Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. september 2018 09:30 Bæði verjendur og saksóknari voru ánægðir með málalok í Hæstarétti í fyrradag. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta er virðingarvert og í raun ekki hægt að ætlast til meira af henni á þessu stigi,“ segir Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Ciesielski, um yfirlýsingu forsætisráðherra í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í vikunni. Í yfirlýsingunni segir Katrín að málið hafi verið rætt á fundi ríkisstjórnar og að ríkisstjórnin fagni niðurstöðunni. Hún beinir svo orðum sínum til fyrrverandi sakborninga, aðstandenda þeirra og annarra sem átt hafa um sárt að binda vegna málsins. „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar á því ranglæti sem þið hafið mátt þola.“ Undir yfirlýsinguna skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í fréttatilkynningu kemur einnig fram að starfshópur verði skipaður til að leiða viðræður og sáttaumleitanir við aðila málsins og aðstandendur þeirra vegna þess miska og tjóns sem þau hafa orðið fyrir. „Mér finnst þetta réttilega að gert og að staðið og vona að það komi eitthvað gott út úr því fyrir fólkið,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar. Hann segir verjendur ekkert hafa rætt saman um framhaldið enda störfum þeirra formlega lokið við uppkvaðningu dóms. „Ég vona að það verði staðið verklega að því að reyna að tryggja það að þeir sem þarna eiga hlut að máli fái þær bætur sem geti talist sanngjarnar í stöðunni. Og þær þurfa að vera býsna háar til að geta talist það,“ segir Jón Steinar og bætir við: „Minn maður hefur til dæmis verið með lífið undir í þessu máli og þótt enginn geti sagt til um hvernig líf hans hefði orðið ef til þessa máls hefði ekki komið, er alveg ljóst að málið hefur orðið alveg gríðarlegur áhrifaþáttur á hann og á allt hans líf.“ Kristján Viðar og Sævar voru ásamt Erlu Bolladóttur sakfelldir fyrir rangar sakargiftir með dóminum 1980 og var synjað um endurupptöku þess þáttar málsins með úrskurðum endurupptökunefndar í fyrra. „Mér finnst fyllsta ástæða til að endurupptaka þann þátt líka, enda tel ég tel alveg sams konar annmarka á þessum röngu sakargiftum eins og var á öðrum skýrslum þessa fólks hjá lögreglunni.“ Oddgeir tekur undir með Jóni Steinari og telur marga vera þeirrar skoðunar að leita eigi eftir því að fá sýknu á þessum þætti. Hann nefnir einnig í þessu sambandi að aðrar leiðir kunni að vera færar en sú að höfða mál til ógildingar á ákvörðun endurupptökunefndar eins og Erla hefur nefnt. „Það mætti skoða hvort unnt er að sækja aftur um endurupptöku á þeim grundvelli að það sé komið nýtt gagn,“ segir Oddgeir og vísar til hins nýja dóms sem féll í vikunni. Hann bendir þó á að störfum verjenda hafi formlega lokið þegar dómur var upp kveðinn. Framhaldið hafi ekki verið rætt enn og sjálfur hafi hann ekki náð tali af öllum aðstandendum Sævars eftir að dómur féll. Dagurinn hafi verið stór og einhverjir enn að jafna sig. Jón Steinar setur einnig þann fyrirvara að starfi hans fyrir Kristján sé formlega lokið og þeir hafi ekki rætt framhaldið. „Ég veit ekkert hvað Kristjáni finnst í þessu efni. Hann segir mér það sjálfsagt áður en yfir lýkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
„Þetta er virðingarvert og í raun ekki hægt að ætlast til meira af henni á þessu stigi,“ segir Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Ciesielski, um yfirlýsingu forsætisráðherra í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í vikunni. Í yfirlýsingunni segir Katrín að málið hafi verið rætt á fundi ríkisstjórnar og að ríkisstjórnin fagni niðurstöðunni. Hún beinir svo orðum sínum til fyrrverandi sakborninga, aðstandenda þeirra og annarra sem átt hafa um sárt að binda vegna málsins. „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar á því ranglæti sem þið hafið mátt þola.“ Undir yfirlýsinguna skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í fréttatilkynningu kemur einnig fram að starfshópur verði skipaður til að leiða viðræður og sáttaumleitanir við aðila málsins og aðstandendur þeirra vegna þess miska og tjóns sem þau hafa orðið fyrir. „Mér finnst þetta réttilega að gert og að staðið og vona að það komi eitthvað gott út úr því fyrir fólkið,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar. Hann segir verjendur ekkert hafa rætt saman um framhaldið enda störfum þeirra formlega lokið við uppkvaðningu dóms. „Ég vona að það verði staðið verklega að því að reyna að tryggja það að þeir sem þarna eiga hlut að máli fái þær bætur sem geti talist sanngjarnar í stöðunni. Og þær þurfa að vera býsna háar til að geta talist það,“ segir Jón Steinar og bætir við: „Minn maður hefur til dæmis verið með lífið undir í þessu máli og þótt enginn geti sagt til um hvernig líf hans hefði orðið ef til þessa máls hefði ekki komið, er alveg ljóst að málið hefur orðið alveg gríðarlegur áhrifaþáttur á hann og á allt hans líf.“ Kristján Viðar og Sævar voru ásamt Erlu Bolladóttur sakfelldir fyrir rangar sakargiftir með dóminum 1980 og var synjað um endurupptöku þess þáttar málsins með úrskurðum endurupptökunefndar í fyrra. „Mér finnst fyllsta ástæða til að endurupptaka þann þátt líka, enda tel ég tel alveg sams konar annmarka á þessum röngu sakargiftum eins og var á öðrum skýrslum þessa fólks hjá lögreglunni.“ Oddgeir tekur undir með Jóni Steinari og telur marga vera þeirrar skoðunar að leita eigi eftir því að fá sýknu á þessum þætti. Hann nefnir einnig í þessu sambandi að aðrar leiðir kunni að vera færar en sú að höfða mál til ógildingar á ákvörðun endurupptökunefndar eins og Erla hefur nefnt. „Það mætti skoða hvort unnt er að sækja aftur um endurupptöku á þeim grundvelli að það sé komið nýtt gagn,“ segir Oddgeir og vísar til hins nýja dóms sem féll í vikunni. Hann bendir þó á að störfum verjenda hafi formlega lokið þegar dómur var upp kveðinn. Framhaldið hafi ekki verið rætt enn og sjálfur hafi hann ekki náð tali af öllum aðstandendum Sævars eftir að dómur féll. Dagurinn hafi verið stór og einhverjir enn að jafna sig. Jón Steinar setur einnig þann fyrirvara að starfi hans fyrir Kristján sé formlega lokið og þeir hafi ekki rætt framhaldið. „Ég veit ekkert hvað Kristjáni finnst í þessu efni. Hann segir mér það sjálfsagt áður en yfir lýkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira