Níu fingur komnir á bikarinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2018 10:30 Leikmenn Breiðabliks fagna sigrinum á Þór/KA. Blikar eru einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Vísir/ernir Fótbolti Breiðablik er í dauðafæri til að vinna Íslandsmeistaratitilinn í sautjánda sinn eftir 3-0 sigur á Þór/KA í uppgjöri tveggja efstu liða Pepsi-deildar kvenna á laugardaginn. Blikar eru nú með fimm stiga forskot á norðanstúlkur þegar tvær umferðir eru eftir. Þór/KA vann fyrri leikinn gegn Breiðabliki í sumar sem og báða deildarleiki liðanna í fyrra. Blikar náðu hins vegar fram hefndum á laugardaginn og sigur þeirra var á endanum öruggur. Fyrsta markið kom á 33. mínútu. Alexandra Jóhannsdóttir skallaði þá boltann í netið eftir fyrirgjöf Ástu Eirar Árnadóttur frá hægri. Gestirnir frá Akureyri vildu fá vítaspyrnu á 66. mínútu þegar boltinn fór í hönd Guðrúnar Arnardóttur en Bríet Bragadóttir dæmdi ekki neitt.Lítil hamingja var með það á varamannabekk Þórs/KA og aðstoðarþjálfarinn Andri Hjörvar Albertsson var rekinn upp í stúku fyrir mótmæli í annað skiptið í sumar. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka skoraði Alexandra sitt annað mark eftir sendingu varamannsins Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur. Skömmu síðar fékk Bianca Sierra, varnarmaður Þórs/KA, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Í uppbótartíma skoraði Agla María Albertsdóttir svo þriðja mark Blika og gulltryggði sigur þeirra. Breiðablik hefur unnið alla átta heimaleiki sína í Pepsi-deildinni með markatölunni 21-2. Ef Breiðablik vinnur Selfoss í næstu umferð verður liðið meistari, hvernig sem leikur Þórs/KA og Vals á sama tíma fer. Þór/KA verður að vinna Val og treysta á að Selfoss taki stig af Breiðabliki til að eiga möguleika á að verja Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferðinni. Nýliðarnir Selfoss og HK/Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á laugardaginn. Unnur Dóra Bergsdóttir kom Selfyssingum yfir á 32. mínútu en Kader Hancer jafnaði eftir tæplega klukkutíma leik. Bæði lið eru með 17 stig og örugg með sæti sitt í Pepsi-deildinni. Þetta er í fyrsta sinn sem HK/Víkingur heldur sæti sínu í efstu deild. Í fyrri tvö skiptin sem liðið kom upp féll það strax aftur. Þá vann ÍBV 1-2 útisigur á Grindavík. Eyjakonur, sem eru ósigraðar í síðustu fjórum leikjum, eru í 5. sæti deildarinnar. Staða Grindvíkinga er hins vegar erfið. Þær eru með tíu stig í níunda og næstneðsta sæti, þremur stigum á eftir KR-ingum sem eru í 8. sæti. Þá er markatala KR mun betri. Það verður því að teljast líklegast að Grindavík fylgi FH niður í Inkasso-deildina. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Fótbolti Breiðablik er í dauðafæri til að vinna Íslandsmeistaratitilinn í sautjánda sinn eftir 3-0 sigur á Þór/KA í uppgjöri tveggja efstu liða Pepsi-deildar kvenna á laugardaginn. Blikar eru nú með fimm stiga forskot á norðanstúlkur þegar tvær umferðir eru eftir. Þór/KA vann fyrri leikinn gegn Breiðabliki í sumar sem og báða deildarleiki liðanna í fyrra. Blikar náðu hins vegar fram hefndum á laugardaginn og sigur þeirra var á endanum öruggur. Fyrsta markið kom á 33. mínútu. Alexandra Jóhannsdóttir skallaði þá boltann í netið eftir fyrirgjöf Ástu Eirar Árnadóttur frá hægri. Gestirnir frá Akureyri vildu fá vítaspyrnu á 66. mínútu þegar boltinn fór í hönd Guðrúnar Arnardóttur en Bríet Bragadóttir dæmdi ekki neitt.Lítil hamingja var með það á varamannabekk Þórs/KA og aðstoðarþjálfarinn Andri Hjörvar Albertsson var rekinn upp í stúku fyrir mótmæli í annað skiptið í sumar. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka skoraði Alexandra sitt annað mark eftir sendingu varamannsins Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur. Skömmu síðar fékk Bianca Sierra, varnarmaður Þórs/KA, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Í uppbótartíma skoraði Agla María Albertsdóttir svo þriðja mark Blika og gulltryggði sigur þeirra. Breiðablik hefur unnið alla átta heimaleiki sína í Pepsi-deildinni með markatölunni 21-2. Ef Breiðablik vinnur Selfoss í næstu umferð verður liðið meistari, hvernig sem leikur Þórs/KA og Vals á sama tíma fer. Þór/KA verður að vinna Val og treysta á að Selfoss taki stig af Breiðabliki til að eiga möguleika á að verja Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferðinni. Nýliðarnir Selfoss og HK/Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á laugardaginn. Unnur Dóra Bergsdóttir kom Selfyssingum yfir á 32. mínútu en Kader Hancer jafnaði eftir tæplega klukkutíma leik. Bæði lið eru með 17 stig og örugg með sæti sitt í Pepsi-deildinni. Þetta er í fyrsta sinn sem HK/Víkingur heldur sæti sínu í efstu deild. Í fyrri tvö skiptin sem liðið kom upp féll það strax aftur. Þá vann ÍBV 1-2 útisigur á Grindavík. Eyjakonur, sem eru ósigraðar í síðustu fjórum leikjum, eru í 5. sæti deildarinnar. Staða Grindvíkinga er hins vegar erfið. Þær eru með tíu stig í níunda og næstneðsta sæti, þremur stigum á eftir KR-ingum sem eru í 8. sæti. Þá er markatala KR mun betri. Það verður því að teljast líklegast að Grindavík fylgi FH niður í Inkasso-deildina.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira