Skotinn hefur verið lengi á Íslandi og er hér með konu og barn. Dagurinn byrjar hjá Lennon með syni sínum, Leo, en Lennon segir að sonurinn elski Brand:
„Hann elskar Brand. Hann er glory hunter svo hann elskar þá sem skorar,” sagði Lennon léttur í bragði. „Hann elskar líka Harry Kane.”
Eftir að búið var að skila syninum á leikskólanum var farið í göngutúr með hundinn hans Lennon og þar kom margt skemmtilegt fram:
„Þegar ég byrjaði að spila fótbolta var ég hægri bakvörður en þeir voru fljótir að átta sig að ég gæti ekki varist svo ég færðist framar á völlinn.”
Allan þáttinn má sjá hér að neðan en þar kemur margt athyglivert fram.