Það blæs ekki byrlega fyrir Emil Hallfreðsson og félaga hans í Frosinone en liðið er enn í leit að sínum fyrsta sigri í ítölsku úrvalsdeildinni.
Raunar er liðið einnig í leit að sínu fyrsta marki og það var ekki nálægt því að koma í kvöld þegar Sampdoria kom í heimsókn.
Emil hóf leik á bekknum en var skipt inná á 62.mínútu. Þá var staðan orðin 0-3 fyrir Sampdoria. Gestirnir náðu að bæta tveimur mörkum við eftir innkomu Emils og lauk leiknum með 0-5 sigri Sampdoria.
Frosinone í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig eftir fyrstu fjóra leikina og markatöluna 0-10.
