Nýr framkvæmdastjóri Marel á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. september 2018 15:17 Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir Aðsend Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Marel á Íslandi. Guðbjörg hefur undanfarin tvö ár stýrt vöruþróunarstarfsemi félagsins á Íslandi og Bretlandi, auk þess sem hún hefur verið verkefnastjóri í vöruþróun fiskvinnslubúnaðar. Guðbjörg tekur við starfinu af Nótt Thorberg sem nú kveður Marel. Í tilkynningu frá Marel segir að Guðbjörg muni leiða starfsemi félagsins á Íslandi í nánu samstarfi við iðnaði og alþjóðleg stoðsvið félagsins samhliða því sem hún mun áfram stýra vöruþróun á Íslandi. Í tilkynningunni er haft eftir Guðbjörgu að hún sé spennt fyrir komandi verkefnum. „Miðað við stöðuna í dag þá eru allar líkur á að eftir þrjá áratugi verði heildarfjöldi mannkyns 10 milljarðar og spurn eftir matvælum mun aukast um 50% á næstu 10 árum. Við stöndum því frammi fyrir því úrlausnarefni að vinna matvæli án þess að ganga á þverrandi auðlindir jarðarinnar. Matvæli þurfa að vera örugg, rekjanleg og framleidd með sjálfbærum og skilvirkum hætti,“ segir Guðbjörg. „Þetta úrlausnarefni verður ekki leyst án nýsköpunar og vöruþróunar og það erum við í Marel að gera. Starfsemi Marel í Garðabæ samanstendur af gríðarlega öflugu teymi í vöruþróun og hugbúnaði sem í samvinnu við frábært framleiðsluteymi vinnur að því að færa matvælaframleiðslu til framtíðarinnar. Ég er gríðarlega spennt fyrir þessu verkefni og hlakka til að vinna með öflugu og samheldnu liði að sameiginlegum markmiðum.“ Guðbjörg er 38 ára gömul og er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfaviðskiptum. Hún hefur starfað hjá Marel frá árinu 2011 en áður starfaði hún við greiningu hjá Eyri Invest. Hún á tvær dætur, 2 ára og 12 ára. Vistaskipti Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Marel á Íslandi. Guðbjörg hefur undanfarin tvö ár stýrt vöruþróunarstarfsemi félagsins á Íslandi og Bretlandi, auk þess sem hún hefur verið verkefnastjóri í vöruþróun fiskvinnslubúnaðar. Guðbjörg tekur við starfinu af Nótt Thorberg sem nú kveður Marel. Í tilkynningu frá Marel segir að Guðbjörg muni leiða starfsemi félagsins á Íslandi í nánu samstarfi við iðnaði og alþjóðleg stoðsvið félagsins samhliða því sem hún mun áfram stýra vöruþróun á Íslandi. Í tilkynningunni er haft eftir Guðbjörgu að hún sé spennt fyrir komandi verkefnum. „Miðað við stöðuna í dag þá eru allar líkur á að eftir þrjá áratugi verði heildarfjöldi mannkyns 10 milljarðar og spurn eftir matvælum mun aukast um 50% á næstu 10 árum. Við stöndum því frammi fyrir því úrlausnarefni að vinna matvæli án þess að ganga á þverrandi auðlindir jarðarinnar. Matvæli þurfa að vera örugg, rekjanleg og framleidd með sjálfbærum og skilvirkum hætti,“ segir Guðbjörg. „Þetta úrlausnarefni verður ekki leyst án nýsköpunar og vöruþróunar og það erum við í Marel að gera. Starfsemi Marel í Garðabæ samanstendur af gríðarlega öflugu teymi í vöruþróun og hugbúnaði sem í samvinnu við frábært framleiðsluteymi vinnur að því að færa matvælaframleiðslu til framtíðarinnar. Ég er gríðarlega spennt fyrir þessu verkefni og hlakka til að vinna með öflugu og samheldnu liði að sameiginlegum markmiðum.“ Guðbjörg er 38 ára gömul og er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfaviðskiptum. Hún hefur starfað hjá Marel frá árinu 2011 en áður starfaði hún við greiningu hjá Eyri Invest. Hún á tvær dætur, 2 ára og 12 ára.
Vistaskipti Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira