Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. september 2018 15:00 Vonast er til að framtíð verslunarrýmisins á Hallveigarstíg verður opinberuð fyrir miðjan nóvember. ja.is Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins. Fátt hafi verið því til fyrirstöðu að selja frekar Bónusverslunina í Kjörgarði á Laugavegi, sáttaviðræðurnar hafi hins vegar endað „með þessum hætti.“ Greint var frá því í gær að Samkeppniseftirlitið hafi fallist á samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV - en þó með skilyrðum. Meðal þeirra var sala á eignum, til að mynda fyrrnefndri Bónusverslun við Hallveigarstíg sem og verslunum Bónus í Skeifunni og Smiðjuvegi í Kópavogi en búið er að finna kaupendur að öllum fasteignunum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir í samtali við Vísi að salan á Bónusverslununum þremur hafi byggt á mati Samkeppniseftirlitsins á aðstæðum á markaði. „Það er okkar að koma með tillögur [að lokunum verslana] sem byggja á þeim vandamálum sem eftirlitið sér. Ef að það eru svæðisbundin vandamál, ef velta í dagvöru er meiri heldur en eftirlitið telur eðlilegt eftir samrunann þá er það okkar að koma með tillögur að lausn á því - sem að er þessi,“ útskýrir Finnur. Aðspurður um hvort Samkeppniseftirlitið hafi því sé eitthvað að aðstæðum í Skeifunni, Laugavegi og Kópavogi segir Finnur að umræddar verslanir séu á því sem kalla mætti „lykilstaðsetningar“ á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sé mikil byggð í kringum verslanirnar þrjár, auk þess sem mikil umferð akandi og gangandi vegfarenda eigi leið um Smiðjuveg, Skeifu og Hallveigarstíg.Finnur Árnason, forstjóri HagaFyrir samrunann rak Bónus tvær verslanir í miðborg Reykjavíkur, við Hallveigarstíg og við Laugaveg - en hvað útskýrði það að ákveðið var frekar að selja fyrrnefndu verslunina? „Það hefði getað verið hvort sem er. Þetta voru bara sáttaviðræður sem enduðu með þessum hætti,“ segir Finnur. Vísir hefur fengið veður af óánægju miðborgarbúa með lokunina á Hallveigarstíg. Bónusverslunin í Kjörgarði sé í um 700 metra fjarlægð, sem er dágóð vegalengd þegar gengið er með innkaupapoka, og þá eru einnig færri bílastæði við Kjörgarð en við Hallveigarstíg. Finnur segir að Hagar hafi ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. Hann vonist þó til að viðskiptavinir Bónus haldi áfram að koma í verslanir þeirra. Þær má til að mynda finna í fyrrnefndum Kjörgarði, á Fiskislóð og í Skipholti. Sem fyrr segir er búið að undirrita kaupsamning um fasteignina sem hýsti Bónus á Hallveigarstíg. Finnur segir þó að ekki sé tímabært að greina frá því frá því hver kaupandinn er meðan enn er beðið mats Samkeppniseftirlitsins á hæfi kaupandans. Íbúar miðborgarinnar þurfa því að bíða með öndina í hálsinum, jafnvel fram undir miðjan nóvember, áður en tilkynnt verður um framtíð verslunarrýmisins. Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15 Hagar og Olís sameinast í eitt félag Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. 12. september 2018 06:30 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins. Fátt hafi verið því til fyrirstöðu að selja frekar Bónusverslunina í Kjörgarði á Laugavegi, sáttaviðræðurnar hafi hins vegar endað „með þessum hætti.“ Greint var frá því í gær að Samkeppniseftirlitið hafi fallist á samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV - en þó með skilyrðum. Meðal þeirra var sala á eignum, til að mynda fyrrnefndri Bónusverslun við Hallveigarstíg sem og verslunum Bónus í Skeifunni og Smiðjuvegi í Kópavogi en búið er að finna kaupendur að öllum fasteignunum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir í samtali við Vísi að salan á Bónusverslununum þremur hafi byggt á mati Samkeppniseftirlitsins á aðstæðum á markaði. „Það er okkar að koma með tillögur [að lokunum verslana] sem byggja á þeim vandamálum sem eftirlitið sér. Ef að það eru svæðisbundin vandamál, ef velta í dagvöru er meiri heldur en eftirlitið telur eðlilegt eftir samrunann þá er það okkar að koma með tillögur að lausn á því - sem að er þessi,“ útskýrir Finnur. Aðspurður um hvort Samkeppniseftirlitið hafi því sé eitthvað að aðstæðum í Skeifunni, Laugavegi og Kópavogi segir Finnur að umræddar verslanir séu á því sem kalla mætti „lykilstaðsetningar“ á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sé mikil byggð í kringum verslanirnar þrjár, auk þess sem mikil umferð akandi og gangandi vegfarenda eigi leið um Smiðjuveg, Skeifu og Hallveigarstíg.Finnur Árnason, forstjóri HagaFyrir samrunann rak Bónus tvær verslanir í miðborg Reykjavíkur, við Hallveigarstíg og við Laugaveg - en hvað útskýrði það að ákveðið var frekar að selja fyrrnefndu verslunina? „Það hefði getað verið hvort sem er. Þetta voru bara sáttaviðræður sem enduðu með þessum hætti,“ segir Finnur. Vísir hefur fengið veður af óánægju miðborgarbúa með lokunina á Hallveigarstíg. Bónusverslunin í Kjörgarði sé í um 700 metra fjarlægð, sem er dágóð vegalengd þegar gengið er með innkaupapoka, og þá eru einnig færri bílastæði við Kjörgarð en við Hallveigarstíg. Finnur segir að Hagar hafi ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. Hann vonist þó til að viðskiptavinir Bónus haldi áfram að koma í verslanir þeirra. Þær má til að mynda finna í fyrrnefndum Kjörgarði, á Fiskislóð og í Skipholti. Sem fyrr segir er búið að undirrita kaupsamning um fasteignina sem hýsti Bónus á Hallveigarstíg. Finnur segir þó að ekki sé tímabært að greina frá því frá því hver kaupandinn er meðan enn er beðið mats Samkeppniseftirlitsins á hæfi kaupandans. Íbúar miðborgarinnar þurfa því að bíða með öndina í hálsinum, jafnvel fram undir miðjan nóvember, áður en tilkynnt verður um framtíð verslunarrýmisins.
Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15 Hagar og Olís sameinast í eitt félag Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. 12. september 2018 06:30 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15
Hagar og Olís sameinast í eitt félag Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. 12. september 2018 06:30