Örlítið samhengi Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 13. september 2018 19:54 Katrín Jakobsdóttir hitti börn sem vildu lækkun á ís og gamalt fólk sem gladdist með henni yfir fullveldinu. Ég vil ekki gera lítið úr henni, börnunum eða gleðinni yfir fullveldinu, alls ekki, en mig langar samt að segja þetta: Ég hitti konur sem leigja bílskúr fyrir 150.000 krónur á mánuði, sem vinna burtu sumarfríin sín (sem ég hef líka gert) af því þær vantar alltaf meiri pening af því að þrátt fyrir að þær vinni eins og skepnur þá hafa þær í ráðstöfunartekjur 260.000 kall á mánuði, ég hitti konur sem eru enn að reyna að krafsa sig undan Hruninu, sem eru í viðbjóðslegum skuldafjötrum 10 árum eftir að sturlaðir kapítalistar rústuðu lífi alþýðufólks á Íslandi, ég hitti konur sem hafa unnið „konustörf“ alla sína ævi og aldrei fengið neitt fyrir nema rétt nóg fyrir ferðunum í Bónus, konur sem hafa þurft að þola það að í þær sé kastað þúsundkalli hér og þúsundkalli þar og það kallað „kaupmáttaraukning“, ég hitti konur sem geta ekki leigt í Reykjavík, sem er ýtt útaf sturluðum leigumarkaði þar og þurfa því að fara langar vegalengdir til að sækja vinnu, með öllum þeim tryllta kostnaði sem því fylgir, ég hitti konur sem misstu húsnæðið sitt og fengu þau „ráð“ hjá kerfinu að leita skjóls hjá Kvennaathvarfinu (það þarf kannski að fara að opna athvarf fyrir þau sem verða fyrir efnhagslegu ofbeldi samræmdar láglaunastefnu?), ég hitti konur héðan og þaðan sem vinna á útsölumarkaði íslensks atvinnulífs, alla sína ævi, frá því að þær eru unglingsstelpur og fram á gamals aldur og geta samt aldrei, aldrei strokið um frjálst höfuð efnhagslega.Börn eru frábær, ís er góður, það er gaman að spjalla um liðna tíð og sumum er fullveldið hugleikið. En getum við ekki verið sammála um það að á meðan stórum hópi fólks er haldið, með öllum tiltækum ráðum, pikkföstum á botni hins efnhagslega stigveldis, að á meðan 70 fermetra blokkaíbúð í Breiðholtinu er leigð af harðsvíruðum kapítalistum á 240.000 krónur á mánuði og 43 fermetra íbúð á 171.000 krónur á mánuði, á meðan manneskja á lágmarkslaunum fær útborgað til framfærslu 235.508 krónur á mánuði, að á meðan staðan er svona í blessuði fullveldinu, þá er kannski hægt að geyma samtöl um ís og einbeita sér að því sem skiptir máli sem hlýtur meðal annars að vera þetta: Hvað teljum við vera í lagi að bjóða fullorðnu vinnandi fólki uppá í íslensku samfélagi? Þegar við erum búin að komast að ásættanlegri og mannsæmandi niðurstöðu þar getum kannski farið að ræða ís og fullveldi. Ég vil gjarnan, líkt og Katrín, skila ungu kynslóðinni góðu búi en ég sætti mig ekki við að góða búið sé byggt upp á vinnu fólks sem fær ekki réttmætan skerf af búsældinni. Það er einfaldlega svo einfalt.Grein Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, birtist fyrst á Facebook-vegg hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir hitti börn sem vildu lækkun á ís og gamalt fólk sem gladdist með henni yfir fullveldinu. Ég vil ekki gera lítið úr henni, börnunum eða gleðinni yfir fullveldinu, alls ekki, en mig langar samt að segja þetta: Ég hitti konur sem leigja bílskúr fyrir 150.000 krónur á mánuði, sem vinna burtu sumarfríin sín (sem ég hef líka gert) af því þær vantar alltaf meiri pening af því að þrátt fyrir að þær vinni eins og skepnur þá hafa þær í ráðstöfunartekjur 260.000 kall á mánuði, ég hitti konur sem eru enn að reyna að krafsa sig undan Hruninu, sem eru í viðbjóðslegum skuldafjötrum 10 árum eftir að sturlaðir kapítalistar rústuðu lífi alþýðufólks á Íslandi, ég hitti konur sem hafa unnið „konustörf“ alla sína ævi og aldrei fengið neitt fyrir nema rétt nóg fyrir ferðunum í Bónus, konur sem hafa þurft að þola það að í þær sé kastað þúsundkalli hér og þúsundkalli þar og það kallað „kaupmáttaraukning“, ég hitti konur sem geta ekki leigt í Reykjavík, sem er ýtt útaf sturluðum leigumarkaði þar og þurfa því að fara langar vegalengdir til að sækja vinnu, með öllum þeim tryllta kostnaði sem því fylgir, ég hitti konur sem misstu húsnæðið sitt og fengu þau „ráð“ hjá kerfinu að leita skjóls hjá Kvennaathvarfinu (það þarf kannski að fara að opna athvarf fyrir þau sem verða fyrir efnhagslegu ofbeldi samræmdar láglaunastefnu?), ég hitti konur héðan og þaðan sem vinna á útsölumarkaði íslensks atvinnulífs, alla sína ævi, frá því að þær eru unglingsstelpur og fram á gamals aldur og geta samt aldrei, aldrei strokið um frjálst höfuð efnhagslega.Börn eru frábær, ís er góður, það er gaman að spjalla um liðna tíð og sumum er fullveldið hugleikið. En getum við ekki verið sammála um það að á meðan stórum hópi fólks er haldið, með öllum tiltækum ráðum, pikkföstum á botni hins efnhagslega stigveldis, að á meðan 70 fermetra blokkaíbúð í Breiðholtinu er leigð af harðsvíruðum kapítalistum á 240.000 krónur á mánuði og 43 fermetra íbúð á 171.000 krónur á mánuði, á meðan manneskja á lágmarkslaunum fær útborgað til framfærslu 235.508 krónur á mánuði, að á meðan staðan er svona í blessuði fullveldinu, þá er kannski hægt að geyma samtöl um ís og einbeita sér að því sem skiptir máli sem hlýtur meðal annars að vera þetta: Hvað teljum við vera í lagi að bjóða fullorðnu vinnandi fólki uppá í íslensku samfélagi? Þegar við erum búin að komast að ásættanlegri og mannsæmandi niðurstöðu þar getum kannski farið að ræða ís og fullveldi. Ég vil gjarnan, líkt og Katrín, skila ungu kynslóðinni góðu búi en ég sætti mig ekki við að góða búið sé byggt upp á vinnu fólks sem fær ekki réttmætan skerf af búsældinni. Það er einfaldlega svo einfalt.Grein Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, birtist fyrst á Facebook-vegg hennar.
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun