Dæmi um sáramyndun og slæm áhrif á velferð vegna lúsar Sveinn Arnarsson skrifar 11. september 2018 06:00 Dæmi eru um að allur fiskur hafi verið alvarlega lúsugur í kvíum laxeldisfyrirtækja þar sem sár hafi verið farin að myndast á fisknum sem hafi haft áhrif á hann. Vísir/Pjetur Fiskeldi Frá árinu 2017 hafa íslensk fiskeldisfyrirtæki, sem rækta fisk sinn í sjó, óskað fjórum sinnum eftir leyfi Matvælastofnunar (MAST) til að nota lúsaeitur til meðhöndlunar á fiski sínum. Dæmi eru um að allur fiskur hafi verið alvarlega lúsugur í kvíum laxeldisfyrirtækja þar sem sár hafi verið farin að myndast á fisknum sem hafi haft áhrif á hann. Þetta kemur fram í gögnum MAST um lúsasmit í íslensku sjókvíaeldi. Fréttablaðið óskaði eftir gögnum sem fyrirtækin sendu MAST og fisksjúkdómanefnd þegar þau óskuðu eftir leyfi til að nota lúsalyf til meðhöndlunar. Af þessum fjórum umsóknum hefur Arnarlax óskað þrisvar sinnum eftir því að meðhöndla lax hjá sér. Þann 3. mars 2017, og tvisvar í maímánuði vegna lúsar á tveimur svæðum fyrirtækisins. Bréf dýralækna sýna að velferð laxanna hafi verið í hættu í mörgum tilvikum þar sem fiskurinn hafi verið mjög lúsugur ofan á þá staðreynd að hann hafi verið nýrnaveikur. Í bréfi Arnarlax til MAST þann 13. júní síðastliðinn segir að fyrirtækið telji „…miklar líkur á að fjölgun lúsar geti haft mjög neikvæð áhrif á fisk sem er BKD-smitaður [nýrnaveikur]. Lús í miklum mæli er streituvaldandi og getur orsakað þess vegna mikil afföll.“ Arctic Sea Farm óskaði í október á síðasta ári eftir því að fá að nota lyfjafóður til að drepa lús hjá sér. Sigríður Gísladóttir, eftirlitsdýralæknir MAST, kannaði stöðuna og sendi í því tilefni bréf til yfirmanna sinna. „Undanfarnar vikur hefur borið mikið á lúsasmiti af völdum fiskilúsar sem veldur seiðum ákveðnum óþægindum og hefur neikvæð áhrif á velferð þeirra. Um er að ræða seiði sem voru smituð af nýrnaveiki við útsetningu sem hefur áhrif á getu þeirra og mótstöðuafl gegn sýkingum líkt og fiskilúsarsmiti,“ segir í bréfi Sigríðar. „Neikvæðra áhrifa fiskilúsar er nú þegar farið að gæta og seiðin þola illa það aukna álag sem fylgir fiskilús. Á þeim fiski sem skoðaður var í dag sáust einnig merki um sáramyndun og ofan á haus fiska sást þynning á slímlagi.“ Sömu sárasögu sagði Sigríður frá í könnunarleiðangri til Arnarlax þann 19. júní. „Heldur [er] að bæta í lúsasýkinguna á stöðinni. Merki eru um nýsmit sem þýðir að þær lýs sem hafa lifað af veturinn og vorið hafa náð að fjölga sér og smita innanhúss í stöðinni,“ segir Sigríður í eftirlitsskýrslu sinni. „Á fiskinum í kví 5 þar sem meðaltalið var tæpar 10 lýs [á hverjum fiski] var farið að bera á rofi í slímlagi (yfirborðið verður hrjúft[…]) sem er þá fyrsta stig í sáramyndun. Um leið og sáramyndun hefst og jafnvel aðeins fyrr, myndast ójafnvægi í osmósajafnvægi fisksins sem hefur svo áhrif á alla hans heilsu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Fiskeldi Frá árinu 2017 hafa íslensk fiskeldisfyrirtæki, sem rækta fisk sinn í sjó, óskað fjórum sinnum eftir leyfi Matvælastofnunar (MAST) til að nota lúsaeitur til meðhöndlunar á fiski sínum. Dæmi eru um að allur fiskur hafi verið alvarlega lúsugur í kvíum laxeldisfyrirtækja þar sem sár hafi verið farin að myndast á fisknum sem hafi haft áhrif á hann. Þetta kemur fram í gögnum MAST um lúsasmit í íslensku sjókvíaeldi. Fréttablaðið óskaði eftir gögnum sem fyrirtækin sendu MAST og fisksjúkdómanefnd þegar þau óskuðu eftir leyfi til að nota lúsalyf til meðhöndlunar. Af þessum fjórum umsóknum hefur Arnarlax óskað þrisvar sinnum eftir því að meðhöndla lax hjá sér. Þann 3. mars 2017, og tvisvar í maímánuði vegna lúsar á tveimur svæðum fyrirtækisins. Bréf dýralækna sýna að velferð laxanna hafi verið í hættu í mörgum tilvikum þar sem fiskurinn hafi verið mjög lúsugur ofan á þá staðreynd að hann hafi verið nýrnaveikur. Í bréfi Arnarlax til MAST þann 13. júní síðastliðinn segir að fyrirtækið telji „…miklar líkur á að fjölgun lúsar geti haft mjög neikvæð áhrif á fisk sem er BKD-smitaður [nýrnaveikur]. Lús í miklum mæli er streituvaldandi og getur orsakað þess vegna mikil afföll.“ Arctic Sea Farm óskaði í október á síðasta ári eftir því að fá að nota lyfjafóður til að drepa lús hjá sér. Sigríður Gísladóttir, eftirlitsdýralæknir MAST, kannaði stöðuna og sendi í því tilefni bréf til yfirmanna sinna. „Undanfarnar vikur hefur borið mikið á lúsasmiti af völdum fiskilúsar sem veldur seiðum ákveðnum óþægindum og hefur neikvæð áhrif á velferð þeirra. Um er að ræða seiði sem voru smituð af nýrnaveiki við útsetningu sem hefur áhrif á getu þeirra og mótstöðuafl gegn sýkingum líkt og fiskilúsarsmiti,“ segir í bréfi Sigríðar. „Neikvæðra áhrifa fiskilúsar er nú þegar farið að gæta og seiðin þola illa það aukna álag sem fylgir fiskilús. Á þeim fiski sem skoðaður var í dag sáust einnig merki um sáramyndun og ofan á haus fiska sást þynning á slímlagi.“ Sömu sárasögu sagði Sigríður frá í könnunarleiðangri til Arnarlax þann 19. júní. „Heldur [er] að bæta í lúsasýkinguna á stöðinni. Merki eru um nýsmit sem þýðir að þær lýs sem hafa lifað af veturinn og vorið hafa náð að fjölga sér og smita innanhúss í stöðinni,“ segir Sigríður í eftirlitsskýrslu sinni. „Á fiskinum í kví 5 þar sem meðaltalið var tæpar 10 lýs [á hverjum fiski] var farið að bera á rofi í slímlagi (yfirborðið verður hrjúft[…]) sem er þá fyrsta stig í sáramyndun. Um leið og sáramyndun hefst og jafnvel aðeins fyrr, myndast ójafnvægi í osmósajafnvægi fisksins sem hefur svo áhrif á alla hans heilsu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira