Segir aðgerðaáætlun byltingu í fjármögnun loftslagsmála Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2018 16:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist telja að dagurinn í dag væri upphafið að einhverju mjög góðu fyrir Ísland. Vísir/VIlhelm Ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem kynntu nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum lögðu áherslu á mikilvægi þess að almenningur og atvinnulíf tæki höndum saman með stjórnvöldum við að ná árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Forsætisráðherra sagði áætlunina algera byltingu í fjármögnun loftslagsmála á Íslandi. Markmið þeirra 34 aðgerða sem áætlunin felur í sér er að gera Íslandi kleift að standast skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu annars vegar og hins vegar að ná markmiði ríkisstjórnarinnar um að Íslandi verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Á meðal þess sem stendur til er að styrkja innviði fyrir orkuskipti og rafvæðingu og banna nýskráningar á bensín- og dísilbílum eftir árið 2030. Þá á að halda áfram að hækka kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti. Sjö ráðherrar kynntu áætlunina í Austurbæjarskóla í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að Ísland hefði ótrúleg tækifæri á sviði loftslagsaðgerða til að sýna gott fordæmi. Hún væri þeirrar skoðunar allir þyrftu að taka höndum sama. Þó að stjórnvöld leiddu baráttuna þyrfti einnig framlag almennings, atvinnulífs og félagasamtaka. Ríkisstjórnin hefur með áætluninni ákveðið að verja 6,8 milljörðum króna í loftslagsmál. Um 1,5 milljarður fer í uppbyggingu innviða fyrir orkuskipti og um fjórir milljarðar í bindingu kolefnis með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Taldi Katrín þetta vera straumhvörf og byltingu í fjárveitingum til loftslagsmála þar sem loftslagsaðgerðir hafi aldrei verið fjármagnaðar með slíkum hætti áður. Gott væri að finna einbeittan pólitískan vilja til aðgerða í loftslagsmálum sem væru einn af lykilþáttunum í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Við erum að leggja af stað í vegferð sem ég held að geti orðið okkar samfélagi til góðs,“ sagði Katrín.Sjö ráðherrar kynntu áætlunina í Austurbæjarskóla. Auk forsætisráðherra voru það Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og Bjarni Benedtiksson, fjármálaráðherra.Vísir/VilhelmLíkt og hitaveituvæðingin sem hófst í Austurbæjarskóla Í sama streng tók Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem lýsti loftslagsbreytingum sem stærstu áskorun mannkynsins á 21. öldinni. Mestu möguleikar Íslands í að draga úr losun væri olía sem væri rót 60% losunar sem heyri undir beinar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda vegna Parísarsamkomulagsins. Verkefnið nú væri að umbylta orkukerfinu og að fara úr innfluttum mengandi orkugjöfum yfir í innlenda endurnýjanlega og hreina. Líkti Guðmundur Ingi orkuskiptunum sem nú standa fyrir dyrum við þau sem áttu sér stað með hitaveituvæðingu Íslands. Austurbæjarskóli varð meðal annars fyrir valinu fyrir kynninguna í dag því hann var fyrsta húsið í Reykjavík sem var tengt við heitt vatn árið 1930. „Þannig að við kunnum þetta og við getum þetta,“ sagði umhverfisráðherra.Katrín og Kristján Þór töluðu bæði um mikilvægi þess að atvinnulíf og almenningur taki höndum saman með stjórnvöldum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.Vísir/VilhelmStuðlar að betra lífi og sjálfbærari tilvist Nokkrir ráðherraranna lögðu áherslu á efnahagslegan ávinning af því að ráðast í aðgerðirnar sem lagðar eru til í áætluninni. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði aðgerðaáætlunina ekki aðeins mikilvæga til að takast á við ógnir sem steðja að Íslandi og heimsbyggðinni allri heldur myndu hún raunverulega stuðla að betra lífi og sjálfbærari tilveru á Íslandi og annars staðar. Orkuskipti úr jarðefnaeldsneyti muni enn fremur tryggja efnahagslegt sjálfstæði Íslands og festa það í sessi. Allir hlytu þannig að geta verið sammála um mikilvægi aðgerðanna, þó að ekki væri nema aðeins á þeim grundvelli. Þannig sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, það spara gjaldeyri að nota orku sem Íslendingar framleiða sjálfir í stað innfluttrar olíu. Slíkt myndi einnig lækka rekstrarkostnað bifreiðaeigenda sjálfra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, benti á að Íslendingar flytji inn eldsneyti fyrir um 23 milljarða króna á ári. Orkuskiptin væru þannig rakin ráðstöfun til að ráðast í, ekki síst fyrir fjölskyldur í landinu og buddu þeirra. Sagðist hún telja að rafbílar stuðluðu að aukinni hagkvæmni í raforkudreifikerfi landsins og jöfnuðu út álag á það. Einnig lagði hún áherslu á að mikil tækifæri væru í ferðaþjónustunni fyrir aðgerðir. Íslensk ferðaþjónusta þyrfti að marka sér sérstöðu og vera framúrskarandi í að vera umhverfisvæn. