Upphitun: Hver vinnur í gufubaðinu í Singapúr? Bragi Þórðarson skrifar 14. september 2018 06:00 Hamilton mætir til leiks í Singapúr. vísir/getty Um helgina verður keppt undir flóðljósunum við höfn Singapúr er fimmtánda umferðin í Formúlu 1 fer fram. Kappaksturinn er einn sá magnaðasti ár hvert, ekki bara vegna þess að keyrt er að nóttu til, heldur er Marina Bay brautin ein sú erfiðasta á dagatalinu. „Þetta er eins og að keyra í gufubaði‘‘ sagði Stoffel Vandoorne eftir kappaksturinn í Singapúr í fyrra. Lofthiti fer oft yfir 30 gráður og rakastigið er u.þ.b. 80 prósent. Brautin er rúmir fimm kílómetrar að lengd og missa ökumenn þrjú til fjögur kíló í kappakstrinum.10 ár liðin frá „crashgate” Það hefur verið keppt á brautinni öll ár frá 2008 og hafa margir eftirminnilegir kappakstrar átt sér stað í Singapúr. Í fyrra skullu Ferrari bílarnir saman á fyrsta hring með þeim afleiðingum að bæði Kimi Raikkonen og Sebastian Vettel urðu frá að hverfa. Árið 2008, fyrsta ár keppninnar, kom upp eitt vafasamasta augnablik í 60 ára sögu Formúlu 1. Þá klessti Nelson Piquet Jr. Renault bíl sínum á vegg með þeim afleiðingum að öryggisbíllinn var kallaður út. Þá gat liðsfélagi Piquet, Fernando Alonso, farið inná þjónustusvæðið og fyrir vikið vann Alonso kappaksturinn. Ári eftir atvikið kom í ljós að Renault liðið skipaði Piquet að klessa viljandi á vegginn til að fá öryggisbílinn út. Allir helstu stjórnarmenn liðsins voru settir í bann frá Formúlu 1, liðið missti alla styrktaraðila sýna og hætti starfsemi ári seinna. Renault snéri þó aftur í sportið árið 2016.Hvað gerir Vettel sem þarf sigur?vísir/gettyVettel þarf sigur Það var í þessari keppni í fyrra sem að titilslagur Sebastian Vettel tók ranga stefnu eftir samstuðið við Raikkonen. Nú er Þjóðverjinn 30 stigum á eftir aðal keppinauti sínum, Lewis Hamilton, í slagnum um titil ökumanna. Vettel þarf því á sigri að halda ef hann ætlar að stoppa Bretann í að ná sínum fimmta titli. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verður allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Ræsing í kappakstrinum verður klukkan 12 á sunnudaginn. Formúla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Um helgina verður keppt undir flóðljósunum við höfn Singapúr er fimmtánda umferðin í Formúlu 1 fer fram. Kappaksturinn er einn sá magnaðasti ár hvert, ekki bara vegna þess að keyrt er að nóttu til, heldur er Marina Bay brautin ein sú erfiðasta á dagatalinu. „Þetta er eins og að keyra í gufubaði‘‘ sagði Stoffel Vandoorne eftir kappaksturinn í Singapúr í fyrra. Lofthiti fer oft yfir 30 gráður og rakastigið er u.þ.b. 80 prósent. Brautin er rúmir fimm kílómetrar að lengd og missa ökumenn þrjú til fjögur kíló í kappakstrinum.10 ár liðin frá „crashgate” Það hefur verið keppt á brautinni öll ár frá 2008 og hafa margir eftirminnilegir kappakstrar átt sér stað í Singapúr. Í fyrra skullu Ferrari bílarnir saman á fyrsta hring með þeim afleiðingum að bæði Kimi Raikkonen og Sebastian Vettel urðu frá að hverfa. Árið 2008, fyrsta ár keppninnar, kom upp eitt vafasamasta augnablik í 60 ára sögu Formúlu 1. Þá klessti Nelson Piquet Jr. Renault bíl sínum á vegg með þeim afleiðingum að öryggisbíllinn var kallaður út. Þá gat liðsfélagi Piquet, Fernando Alonso, farið inná þjónustusvæðið og fyrir vikið vann Alonso kappaksturinn. Ári eftir atvikið kom í ljós að Renault liðið skipaði Piquet að klessa viljandi á vegginn til að fá öryggisbílinn út. Allir helstu stjórnarmenn liðsins voru settir í bann frá Formúlu 1, liðið missti alla styrktaraðila sýna og hætti starfsemi ári seinna. Renault snéri þó aftur í sportið árið 2016.Hvað gerir Vettel sem þarf sigur?vísir/gettyVettel þarf sigur Það var í þessari keppni í fyrra sem að titilslagur Sebastian Vettel tók ranga stefnu eftir samstuðið við Raikkonen. Nú er Þjóðverjinn 30 stigum á eftir aðal keppinauti sínum, Lewis Hamilton, í slagnum um titil ökumanna. Vettel þarf því á sigri að halda ef hann ætlar að stoppa Bretann í að ná sínum fimmta titli. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verður allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Ræsing í kappakstrinum verður klukkan 12 á sunnudaginn.
Formúla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira