Óli Geir selur höllina Benedikt Bóas skrifar 28. september 2018 07:00 Ekki náðist í Óla Geir í gær og ekki er vitað hvort hann er að stækka við sig eða minnka. Mynd/Samsett Athafnamaðurinn Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem Óli Geir, hefur sett 208 fermetra höll sína í Fitjaási í Reykjanesbæ á sölu. Er ásett verð 63 milljónir króna. Húsið er fimm herbergja einbýli á einni hæð, byggt á því herrans ári 2007, með tvöföldum 40 fermetra bílskúr. Anddyrið er flísalagt með góðum fataskápum. Inn af því er komið inn í flísalagt stórt alrými. Eldhúsið sæmir eðalbornum og hvaða kokk sem er. Risastórt með sérsmíðuðum hvítum innréttingum og miklu borðplássi. Þar má henda í allra handa rétti án þess að finna til plássleysis.Eignasalan.is hefur höllina hans Óla til sölu. Þar er meðal annars leðurklæddur bar og svarti og hvíti liturinn nýtur sín í botn.Mynd/Eignasalan.isHjónaherbergið er vel skreytt með stóru fataherbergi inn af. Silkimjúkt harðparket er þar á gólfum. Dugar ekkert minna. Tvö önnur herbergi eru í húsinu einnig með harðparketi. Baðherbergið er með hornbaðkari og sturtu sem rúmar tvo auðveldlega. Sturtuhausinn er fyrsta flokks. Gólfhiti er í húsinu og þvottahúsið er eins og klippt út úr Húsum og híbýlum. Glæsileg vinnuaðstaða. Bílskúrinn er síðan draumur allra enda tvöfaldur og nóg af plássi. Óli Geir varð hluti af þjóðarsálinni þegar hann var kosinn Herra Ísland árið 2005. Hann varð síðar að skila þeim titli. Var það í fyrsta sinn sem það gerðist í sögu Fegurðarsamkeppni Íslands. Ástæðan sem honum var gefin var að hann hefði kynnt hjálpartæki ástalífsins í sjónvarpsþættinum Splash og bloggað um daginn og veginn. Jón Gunnlaugur Viggósson tók við keflinu. Óli Geir hefur síðan haldið tónlistarhátíð og snertir á sjálfum tímanum með úrafyrirtæki sínu Nora.Mynd/Eignasalan.isMynd/Eignasalan.is Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Veldu flottasta garð landsins Lífið samstarf „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Athafnamaðurinn Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem Óli Geir, hefur sett 208 fermetra höll sína í Fitjaási í Reykjanesbæ á sölu. Er ásett verð 63 milljónir króna. Húsið er fimm herbergja einbýli á einni hæð, byggt á því herrans ári 2007, með tvöföldum 40 fermetra bílskúr. Anddyrið er flísalagt með góðum fataskápum. Inn af því er komið inn í flísalagt stórt alrými. Eldhúsið sæmir eðalbornum og hvaða kokk sem er. Risastórt með sérsmíðuðum hvítum innréttingum og miklu borðplássi. Þar má henda í allra handa rétti án þess að finna til plássleysis.Eignasalan.is hefur höllina hans Óla til sölu. Þar er meðal annars leðurklæddur bar og svarti og hvíti liturinn nýtur sín í botn.Mynd/Eignasalan.isHjónaherbergið er vel skreytt með stóru fataherbergi inn af. Silkimjúkt harðparket er þar á gólfum. Dugar ekkert minna. Tvö önnur herbergi eru í húsinu einnig með harðparketi. Baðherbergið er með hornbaðkari og sturtu sem rúmar tvo auðveldlega. Sturtuhausinn er fyrsta flokks. Gólfhiti er í húsinu og þvottahúsið er eins og klippt út úr Húsum og híbýlum. Glæsileg vinnuaðstaða. Bílskúrinn er síðan draumur allra enda tvöfaldur og nóg af plássi. Óli Geir varð hluti af þjóðarsálinni þegar hann var kosinn Herra Ísland árið 2005. Hann varð síðar að skila þeim titli. Var það í fyrsta sinn sem það gerðist í sögu Fegurðarsamkeppni Íslands. Ástæðan sem honum var gefin var að hann hefði kynnt hjálpartæki ástalífsins í sjónvarpsþættinum Splash og bloggað um daginn og veginn. Jón Gunnlaugur Viggósson tók við keflinu. Óli Geir hefur síðan haldið tónlistarhátíð og snertir á sjálfum tímanum með úrafyrirtæki sínu Nora.Mynd/Eignasalan.isMynd/Eignasalan.is
Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Veldu flottasta garð landsins Lífið samstarf „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög