Ekki áhugi á að afnema milljónahlunnindin Jóhann Óli Eiðsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 29. september 2018 08:45 Andrés Ingi vill ekki afnema núverandi fyrirkomulag. Fréttablaðið/Eyþór Kostnaður við farsíma og nettengingar þingmanna, starfsliðs þingflokka, formanna flokka og starfsliðs skrifstofu Alþingi síðastliðin fimm ár nemur tæplega 110 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Kostnaðurinn var mestur árin 2013 og 2014, rúmar 28 milljónir króna, en hefur síðan þá dregist saman um helming en kostnaðurinn var rétt rúmar 14 milljónir í fyrra. Kostnaður við farsíma og nettengingar þingmanna einna hefur minnkað úr tæpum 18 milljónum árið 2013 í rúmar átta í fyrra. Sé litið til starfsliðs þingflokka og formanna flokka hefur kostnaðurinn farið úr rúmri milljón í rúmlega 750.000. Árið í fyrra var þó næstdýrasta árið hjá viðkomandi. Þá hefur kostnaður hjá starfsliði skrifstofu Alþingis helmingast frá 2013, farið úr 9,5 milljónum í tæpar fimm. Langstærstur hluti upphæðarinnar rennur til Símans hf. en í svarinu segir að skrifstofa þingsins leiti ekki tilboða vegna farsíma og nettengingar þingmanna heldur velji þeir þjónustuaðila sjálfir. Hvað starfsmenn skrifstofu þingsins varðar var tilboða leitað hjá Símanum og Vodafone árið 2013 og tilboði Símans tekið. Andrés Ingi segir við Fréttablaðið að lækkun undanfarinna ára endurspegli ef til vill þróun á markaði, en tekur fram að hann hafi ekki náð að skoða svarið almennilega. „Ég bað hins vegar um meðalkostnað til að sjá hvað hver einstaklingur væri að kosta. Það fylgir ekki með þarna þannig að það er pínu erfitt að meta þróunina fyrst maður er bara með heildarstöðuna. Það er kannski pínu klúður hjá mér að hafa ekki orðað þetta skýrar.“ Ekki á að afnema þetta fyrirkomulag að mati Andrésar Inga. Hann segir að símar og góð nettenging séu grundvallarþættir í því að þingmenn og starfsmenn þingsins geti sinnt starfi sínu vel. „Eins og náttúrulega á fleiri vinnustöðum. Ég reikna með því að það sé víða sem fyrirtæki dekki sambærilegan kostnað hjá starfsmönnum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Kostnaður við farsíma og nettengingar þingmanna, starfsliðs þingflokka, formanna flokka og starfsliðs skrifstofu Alþingi síðastliðin fimm ár nemur tæplega 110 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Kostnaðurinn var mestur árin 2013 og 2014, rúmar 28 milljónir króna, en hefur síðan þá dregist saman um helming en kostnaðurinn var rétt rúmar 14 milljónir í fyrra. Kostnaður við farsíma og nettengingar þingmanna einna hefur minnkað úr tæpum 18 milljónum árið 2013 í rúmar átta í fyrra. Sé litið til starfsliðs þingflokka og formanna flokka hefur kostnaðurinn farið úr rúmri milljón í rúmlega 750.000. Árið í fyrra var þó næstdýrasta árið hjá viðkomandi. Þá hefur kostnaður hjá starfsliði skrifstofu Alþingis helmingast frá 2013, farið úr 9,5 milljónum í tæpar fimm. Langstærstur hluti upphæðarinnar rennur til Símans hf. en í svarinu segir að skrifstofa þingsins leiti ekki tilboða vegna farsíma og nettengingar þingmanna heldur velji þeir þjónustuaðila sjálfir. Hvað starfsmenn skrifstofu þingsins varðar var tilboða leitað hjá Símanum og Vodafone árið 2013 og tilboði Símans tekið. Andrés Ingi segir við Fréttablaðið að lækkun undanfarinna ára endurspegli ef til vill þróun á markaði, en tekur fram að hann hafi ekki náð að skoða svarið almennilega. „Ég bað hins vegar um meðalkostnað til að sjá hvað hver einstaklingur væri að kosta. Það fylgir ekki með þarna þannig að það er pínu erfitt að meta þróunina fyrst maður er bara með heildarstöðuna. Það er kannski pínu klúður hjá mér að hafa ekki orðað þetta skýrar.“ Ekki á að afnema þetta fyrirkomulag að mati Andrésar Inga. Hann segir að símar og góð nettenging séu grundvallarþættir í því að þingmenn og starfsmenn þingsins geti sinnt starfi sínu vel. „Eins og náttúrulega á fleiri vinnustöðum. Ég reikna með því að það sé víða sem fyrirtæki dekki sambærilegan kostnað hjá starfsmönnum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira