Umdeildar leiguþyrlur fá grænt ljós frá áhöfnum Gæslunnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. september 2018 07:15 Super Puma af þeirri gerð sem leysa á tvær núverandi þyrlur Landhelgisgæslunnar af hólmi. „Ég býst við að Landhelgisgæslan taki þessar þyrlur,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Landhelgisgæslan samdi í maí um að fá til sín nýrri gerð af Airbus Super Puma H225 þyrlum í stað tveggja eldri sem hér eru. Gerðin sem er væntanleg á ekki upp á pallborðið í Bretlandi og Noregi eftir mannskæð slys í þessum löndum 2009 og 2016. Eftir að herþyrla með gírkassa frá Airbus hrapaði í Suður-Kóreu um miðjan júlí kallaði Ingvar eftir því að Landhelgisgæslan endurmæti stöðuna. Walter Erhart, þyrluflugstjóri og staðgengill flugrekstrarstjóra, segir að þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar hafi á dögunum fengið ítarlega kynningu á eiginleikum og getu Super Puma H225 þyrlanna. „Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um komu þeirra en ég yrði mjög ánægður ef svo yrði. Að kynningu lokinni var ekki annað að sjá og heyra en að áhafnarmeðlimir teldu komu vélanna vera ákaflega heillavænlegt skref fyrir Landhelgisgæsluna,“ segir Walter.Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.„Menn náttúrlega hrukku í kút þegar þetta gerðist í Suður-Kóreu en það blasir núna við að það er allt önnur atburðarás þar. Við vitum að þetta var ekki gírkassinn sem gaf sig – það er alveg á hreinu,“ segir Ingvar. Slysin í Noregi og Skotlandi eru einmitt rakin til galla í gírkassa. Ingvar segir orsökina hafa verið slit í legum gírkassans. Tvö fyrirtæki hafi framleitt legurnar og Airbus hafi hætt viðskiptum við það fyrirtæki sem framleiddi legurnar sem voru í þyrlunum sem fórust. „Airbus er hreinlega búið að taka þessa legu úr umferð og þar með eru menn í raun og veru búnir að leysa þetta vandamál,“ segir Ingvar. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í júlí telur rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi, sem skilaði skýrslu um slysið 2016, að Airbus þyrfti að endurhanna gírkassann. „Rökstuðningurinn að baki þeirri tillögu er dálítið í uppástungustíl,“ segir Ingvar um þetta. Ingvar og Walter minna á að Flugöryggisstofnun Evrópu og eftirlitsaðilar allra landa hafi gefið óskert leyfi til flugs á þyrlunum. „Það er ekkert á borðinu sem vefengir eða truflar það mat og mér heyrist að flugmenn Gæslunnar séu sáttir við farveginn sem málið er í. Og fyrir okkar leyti þá berum við alveg fullt traust til tæknistjóra og flugrekstrarstjóra Gæslunnar um að taka ákvarðanir í þessa veru,“ segir formaður flugöryggisnefndar FÍA. Ekki fékkst staðfest í gær hjá Landhelgisgæslunni hvort endanleg ákvörðun hefði verið tekin um að leigja umræddar þyrlur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Fleiri fréttir Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Sjá meira
„Ég býst við að Landhelgisgæslan taki þessar þyrlur,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Landhelgisgæslan samdi í maí um að fá til sín nýrri gerð af Airbus Super Puma H225 þyrlum í stað tveggja eldri sem hér eru. Gerðin sem er væntanleg á ekki upp á pallborðið í Bretlandi og Noregi eftir mannskæð slys í þessum löndum 2009 og 2016. Eftir að herþyrla með gírkassa frá Airbus hrapaði í Suður-Kóreu um miðjan júlí kallaði Ingvar eftir því að Landhelgisgæslan endurmæti stöðuna. Walter Erhart, þyrluflugstjóri og staðgengill flugrekstrarstjóra, segir að þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar hafi á dögunum fengið ítarlega kynningu á eiginleikum og getu Super Puma H225 þyrlanna. „Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um komu þeirra en ég yrði mjög ánægður ef svo yrði. Að kynningu lokinni var ekki annað að sjá og heyra en að áhafnarmeðlimir teldu komu vélanna vera ákaflega heillavænlegt skref fyrir Landhelgisgæsluna,“ segir Walter.Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.„Menn náttúrlega hrukku í kút þegar þetta gerðist í Suður-Kóreu en það blasir núna við að það er allt önnur atburðarás þar. Við vitum að þetta var ekki gírkassinn sem gaf sig – það er alveg á hreinu,“ segir Ingvar. Slysin í Noregi og Skotlandi eru einmitt rakin til galla í gírkassa. Ingvar segir orsökina hafa verið slit í legum gírkassans. Tvö fyrirtæki hafi framleitt legurnar og Airbus hafi hætt viðskiptum við það fyrirtæki sem framleiddi legurnar sem voru í þyrlunum sem fórust. „Airbus er hreinlega búið að taka þessa legu úr umferð og þar með eru menn í raun og veru búnir að leysa þetta vandamál,“ segir Ingvar. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í júlí telur rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi, sem skilaði skýrslu um slysið 2016, að Airbus þyrfti að endurhanna gírkassann. „Rökstuðningurinn að baki þeirri tillögu er dálítið í uppástungustíl,“ segir Ingvar um þetta. Ingvar og Walter minna á að Flugöryggisstofnun Evrópu og eftirlitsaðilar allra landa hafi gefið óskert leyfi til flugs á þyrlunum. „Það er ekkert á borðinu sem vefengir eða truflar það mat og mér heyrist að flugmenn Gæslunnar séu sáttir við farveginn sem málið er í. Og fyrir okkar leyti þá berum við alveg fullt traust til tæknistjóra og flugrekstrarstjóra Gæslunnar um að taka ákvarðanir í þessa veru,“ segir formaður flugöryggisnefndar FÍA. Ekki fékkst staðfest í gær hjá Landhelgisgæslunni hvort endanleg ákvörðun hefði verið tekin um að leigja umræddar þyrlur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Fleiri fréttir Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent