Nuddari sakar Kevin Spacey um kynferðislega áreitni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2018 11:31 Spacey hefur upp á síðkastið verið sakaður um kynferðislega árásargirni, m.a. af fyrrum samstarfsfólki í sjónvarpi og kvikmyndum. Getty/Daniel Zuchnik Ónafngreindur atvinnunuddari hefur kært bandaríska leikarann Kevin Spacey til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni sem hann segir að hafi átt sér stað í október 2016. Samkvæmt skýrslu sem tekin var af nuddaranum átti áreitnin sér stað á heimili Spacey. Þar hafi nuddaranum verið vísað til efri hæðar hússins þar sem hann setti upp bekk sinn og annan aðbúnað til þess að geta nuddað leikarann. Þá segir nuddarinn Spacey hafa gengið inn í herbergið á slopp einum klæða og læst herberginu. Þegar hann var spurður hvort hann glímdi við verki á einhverju ákveðnu svæði á Spacey að hafa sagst finna til í náranum. Nuddarinn hafi þá beðið Spacey að leggjast á magann en leikarinn lagðist þess í stað á bakið. Meðan á nuddinu stóð er Spacey gefið að sök að hafa dregið hendur nuddarans inn á klofsvæði sitt og að eistum sínum. Þá hafi nuddaranum brugðið og hann stokkið frá. Þegar maðurinn frábað sér hegðun leikarans á Spacey að hafa staðið upp kviknakinn og gengið í átt að honum. Því næst á Spacey að hafa hrósað manninum fyrir „falleg augu“ og reynt að kyssa hann. Þegar maðurinn hélt áfram að bakka frá Spacey á leikarinn að hafa gripið um kynfæri hans og beðið um að fá að veita honum munngælur. Þegar nuddarinn hafði tekið saman föggur sínar og hugðist forða sér frá heimili Spacey er leikaranum gefið að sök að hafa haldið áfram að káfa á honum og reynt að hindra útgöngu hans. Talsmaður Spacey vildi ekki tjá sig um málið þegar fjölmiðlar vestanhafs settu sig í samband við hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kevin Spacey er sakaður um kynferðislega áreitni en í október á síðasta ári steig leikarinn Anthony Rapp fram og sakaði Spacey um að hafa reynt að hafa við sig samfarir árið 1986. Þá var Rapp aðeins 14 ára gamall en Spacey 26 ára. Síðan þá hafa ýmsir sem unnið hafa með Spacey í sjónvarpi og kvikmyndum stigið fram og sakað Spacey um kynferðislega áreitni eða misnotkun. MeToo Mál Kevin Spacey Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Fyrrverandi eiginmaður Noregsprinsessu segir Spacey hafa káfað á kynfærum sínum í Nóbelsveislu Fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu segir að Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. 8. desember 2017 10:45 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Ónafngreindur atvinnunuddari hefur kært bandaríska leikarann Kevin Spacey til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni sem hann segir að hafi átt sér stað í október 2016. Samkvæmt skýrslu sem tekin var af nuddaranum átti áreitnin sér stað á heimili Spacey. Þar hafi nuddaranum verið vísað til efri hæðar hússins þar sem hann setti upp bekk sinn og annan aðbúnað til þess að geta nuddað leikarann. Þá segir nuddarinn Spacey hafa gengið inn í herbergið á slopp einum klæða og læst herberginu. Þegar hann var spurður hvort hann glímdi við verki á einhverju ákveðnu svæði á Spacey að hafa sagst finna til í náranum. Nuddarinn hafi þá beðið Spacey að leggjast á magann en leikarinn lagðist þess í stað á bakið. Meðan á nuddinu stóð er Spacey gefið að sök að hafa dregið hendur nuddarans inn á klofsvæði sitt og að eistum sínum. Þá hafi nuddaranum brugðið og hann stokkið frá. Þegar maðurinn frábað sér hegðun leikarans á Spacey að hafa staðið upp kviknakinn og gengið í átt að honum. Því næst á Spacey að hafa hrósað manninum fyrir „falleg augu“ og reynt að kyssa hann. Þegar maðurinn hélt áfram að bakka frá Spacey á leikarinn að hafa gripið um kynfæri hans og beðið um að fá að veita honum munngælur. Þegar nuddarinn hafði tekið saman föggur sínar og hugðist forða sér frá heimili Spacey er leikaranum gefið að sök að hafa haldið áfram að káfa á honum og reynt að hindra útgöngu hans. Talsmaður Spacey vildi ekki tjá sig um málið þegar fjölmiðlar vestanhafs settu sig í samband við hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kevin Spacey er sakaður um kynferðislega áreitni en í október á síðasta ári steig leikarinn Anthony Rapp fram og sakaði Spacey um að hafa reynt að hafa við sig samfarir árið 1986. Þá var Rapp aðeins 14 ára gamall en Spacey 26 ára. Síðan þá hafa ýmsir sem unnið hafa með Spacey í sjónvarpi og kvikmyndum stigið fram og sakað Spacey um kynferðislega áreitni eða misnotkun.
MeToo Mál Kevin Spacey Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Fyrrverandi eiginmaður Noregsprinsessu segir Spacey hafa káfað á kynfærum sínum í Nóbelsveislu Fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu segir að Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. 8. desember 2017 10:45 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Fyrrverandi eiginmaður Noregsprinsessu segir Spacey hafa káfað á kynfærum sínum í Nóbelsveislu Fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu segir að Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. 8. desember 2017 10:45
Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33
Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00