því eins og það gerðist. Þetta var skrítið fyrirkomulag þetta ABBA, fá tvær spyrnur í röð. Við börðumst eins og ljón. Það voru erfiðar aðstæður, smá rigning og vindur en bara geggjað, algjörlega geggjað.” Haraldur átti stóran þátt í sigri Garðbæingana, hann átti nokkrar frábærar vörslur í venjulegum leiktíma. Mikilvægasta sem hann gerði í leiknum var þó eflaust þegar hann varði frá Arnóri Gauta Ragnarssyni framherja Breiðabliks í vítaspyrnukeppninni. Varstu búinn að undirbúa þig sérstaklega fyrir vítaspyrnur? „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá gleymdi ég að skoða vítaspyrnukeppnina þeirra á móti Ólafsvík. Fjalar (Þorgeirsson, markmannsþjálfari Stjörnunnar) skrifaði það á flöskuna mína og það eiginlega skóp það. Ég vissi hvar svona þeir myndu fara og það hjálpaði mikið til,” sagði Haraldur aðspurður hvort hann hafi undirbúið sig eitthvað sérstaklega fyrir vítaspyrnukeppni. Stuðningsmennirnir hérna uppi í stúku gjörsamlega frábærir, hvernig verður fagnað Garðabænum í kvöld? „Ég veit það ekki, kannski einn kaldur þar sem við eigum mjög mikilvægan leik á miðvikudaginn og við verðum náttúrulega að undirbúa okkur fyrir það, við erum baráttu um Íslandsmeistaratitilinn þannig að það gerist ekki betra” Stjarnan á leik gegn KA í Garðabænum á miðvikudaginn en Stjarnan situr í öðru sæti Pepsi-deildarinnar með 39 stig, einu stig á eftir Val. Einungis þrír leikir eru eftir af tímabilinu og því skiptir hver einasti leikur gríðarlega miklu máli. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan 4-1 Breiðablik | Stjarnan bikarmeistari eftir vítaspyrnukeppni Stjarnan úr Garðabæ er Mjólkurbikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar í karlaflokki. 15. september 2018 23:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Haraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var eins og við mátti búast ánægður eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Haraldur varði eina spyrnu Blika í vítaspyrnukeppninni. „Ég hef einu sinni farið í vítaspyrnukeppni áður í svona leik, ég held bara aldrei í svona stórum leik. Maður var bara að taka því eins og það gerðist. Þetta var skrítið fyrirkomulag þetta ABBA, fá tvær spyrnur í röð. Við börðumst eins og ljón. Það voru erfiðar aðstæður, smá rigning og vindur en bara geggjað, algjörlega geggjað.” Haraldur átti stóran þátt í sigri Garðbæingana, hann átti nokkrar frábærar vörslur í venjulegum leiktíma. Mikilvægasta sem hann gerði í leiknum var þó eflaust þegar hann varði frá Arnóri Gauta Ragnarssyni framherja Breiðabliks í vítaspyrnukeppninni. Varstu búinn að undirbúa þig sérstaklega fyrir vítaspyrnur? „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá gleymdi ég að skoða vítaspyrnukeppnina þeirra á móti Ólafsvík. Fjalar (Þorgeirsson, markmannsþjálfari Stjörnunnar) skrifaði það á flöskuna mína og það eiginlega skóp það. Ég vissi hvar svona þeir myndu fara og það hjálpaði mikið til,” sagði Haraldur aðspurður hvort hann hafi undirbúið sig eitthvað sérstaklega fyrir vítaspyrnukeppni. Stuðningsmennirnir hérna uppi í stúku gjörsamlega frábærir, hvernig verður fagnað Garðabænum í kvöld? „Ég veit það ekki, kannski einn kaldur þar sem við eigum mjög mikilvægan leik á miðvikudaginn og við verðum náttúrulega að undirbúa okkur fyrir það, við erum baráttu um Íslandsmeistaratitilinn þannig að það gerist ekki betra” Stjarnan á leik gegn KA í Garðabænum á miðvikudaginn en Stjarnan situr í öðru sæti Pepsi-deildarinnar með 39 stig, einu stig á eftir Val. Einungis þrír leikir eru eftir af tímabilinu og því skiptir hver einasti leikur gríðarlega miklu máli.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan 4-1 Breiðablik | Stjarnan bikarmeistari eftir vítaspyrnukeppni Stjarnan úr Garðabæ er Mjólkurbikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar í karlaflokki. 15. september 2018 23:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan 4-1 Breiðablik | Stjarnan bikarmeistari eftir vítaspyrnukeppni Stjarnan úr Garðabæ er Mjólkurbikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar í karlaflokki. 15. september 2018 23:30