Dularfulla minkagildruhvarfið Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2018 09:00 Minkagildrurnar sem um ræðir eru meðal annars af þessari tegund. Þær eru faldar, vel festar og ljóst að það þarf að hafa talsvert fyrir því að stela þeim. Níu minkagildrum hefur verið stolið úr Skorradalnum að undanförnu. K. Hulda Guðmundsdóttir og hennar fólk sem búsett eru að Fitjum skilja ekkert hvernig í ósköpunum þetta má vera og klóra sér í kollinum.Ljóst að þarna fer einhver sem þekkir til „Kunningi okkar hefur um nokkurra missera skeið verið með minkagildrur á vel völdum stöðum hér á Fitjum, enda veitir ekki af að reyna að fækka varginum sem veður uppi. Ítrekað hafa gildrurnar horfið og hleypur tjónið á tugum þúsunda. Greinilegt er að þetta gerist af mannavöldum og höfum við brugðið á það ráð að setja upp eftirlitsmyndavélar. Það er frekar ömurlegt að þurfa að verjast með þessu móti.“ Hulda segir málið óupplýst en telur fyrirliggjandi að þarna fari um kunnáttumaður því það þarf að þekkja vel til ef menn vilja finna gildrurnar sem eru á sérvöldum stöðum, vandfundnar og vel festar. „Við getum ekki sett neitt slíkt fram,“ segir Hulda spurð hvort einhver liggi undir grun. Þetta er hið dularfyllsta og furðulegasta mál. Hún segir að ekkert liggi fyrir um hvað rekur menn til að stela gildrunum, hvort þarna geti verið dýravinir á ferð?< Hugsanlega á gráu svæði gagnvart persónuverndarlögum „Það eru til allskonar náttúruvinir. Gaman væri ef þjófurinn gæfi sig fram og þá sem slíkur. Minkurinn á sér engan óvin í náttúrunni og mannskepnan er að reyna að vinna á honum. Minkurinn vinnur ofboðslegt tjón í fuglavarpi hjá okkur,“ segir Hulda og er þá að tala um mófugla. Hún segir að ekki sé gaman að koma að þar sem minkurinn hefur látið til sín taka. Og vert sé að reyna að halda þessum vargi í skefjum. Hulda telur að hugsanlega séu þau á gráu svæði gagnvart persónuverndarlögum með því að koma fyrir myndavélum, en einhver ráð verði fólk að hafa til að verja eigur sínar. Dýr Umhverfismál Stangveiði Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Níu minkagildrum hefur verið stolið úr Skorradalnum að undanförnu. K. Hulda Guðmundsdóttir og hennar fólk sem búsett eru að Fitjum skilja ekkert hvernig í ósköpunum þetta má vera og klóra sér í kollinum.Ljóst að þarna fer einhver sem þekkir til „Kunningi okkar hefur um nokkurra missera skeið verið með minkagildrur á vel völdum stöðum hér á Fitjum, enda veitir ekki af að reyna að fækka varginum sem veður uppi. Ítrekað hafa gildrurnar horfið og hleypur tjónið á tugum þúsunda. Greinilegt er að þetta gerist af mannavöldum og höfum við brugðið á það ráð að setja upp eftirlitsmyndavélar. Það er frekar ömurlegt að þurfa að verjast með þessu móti.“ Hulda segir málið óupplýst en telur fyrirliggjandi að þarna fari um kunnáttumaður því það þarf að þekkja vel til ef menn vilja finna gildrurnar sem eru á sérvöldum stöðum, vandfundnar og vel festar. „Við getum ekki sett neitt slíkt fram,“ segir Hulda spurð hvort einhver liggi undir grun. Þetta er hið dularfyllsta og furðulegasta mál. Hún segir að ekkert liggi fyrir um hvað rekur menn til að stela gildrunum, hvort þarna geti verið dýravinir á ferð?< Hugsanlega á gráu svæði gagnvart persónuverndarlögum „Það eru til allskonar náttúruvinir. Gaman væri ef þjófurinn gæfi sig fram og þá sem slíkur. Minkurinn á sér engan óvin í náttúrunni og mannskepnan er að reyna að vinna á honum. Minkurinn vinnur ofboðslegt tjón í fuglavarpi hjá okkur,“ segir Hulda og er þá að tala um mófugla. Hún segir að ekki sé gaman að koma að þar sem minkurinn hefur látið til sín taka. Og vert sé að reyna að halda þessum vargi í skefjum. Hulda telur að hugsanlega séu þau á gráu svæði gagnvart persónuverndarlögum með því að koma fyrir myndavélum, en einhver ráð verði fólk að hafa til að verja eigur sínar.
Dýr Umhverfismál Stangveiði Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira