Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum verður kynnt í dag. Upphaflega stóð til að kynna áætlunina á vormánuðum.
Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarráðinu hefur vinna við áætlunina miðað að því að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt Parísarsamningnum í loftslagsmálum til ársins 2030.
Um umfangsmikla áætlun er að ræða. Vinna við gerð hennar var leidd af umhverfisráðherra en fulltrúar sex annarra ráðherra koma að verkefninu.
Aðgerðunum sem kynntar verða í dag er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og auka bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti.