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem kynntu nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum lögðu áherslu á mikilvægi þess að almenningur og atvinnulíf tæki höndum saman með stjórnvöldum við að ná árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Forsætisráðherra sagði áætlunina algera byltingu í fjármögnun loftslagsmála á Íslandi. Markmið þeirra 34 aðgerða sem áætlunin felur í sér er að gera Íslandi kleift að standast skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu annars vegar og hins vegar að ná markmiði ríkisstjórnarinnar um að Íslandi verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Á meðal þess sem stendur til er að styrkja innviði fyrir orkuskipti og rafvæðingu og banna nýskráningar á bensín- og dísilbílum eftir árið 2030. Þá á að halda áfram að hækka kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti. Sjö ráðherrar kynntu áætlunina í Austurbæjarskóla í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að Ísland hefði ótrúleg tækifæri á sviði loftslagsaðgerða til að sýna gott fordæmi. Hún væri þeirrar skoðunar allir þyrftu að taka höndum sama. Þó að stjórnvöld leiddu baráttuna þyrfti einnig framlag almennings, atvinnulífs og félagasamtaka. Ríkisstjórnin hefur með áætluninni ákveðið að verja 6,8 milljörðum króna í loftslagsmál. Um 1,5 milljarður fer í uppbyggingu innviða fyrir orkuskipti og um fjórir milljarðar í bindingu kolefnis með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Taldi Katrín þetta vera straumhvörf og byltingu í fjárveitingum til loftslagsmála þar sem loftslagsaðgerðir hafi aldrei verið fjármagnaðar með slíkum hætti áður. Gott væri að finna einbeittan pólitískan vilja til aðgerða í loftslagsmálum sem væru einn af lykilþáttunum í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Við erum að leggja af stað í vegferð sem ég held að geti orðið okkar samfélagi til góðs,“ sagði Katrín.Sjö ráðherrar kynntu áætlunina í Austurbæjarskóla. Auk forsætisráðherra voru það Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og Bjarni Benedtiksson, fjármálaráðherra.Vísir/VilhelmLíkt og hitaveituvæðingin sem hófst í Austurbæjarskóla Í sama streng tók Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem lýsti loftslagsbreytingum sem stærstu áskorun mannkynsins á 21. öldinni. Mestu möguleikar Íslands í að draga úr losun væri olía sem væri rót 60% losunar sem heyri undir beinar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda vegna Parísarsamkomulagsins. Verkefnið nú væri að umbylta orkukerfinu og að fara úr innfluttum mengandi orkugjöfum yfir í innlenda endurnýjanlega og hreina. Líkti Guðmundur Ingi orkuskiptunum sem nú standa fyrir dyrum við þau sem áttu sér stað með hitaveituvæðingu Íslands. Austurbæjarskóli varð meðal annars fyrir valinu fyrir kynninguna í dag því hann var fyrsta húsið í Reykjavík sem var tengt við heitt vatn árið 1930. „Þannig að við kunnum þetta og við getum þetta,“ sagði umhverfisráðherra.Katrín og Kristján Þór töluðu bæði um mikilvægi þess að atvinnulíf og almenningur taki höndum saman með stjórnvöldum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.Vísir/VilhelmStuðlar að betra lífi og sjálfbærari tilvist Nokkrir ráðherraranna lögðu áherslu á efnahagslegan ávinning af því að ráðast í aðgerðirnar sem lagðar eru til í áætluninni. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði aðgerðaáætlunina ekki aðeins mikilvæga til að takast á við ógnir sem steðja að Íslandi og heimsbyggðinni allri heldur myndu hún raunverulega stuðla að betra lífi og sjálfbærari tilveru á Íslandi og annars staðar. Orkuskipti úr jarðefnaeldsneyti muni enn fremur tryggja efnahagslegt sjálfstæði Íslands og festa það í sessi. Allir hlytu þannig að geta verið sammála um mikilvægi aðgerðanna, þó að ekki væri nema aðeins á þeim grundvelli. Þannig sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, það spara gjaldeyri að nota orku sem Íslendingar framleiða sjálfir í stað innfluttrar olíu. Slíkt myndi einnig lækka rekstrarkostnað bifreiðaeigenda sjálfra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, benti á að Íslendingar flytji inn eldsneyti fyrir um 23 milljarða króna á ári. Orkuskiptin væru þannig rakin ráðstöfun til að ráðast í, ekki síst fyrir fjölskyldur í landinu og buddu þeirra. Sagðist hún telja að rafbílar stuðluðu að aukinni hagkvæmni í raforkudreifikerfi landsins og jöfnuðu út álag á það. Einnig lagði hún áherslu á að mikil tækifæri væru í ferðaþjónustunni fyrir aðgerðir. Íslensk ferðaþjónusta þyrfti að marka sér sérstöðu og vera framúrskarandi í að vera umhverfisvæn.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00